Árborg er stórborg Álfheiður Eymarsdóttir skrifar 19. apríl 2022 17:01 Árborg er sveitarfélag í örum vexti og breytist hratt. Þar sem áður þekktu allir alla, er nú komin borgarbragur á sveitarfélagið okkar. Ef sveitarfélagið á að halda í við þessar öru breytingar og mikla vöxt, þá þarf stjórnsýslan að þróast með. Ef við ætlum að halda sveitarfélaginu sem óskastað ungs fjölskyldufólks, viðhalda vexti og grunnþjónustu fyrir alla þá höfum við ekki efni á því að taka afdrifaríkar ákvarðanir í heita pottinum, í fermingarveislum eða reykmettuðum bakherbergjum. Fólksfjölgunin er tækifæri, vaxtarverkirnir eðlilegir og við eigum að líta á meiri útgjöld sem fylgja örum vexti sveitarfélagsins sem fjárfestingu í framtíðinni. Þetta er lúxus vandamál á meðan mörg byggðarlög eru skilgreind sem brothættar byggðir eða eru í vanda vegna fólksfækkunar. Við hjá Áfram Árborg lítum á þetta sem lúxus tækifæri. Vönduð vinnubrögð Þá ríður á vönduð vinnubrögð við alla ákvarðanatöku og stranga forgangsröðun. Allra mikilvægast er að vanda til verka, hafa til reiðu nauðsynleg gögn og taka upplýstar ákvarðanir. Ákvarðanir um hvaða framkvæmdir og fjárfestingar er lagst í, ákvarðanir um hvar þurfi að bæta í rekstrarfé, hvar þarf meira fólk á gólfinu til að veita þjónustuna og hvernig laun það á skilið og að lokum, hvað má bíða betri tíma.Þá er líka nauðsynlegt að halda vel á fjármálum og forgangsraða fjármunum í það sem skiptir mestu máli: Grunnþjónustu við íbúa, lögbundin verkefni sveitarfélagsins, framkvæmdir og verkefni sem ríma inn í þá björtu framtíðarsýn sem við sjáum fyrir stórborgina Árborg. Fúsk er dýrt - framsýni borgar sig Við megum ekki við því að henda skattfé í það sem skiptir litlu máli og er illa úthugsað. Við höfum ekki efni á að eyða fjármunum vegna málssókna á hendur sveitarfélaginu vegna óvandaðrar ákvarðanatöku. Árborg eyðir of miklum tíma og fjármunum í að slökkva elda, að bregðast við í stað þess að móta stefnu til framtíðar og fylgja henni. Við eigum dýrmætan mannauð sem okkur ber skylda til að nýta vel og hlusta á. Sveitarfélagið nýtir ekki nægilega vel sérfræðiþekkingu sem liggur í nefndum, hjá starfsfólki og íbúum. Margt af þessu hefur batnað til muna á nýliðnu kjörtímabili en við þurfum enn að gera betur. Í of mörgum tilfellum fara málefni framhjá nefndum sveitarfélagsins og send beint í bæjarráð eða til bæjarfulltrúa. Oft eru þau illa reifuð og lítið undirbúin en það er strax tekin ákvörðun. Það er svo happa og glappa hvort ákvörðunin var skynsamleg eða ekki. Nefndir sveitarfélagsins eru ekki til skrauts. Þær hafa hlutverk, sumar hverjar lögbundið hlutverk og eiga að sinna því. Sem dæmi er fjárhagsáætlun Árborgar ítrekað farin beint til bæjarfulltrúa án þess að viðeigandi nefnd fjalli um rekstur viðeigandi málaflokks og sendi til bæjarstjórnar vel ígrundaða tillögu um fjárhagsáætlun næsta árs. Þetta myndi létta vinnuna fyrir bæjarfulltrúa, fylgigögn og rökstuðningur lægi fyrir þegar þeir fá áætlanir í hendur.Ég vil einnig benda á að þegar ákvarðanir eru teknar án þess að hafa gengið í gegnum réttan, stjórnsýslulegan farveg þá er það brot á lögum og eykur líkurnar á því að ákvarðanir geti orðið íbúum dýrkeyptar, hlutir fari fram úr fjárhagsáætlunum vegna óvandaðra vinnubragða og þess vegna erum við að drukkna úr viðaukum við fjárhagsáætlun. Hugsum ekki í kjörtímabilum Við hjá Á lista Áfram Árborgar leggjum mikla áherslu á vönduð vinnubrögð og fagmennsku sem tryggir betur að þetta einstaka tækifæri Árborgar fari ekki forgörðum, fjármunir séu nýttir betur, grunnþjónusta sé örugga og fumlaus og ákvarðanataka faglegri. Það vill enginn búa í sveitarfélagi sem fjárfestir ekki í velsæld íbúa en hendir þess í stað fjármunum í óþarfar framkvæmdir, málssóknar kostnað og skaðabætur vegna lélegrar stjórnsýslu. Við þurfum ekki á neinum Bragga að halda.Sýnum framsýni og pólitískt hugrekki til að breyta og bæta.Framtíðin er núna!Kjósum x-Á Höfundur er stjórnmálafræðingur, varabæjarfulltrúi og oddviti Á lista Áfram Árborgar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árborg Sveitarstjórnarkosningar 2022 Álfheiður Eymarsdóttir Skoðun: Kosningar 2022 Píratar Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson Skoðun Mun forseti Íslands fremja landráð? Ástþór Magnússon Skoðun Er skynsemi Sigmundar Davíðs o.fl. skynsamleg? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sjálfskaparvíti Samfylkingar og Viðreisnar Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tími fyrir breytingar – Nú er tækifærið Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ölvunarakstur á Arnarnesbrú Anna Linda Bjarnadóttir skrifar Skoðun Flokknum er sama um þig Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan í Reykjavík er efnahagslegt vandamál Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Virði en ekki byrði Hulda Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Vanrækt barn er besti ráðherrann Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar Skoðun Úr öskunni í eldinn á laugardaginn? Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Skuggaspil valdsins Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Viltu að barnabörnin þín verði fátækir leiguliðar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Nýtt upphaf – í þjónustu við þjóðina Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á hvert annað og breytum þessu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Kæru landsmenn – þetta er ekki lengur boðlegt Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun XL niðurskurður – hugsum stórt! Arnar Þór Jónsson,Kári Allansson skrifar Skoðun Blórabögglar og gylliboð frá vinstri Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Hvað kjósa foreldrar ósýnilegra barna? Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson skrifar Skoðun Jöfnum leikinn á laugardaginn Björgvin G. Sigurðsson skrifar Skoðun ADHD, fjórir stafir og hvað svo? Jóna Kristín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skattagleði á kostnað ferðaþjónustunnar Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Börnin heim Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Mun forseti Íslands fremja landráð? Ástþór Magnússon skrifar Skoðun Ég býð mig fram fyrir framtíðarkynslóðir Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Rödd mannréttinda, jöfnuðar og jafnréttis þarf að hljóma á Alþingi Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gera þarf skurk í búsetumálum eldri borgara Ólafur Ísleifsson skrifar Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir skrifar Skoðun Vilt þú breytingu á stjórn landsins? Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson skrifar Skoðun Af hverju er nauðsyn að fá Sósíalista inn á þing og í næstu ríkisstjórn? Ólafur H. Ólafsson skrifar Sjá meira
Árborg er sveitarfélag í örum vexti og breytist hratt. Þar sem áður þekktu allir alla, er nú komin borgarbragur á sveitarfélagið okkar. Ef sveitarfélagið á að halda í við þessar öru breytingar og mikla vöxt, þá þarf stjórnsýslan að þróast með. Ef við ætlum að halda sveitarfélaginu sem óskastað ungs fjölskyldufólks, viðhalda vexti og grunnþjónustu fyrir alla þá höfum við ekki efni á því að taka afdrifaríkar ákvarðanir í heita pottinum, í fermingarveislum eða reykmettuðum bakherbergjum. Fólksfjölgunin er tækifæri, vaxtarverkirnir eðlilegir og við eigum að líta á meiri útgjöld sem fylgja örum vexti sveitarfélagsins sem fjárfestingu í framtíðinni. Þetta er lúxus vandamál á meðan mörg byggðarlög eru skilgreind sem brothættar byggðir eða eru í vanda vegna fólksfækkunar. Við hjá Áfram Árborg lítum á þetta sem lúxus tækifæri. Vönduð vinnubrögð Þá ríður á vönduð vinnubrögð við alla ákvarðanatöku og stranga forgangsröðun. Allra mikilvægast er að vanda til verka, hafa til reiðu nauðsynleg gögn og taka upplýstar ákvarðanir. Ákvarðanir um hvaða framkvæmdir og fjárfestingar er lagst í, ákvarðanir um hvar þurfi að bæta í rekstrarfé, hvar þarf meira fólk á gólfinu til að veita þjónustuna og hvernig laun það á skilið og að lokum, hvað má bíða betri tíma.Þá er líka nauðsynlegt að halda vel á fjármálum og forgangsraða fjármunum í það sem skiptir mestu máli: Grunnþjónustu við íbúa, lögbundin verkefni sveitarfélagsins, framkvæmdir og verkefni sem ríma inn í þá björtu framtíðarsýn sem við sjáum fyrir stórborgina Árborg. Fúsk er dýrt - framsýni borgar sig Við megum ekki við því að henda skattfé í það sem skiptir litlu máli og er illa úthugsað. Við höfum ekki efni á að eyða fjármunum vegna málssókna á hendur sveitarfélaginu vegna óvandaðrar ákvarðanatöku. Árborg eyðir of miklum tíma og fjármunum í að slökkva elda, að bregðast við í stað þess að móta stefnu til framtíðar og fylgja henni. Við eigum dýrmætan mannauð sem okkur ber skylda til að nýta vel og hlusta á. Sveitarfélagið nýtir ekki nægilega vel sérfræðiþekkingu sem liggur í nefndum, hjá starfsfólki og íbúum. Margt af þessu hefur batnað til muna á nýliðnu kjörtímabili en við þurfum enn að gera betur. Í of mörgum tilfellum fara málefni framhjá nefndum sveitarfélagsins og send beint í bæjarráð eða til bæjarfulltrúa. Oft eru þau illa reifuð og lítið undirbúin en það er strax tekin ákvörðun. Það er svo happa og glappa hvort ákvörðunin var skynsamleg eða ekki. Nefndir sveitarfélagsins eru ekki til skrauts. Þær hafa hlutverk, sumar hverjar lögbundið hlutverk og eiga að sinna því. Sem dæmi er fjárhagsáætlun Árborgar ítrekað farin beint til bæjarfulltrúa án þess að viðeigandi nefnd fjalli um rekstur viðeigandi málaflokks og sendi til bæjarstjórnar vel ígrundaða tillögu um fjárhagsáætlun næsta árs. Þetta myndi létta vinnuna fyrir bæjarfulltrúa, fylgigögn og rökstuðningur lægi fyrir þegar þeir fá áætlanir í hendur.Ég vil einnig benda á að þegar ákvarðanir eru teknar án þess að hafa gengið í gegnum réttan, stjórnsýslulegan farveg þá er það brot á lögum og eykur líkurnar á því að ákvarðanir geti orðið íbúum dýrkeyptar, hlutir fari fram úr fjárhagsáætlunum vegna óvandaðra vinnubragða og þess vegna erum við að drukkna úr viðaukum við fjárhagsáætlun. Hugsum ekki í kjörtímabilum Við hjá Á lista Áfram Árborgar leggjum mikla áherslu á vönduð vinnubrögð og fagmennsku sem tryggir betur að þetta einstaka tækifæri Árborgar fari ekki forgörðum, fjármunir séu nýttir betur, grunnþjónusta sé örugga og fumlaus og ákvarðanataka faglegri. Það vill enginn búa í sveitarfélagi sem fjárfestir ekki í velsæld íbúa en hendir þess í stað fjármunum í óþarfar framkvæmdir, málssóknar kostnað og skaðabætur vegna lélegrar stjórnsýslu. Við þurfum ekki á neinum Bragga að halda.Sýnum framsýni og pólitískt hugrekki til að breyta og bæta.Framtíðin er núna!Kjósum x-Á Höfundur er stjórnmálafræðingur, varabæjarfulltrúi og oddviti Á lista Áfram Árborgar.
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar
Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar
Skoðun Rödd mannréttinda, jöfnuðar og jafnréttis þarf að hljóma á Alþingi Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Af hverju er nauðsyn að fá Sósíalista inn á þing og í næstu ríkisstjórn? Ólafur H. Ólafsson skrifar
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun