Árborg er stórborg Álfheiður Eymarsdóttir skrifar 19. apríl 2022 17:01 Árborg er sveitarfélag í örum vexti og breytist hratt. Þar sem áður þekktu allir alla, er nú komin borgarbragur á sveitarfélagið okkar. Ef sveitarfélagið á að halda í við þessar öru breytingar og mikla vöxt, þá þarf stjórnsýslan að þróast með. Ef við ætlum að halda sveitarfélaginu sem óskastað ungs fjölskyldufólks, viðhalda vexti og grunnþjónustu fyrir alla þá höfum við ekki efni á því að taka afdrifaríkar ákvarðanir í heita pottinum, í fermingarveislum eða reykmettuðum bakherbergjum. Fólksfjölgunin er tækifæri, vaxtarverkirnir eðlilegir og við eigum að líta á meiri útgjöld sem fylgja örum vexti sveitarfélagsins sem fjárfestingu í framtíðinni. Þetta er lúxus vandamál á meðan mörg byggðarlög eru skilgreind sem brothættar byggðir eða eru í vanda vegna fólksfækkunar. Við hjá Áfram Árborg lítum á þetta sem lúxus tækifæri. Vönduð vinnubrögð Þá ríður á vönduð vinnubrögð við alla ákvarðanatöku og stranga forgangsröðun. Allra mikilvægast er að vanda til verka, hafa til reiðu nauðsynleg gögn og taka upplýstar ákvarðanir. Ákvarðanir um hvaða framkvæmdir og fjárfestingar er lagst í, ákvarðanir um hvar þurfi að bæta í rekstrarfé, hvar þarf meira fólk á gólfinu til að veita þjónustuna og hvernig laun það á skilið og að lokum, hvað má bíða betri tíma.Þá er líka nauðsynlegt að halda vel á fjármálum og forgangsraða fjármunum í það sem skiptir mestu máli: Grunnþjónustu við íbúa, lögbundin verkefni sveitarfélagsins, framkvæmdir og verkefni sem ríma inn í þá björtu framtíðarsýn sem við sjáum fyrir stórborgina Árborg. Fúsk er dýrt - framsýni borgar sig Við megum ekki við því að henda skattfé í það sem skiptir litlu máli og er illa úthugsað. Við höfum ekki efni á að eyða fjármunum vegna málssókna á hendur sveitarfélaginu vegna óvandaðrar ákvarðanatöku. Árborg eyðir of miklum tíma og fjármunum í að slökkva elda, að bregðast við í stað þess að móta stefnu til framtíðar og fylgja henni. Við eigum dýrmætan mannauð sem okkur ber skylda til að nýta vel og hlusta á. Sveitarfélagið nýtir ekki nægilega vel sérfræðiþekkingu sem liggur í nefndum, hjá starfsfólki og íbúum. Margt af þessu hefur batnað til muna á nýliðnu kjörtímabili en við þurfum enn að gera betur. Í of mörgum tilfellum fara málefni framhjá nefndum sveitarfélagsins og send beint í bæjarráð eða til bæjarfulltrúa. Oft eru þau illa reifuð og lítið undirbúin en það er strax tekin ákvörðun. Það er svo happa og glappa hvort ákvörðunin var skynsamleg eða ekki. Nefndir sveitarfélagsins eru ekki til skrauts. Þær hafa hlutverk, sumar hverjar lögbundið hlutverk og eiga að sinna því. Sem dæmi er fjárhagsáætlun Árborgar ítrekað farin beint til bæjarfulltrúa án þess að viðeigandi nefnd fjalli um rekstur viðeigandi málaflokks og sendi til bæjarstjórnar vel ígrundaða tillögu um fjárhagsáætlun næsta árs. Þetta myndi létta vinnuna fyrir bæjarfulltrúa, fylgigögn og rökstuðningur lægi fyrir þegar þeir fá áætlanir í hendur.Ég vil einnig benda á að þegar ákvarðanir eru teknar án þess að hafa gengið í gegnum réttan, stjórnsýslulegan farveg þá er það brot á lögum og eykur líkurnar á því að ákvarðanir geti orðið íbúum dýrkeyptar, hlutir fari fram úr fjárhagsáætlunum vegna óvandaðra vinnubragða og þess vegna erum við að drukkna úr viðaukum við fjárhagsáætlun. Hugsum ekki í kjörtímabilum Við hjá Á lista Áfram Árborgar leggjum mikla áherslu á vönduð vinnubrögð og fagmennsku sem tryggir betur að þetta einstaka tækifæri Árborgar fari ekki forgörðum, fjármunir séu nýttir betur, grunnþjónusta sé örugga og fumlaus og ákvarðanataka faglegri. Það vill enginn búa í sveitarfélagi sem fjárfestir ekki í velsæld íbúa en hendir þess í stað fjármunum í óþarfar framkvæmdir, málssóknar kostnað og skaðabætur vegna lélegrar stjórnsýslu. Við þurfum ekki á neinum Bragga að halda.Sýnum framsýni og pólitískt hugrekki til að breyta og bæta.Framtíðin er núna!Kjósum x-Á Höfundur er stjórnmálafræðingur, varabæjarfulltrúi og oddviti Á lista Áfram Árborgar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árborg Sveitarstjórnarkosningar 2022 Álfheiður Eymarsdóttir Skoðun: Kosningar 2022 Píratar Mest lesið Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Skoðun Rasismi og fasismi í lögum um útlendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Að skipta þjóðinni í tvo hópa Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ferðaþjónustufólk kemur saman Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin: Samvinna manna og véla fyrir sjálfbæra framtíð Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Það borgar sig að bíða Hildur Eiríksdóttir skrifar Skoðun Frá rafvæðingu til vitvæðingar – framfaraöldin sem ruddi brautina til farsællar framtíðar Árni Sigurðsson skrifar Sjá meira
Árborg er sveitarfélag í örum vexti og breytist hratt. Þar sem áður þekktu allir alla, er nú komin borgarbragur á sveitarfélagið okkar. Ef sveitarfélagið á að halda í við þessar öru breytingar og mikla vöxt, þá þarf stjórnsýslan að þróast með. Ef við ætlum að halda sveitarfélaginu sem óskastað ungs fjölskyldufólks, viðhalda vexti og grunnþjónustu fyrir alla þá höfum við ekki efni á því að taka afdrifaríkar ákvarðanir í heita pottinum, í fermingarveislum eða reykmettuðum bakherbergjum. Fólksfjölgunin er tækifæri, vaxtarverkirnir eðlilegir og við eigum að líta á meiri útgjöld sem fylgja örum vexti sveitarfélagsins sem fjárfestingu í framtíðinni. Þetta er lúxus vandamál á meðan mörg byggðarlög eru skilgreind sem brothættar byggðir eða eru í vanda vegna fólksfækkunar. Við hjá Áfram Árborg lítum á þetta sem lúxus tækifæri. Vönduð vinnubrögð Þá ríður á vönduð vinnubrögð við alla ákvarðanatöku og stranga forgangsröðun. Allra mikilvægast er að vanda til verka, hafa til reiðu nauðsynleg gögn og taka upplýstar ákvarðanir. Ákvarðanir um hvaða framkvæmdir og fjárfestingar er lagst í, ákvarðanir um hvar þurfi að bæta í rekstrarfé, hvar þarf meira fólk á gólfinu til að veita þjónustuna og hvernig laun það á skilið og að lokum, hvað má bíða betri tíma.Þá er líka nauðsynlegt að halda vel á fjármálum og forgangsraða fjármunum í það sem skiptir mestu máli: Grunnþjónustu við íbúa, lögbundin verkefni sveitarfélagsins, framkvæmdir og verkefni sem ríma inn í þá björtu framtíðarsýn sem við sjáum fyrir stórborgina Árborg. Fúsk er dýrt - framsýni borgar sig Við megum ekki við því að henda skattfé í það sem skiptir litlu máli og er illa úthugsað. Við höfum ekki efni á að eyða fjármunum vegna málssókna á hendur sveitarfélaginu vegna óvandaðrar ákvarðanatöku. Árborg eyðir of miklum tíma og fjármunum í að slökkva elda, að bregðast við í stað þess að móta stefnu til framtíðar og fylgja henni. Við eigum dýrmætan mannauð sem okkur ber skylda til að nýta vel og hlusta á. Sveitarfélagið nýtir ekki nægilega vel sérfræðiþekkingu sem liggur í nefndum, hjá starfsfólki og íbúum. Margt af þessu hefur batnað til muna á nýliðnu kjörtímabili en við þurfum enn að gera betur. Í of mörgum tilfellum fara málefni framhjá nefndum sveitarfélagsins og send beint í bæjarráð eða til bæjarfulltrúa. Oft eru þau illa reifuð og lítið undirbúin en það er strax tekin ákvörðun. Það er svo happa og glappa hvort ákvörðunin var skynsamleg eða ekki. Nefndir sveitarfélagsins eru ekki til skrauts. Þær hafa hlutverk, sumar hverjar lögbundið hlutverk og eiga að sinna því. Sem dæmi er fjárhagsáætlun Árborgar ítrekað farin beint til bæjarfulltrúa án þess að viðeigandi nefnd fjalli um rekstur viðeigandi málaflokks og sendi til bæjarstjórnar vel ígrundaða tillögu um fjárhagsáætlun næsta árs. Þetta myndi létta vinnuna fyrir bæjarfulltrúa, fylgigögn og rökstuðningur lægi fyrir þegar þeir fá áætlanir í hendur.Ég vil einnig benda á að þegar ákvarðanir eru teknar án þess að hafa gengið í gegnum réttan, stjórnsýslulegan farveg þá er það brot á lögum og eykur líkurnar á því að ákvarðanir geti orðið íbúum dýrkeyptar, hlutir fari fram úr fjárhagsáætlunum vegna óvandaðra vinnubragða og þess vegna erum við að drukkna úr viðaukum við fjárhagsáætlun. Hugsum ekki í kjörtímabilum Við hjá Á lista Áfram Árborgar leggjum mikla áherslu á vönduð vinnubrögð og fagmennsku sem tryggir betur að þetta einstaka tækifæri Árborgar fari ekki forgörðum, fjármunir séu nýttir betur, grunnþjónusta sé örugga og fumlaus og ákvarðanataka faglegri. Það vill enginn búa í sveitarfélagi sem fjárfestir ekki í velsæld íbúa en hendir þess í stað fjármunum í óþarfar framkvæmdir, málssóknar kostnað og skaðabætur vegna lélegrar stjórnsýslu. Við þurfum ekki á neinum Bragga að halda.Sýnum framsýni og pólitískt hugrekki til að breyta og bæta.Framtíðin er núna!Kjósum x-Á Höfundur er stjórnmálafræðingur, varabæjarfulltrúi og oddviti Á lista Áfram Árborgar.
Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar
Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar
Skoðun Fimmta iðnbyltingin: Samvinna manna og véla fyrir sjálfbæra framtíð Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frá rafvæðingu til vitvæðingar – framfaraöldin sem ruddi brautina til farsællar framtíðar Árni Sigurðsson skrifar
Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun