Liðið sem eyðilagði drauma Breiðabliks mætir á Kópavogsvöll Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 19. apríl 2022 14:15 Gísli Eyjólfsson, leikmaður Breiðabliks. Vísir/Hulda Margrét Breiðablik tekur á móti Keflavík á Kópavogsvelli í kvöld er fyrsta umferð Bestu deildar karla í fótbolta heldur áfram. Segja má að Keflavík hafi eyðilagt bikardrauma Breiðabliks á síðustu leiktíð. Besta deild karla í fótbolta hófst með pompi og prakt í gær þegar Íslands- og bikarmeistarar Víkings lögðu FH 2-1 í fyrsta leik sumarsins. Hlutirnir hefðu þó getað verið töluvert öðruvísi ef Breiðablik hefði ekki tapað tvívegis gegn Keflavík um mitt sumar. Liðin mætast á Kópavogsvelli en leik liðanna þar á síðustu leiktíð lauk hins vegar með 4-0 sigri Blika. Það var svo í Keflavík þar sem draumar Blika urðu að engu. Þann 23. júní mættust Keflavík og Breiðablik í 32-liða úrslita Mjólkurbikarsins. Talið var að Blikar myndu endurtaka leikinn frá því ári áður þegar þáverandi Lengjudeildarlið Keflavíkur heimsótti Kópavogsvöll í bikarnum og beið lægri hlut. Keflvíkingar voru ekki á þeim buxunum og var staðan enn markalaus er venjulegur leiktími rann sitt skeið. Það voru komnar 114 mínútur á klukkuna þegar Helgi Þór Jónsson kom Keflavík yfir og í blálok leiksins gulltryggði Davíð Snær Jóhannesson sigur heimamanna. Lokatölur 2-0 og Breiðablik fallið úr leik í bikarnum. Rúmlega mánuði síðar, þann 25. júlí var komið að skuldadögum. Blikar mættu til Keflavíkur í hefndarhug eftir að hafa náð jafntefli gegn Austría Vín í Austurríki aðeins þremur dögum fyrr. Hin fræga Evrópuþynnka lék hins vegar Blika grátt sem voru þarna aðeins stigi á eftir toppliði Vals þegar 13 umferðir voru búnar. Joey Gibbs og Frans Elvarsson skoruðu sitt hvorum megin við hálfleikinn og tryggðu Keflvíkingum ómetanlegan 2-0 sigur sem átti eftir að hafa gríðarleg áhrif á toppi sem og botni deildarinnar. Þegar öllum 22 umferðum deildarinnar var lokið sat Breiðablik í 2. sæti með 47 stig á meðan Íslandsmeistarar Víkings voru með 48 stig. Keflavík sat svo í 10. sæti með 21 stig eða einu meira en HK sem féll niður í Lengjudeildina. Keflavík fór svo alla leið í undanúrslit bikarkeppninnar þar sem liðið beið lægri hlut gegn ÍA sem gerði svo slíkt hið sama gegn Víkingum í úrslitum. Þó Blikar hafi tapað stigum í öðrum leikjum en gegn Keflavík síðasta sumar þá má reikna með að þessi tvö töp svíði enn og eina sem fær sárin til að gróa er sigur í kvöld. Leikur Breiðabliks og Keflavíkur í Bestu deild karla hefst klukkan 19.45 og er sýndur beint á Stöð 2 Sport 4. Besta deildin er á Stöð 2 Sport en nýtt keppnistímabil hefst 18. apríl. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér. Fótbolti Íslenski boltinn Keflavík ÍF Breiðablik Besta deild karla Tengdar fréttir Besta-spáin 2022: Fer brúðarmærin loks upp að altarinu? Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sport spáir Breiðabliki 2. sæti Bestu deildar karla í sumar. 18. apríl 2022 10:00 Besta-spáin 2022: Mátaðir eftir valdataflið Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Keflavík 11. sæti Bestu deildar karla í sumar. 5. apríl 2022 10:01 Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni Körfubolti „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Körfubolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Fleiri fréttir Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Sjá meira
Besta deild karla í fótbolta hófst með pompi og prakt í gær þegar Íslands- og bikarmeistarar Víkings lögðu FH 2-1 í fyrsta leik sumarsins. Hlutirnir hefðu þó getað verið töluvert öðruvísi ef Breiðablik hefði ekki tapað tvívegis gegn Keflavík um mitt sumar. Liðin mætast á Kópavogsvelli en leik liðanna þar á síðustu leiktíð lauk hins vegar með 4-0 sigri Blika. Það var svo í Keflavík þar sem draumar Blika urðu að engu. Þann 23. júní mættust Keflavík og Breiðablik í 32-liða úrslita Mjólkurbikarsins. Talið var að Blikar myndu endurtaka leikinn frá því ári áður þegar þáverandi Lengjudeildarlið Keflavíkur heimsótti Kópavogsvöll í bikarnum og beið lægri hlut. Keflvíkingar voru ekki á þeim buxunum og var staðan enn markalaus er venjulegur leiktími rann sitt skeið. Það voru komnar 114 mínútur á klukkuna þegar Helgi Þór Jónsson kom Keflavík yfir og í blálok leiksins gulltryggði Davíð Snær Jóhannesson sigur heimamanna. Lokatölur 2-0 og Breiðablik fallið úr leik í bikarnum. Rúmlega mánuði síðar, þann 25. júlí var komið að skuldadögum. Blikar mættu til Keflavíkur í hefndarhug eftir að hafa náð jafntefli gegn Austría Vín í Austurríki aðeins þremur dögum fyrr. Hin fræga Evrópuþynnka lék hins vegar Blika grátt sem voru þarna aðeins stigi á eftir toppliði Vals þegar 13 umferðir voru búnar. Joey Gibbs og Frans Elvarsson skoruðu sitt hvorum megin við hálfleikinn og tryggðu Keflvíkingum ómetanlegan 2-0 sigur sem átti eftir að hafa gríðarleg áhrif á toppi sem og botni deildarinnar. Þegar öllum 22 umferðum deildarinnar var lokið sat Breiðablik í 2. sæti með 47 stig á meðan Íslandsmeistarar Víkings voru með 48 stig. Keflavík sat svo í 10. sæti með 21 stig eða einu meira en HK sem féll niður í Lengjudeildina. Keflavík fór svo alla leið í undanúrslit bikarkeppninnar þar sem liðið beið lægri hlut gegn ÍA sem gerði svo slíkt hið sama gegn Víkingum í úrslitum. Þó Blikar hafi tapað stigum í öðrum leikjum en gegn Keflavík síðasta sumar þá má reikna með að þessi tvö töp svíði enn og eina sem fær sárin til að gróa er sigur í kvöld. Leikur Breiðabliks og Keflavíkur í Bestu deild karla hefst klukkan 19.45 og er sýndur beint á Stöð 2 Sport 4. Besta deildin er á Stöð 2 Sport en nýtt keppnistímabil hefst 18. apríl. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deildin er á Stöð 2 Sport en nýtt keppnistímabil hefst 18. apríl. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Fótbolti Íslenski boltinn Keflavík ÍF Breiðablik Besta deild karla Tengdar fréttir Besta-spáin 2022: Fer brúðarmærin loks upp að altarinu? Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sport spáir Breiðabliki 2. sæti Bestu deildar karla í sumar. 18. apríl 2022 10:00 Besta-spáin 2022: Mátaðir eftir valdataflið Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Keflavík 11. sæti Bestu deildar karla í sumar. 5. apríl 2022 10:01 Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni Körfubolti „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Körfubolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Fleiri fréttir Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Sjá meira
Besta-spáin 2022: Fer brúðarmærin loks upp að altarinu? Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sport spáir Breiðabliki 2. sæti Bestu deildar karla í sumar. 18. apríl 2022 10:00
Besta-spáin 2022: Mátaðir eftir valdataflið Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Keflavík 11. sæti Bestu deildar karla í sumar. 5. apríl 2022 10:01