„Við eigum bara daga eða klukkutíma eftir“ Atli Ísleifsson skrifar 20. apríl 2022 06:55 Úkraínski hershöfðinginn Serhiy Volyna vill að óbreyttum borgurum verði komið örugglega í burtu frá stálverksmiðjunni í Mariupol. EPA „Við eigum bara daga eða klukkutíma eftir. Hjálpið okkur.“ Þetta sagði úkraínski herforinginn Serhiy Volyna, sem hefst nú við í stálverksmiðju í Mariupol ásamt fjölda úkraínskra hermanna og almennra borgara, í ávarpi í gærkvöldi. Rússneski herinn hefur sett hermönnunum úrslitakosti, að leggja niður vopn fyrir klukkan 11 í dag. Talsmenn úkraínskra yfirvalda segja það ekki standa til. Harðir bardagar hafa staðið í Mariupol allt frá upphafi innrásarinnar í lok febrúar og hafa hundruð þúsunda Úkraínumanna þurft að lifa þar án vatns og rafmagns. Rússar hafa umkringt borgina og eru síðustu úkraínsku hermennirnir nú í stálverksmiðjunni Azovtal. Úkraínska leyniþjónustan kveðst hafa upplýsingar um að Vladimír Pútín Rússlandsforseti hafi ákveðið að bæla niður síðustu andspyrnuna í Mariupol, sama hvað. Í frétt CNN segir að Volyna hafi biðlað til heimsbyggðarinnar í gærkvöldi þar sem hann bað um aðstoð. „Ég er með skilaboð til heimsins. Þetta kunna að verða mín hinstu skilaboð. Við eigum bara daga eða klukkutíma eftir. Hjálpið okkur.“ Hann sagðist vilja að óbreyttir borgarar sem hafast við í Azovtal verði fluttir á brott með þyrlum á örugg svæði. Sagðist hann vona að leiðtogar heims sammælist um að ráðist verði í slíka aðgerð. „Við erum fullkomlega umkringd. Það eru líka um fimm hundruð særðir hermenn hérna sem fá enga aðhlynningu. Þeir rotna bókstaflega. Það eru líka almennir borgarar sem þjást eftir sprengingar,“ segir Volyna sem segir Rússa beita loftárásum og stórskotahernaði. Hann segir Rússa á svæðinu nú vera margfalt fleiri en Úkraínumenn og að þeir hafi yfirburði þegar kemur að vopnum. „En við munum berjast til síðasta manns. Tíminn fer hins vegar að verða á þrotum.“ Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Hernaður Tengdar fréttir Vaktin: Rússar setja hermönnum í Mariupol úrslitakosti Rússneski herinn hefur sett úkraínskum hermönnum í hafnarborginni Mariupol úrslitakosti og fyrirskipað þeim að leggja niður vopn fyrir klukkan 11 í dag. Hermennirnir hafast nú við á iðnaðarsvæði í borginni, auk almennra borgara. Talsmenn úkraínskra yfirvalda segja hins vegar að áfram verði unnið að því að verja borgina frá innrásarhernum. 20. apríl 2022 06:25 Mest lesið „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Fleiri fréttir Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Sjá meira
Rússneski herinn hefur sett hermönnunum úrslitakosti, að leggja niður vopn fyrir klukkan 11 í dag. Talsmenn úkraínskra yfirvalda segja það ekki standa til. Harðir bardagar hafa staðið í Mariupol allt frá upphafi innrásarinnar í lok febrúar og hafa hundruð þúsunda Úkraínumanna þurft að lifa þar án vatns og rafmagns. Rússar hafa umkringt borgina og eru síðustu úkraínsku hermennirnir nú í stálverksmiðjunni Azovtal. Úkraínska leyniþjónustan kveðst hafa upplýsingar um að Vladimír Pútín Rússlandsforseti hafi ákveðið að bæla niður síðustu andspyrnuna í Mariupol, sama hvað. Í frétt CNN segir að Volyna hafi biðlað til heimsbyggðarinnar í gærkvöldi þar sem hann bað um aðstoð. „Ég er með skilaboð til heimsins. Þetta kunna að verða mín hinstu skilaboð. Við eigum bara daga eða klukkutíma eftir. Hjálpið okkur.“ Hann sagðist vilja að óbreyttir borgarar sem hafast við í Azovtal verði fluttir á brott með þyrlum á örugg svæði. Sagðist hann vona að leiðtogar heims sammælist um að ráðist verði í slíka aðgerð. „Við erum fullkomlega umkringd. Það eru líka um fimm hundruð særðir hermenn hérna sem fá enga aðhlynningu. Þeir rotna bókstaflega. Það eru líka almennir borgarar sem þjást eftir sprengingar,“ segir Volyna sem segir Rússa beita loftárásum og stórskotahernaði. Hann segir Rússa á svæðinu nú vera margfalt fleiri en Úkraínumenn og að þeir hafi yfirburði þegar kemur að vopnum. „En við munum berjast til síðasta manns. Tíminn fer hins vegar að verða á þrotum.“
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Hernaður Tengdar fréttir Vaktin: Rússar setja hermönnum í Mariupol úrslitakosti Rússneski herinn hefur sett úkraínskum hermönnum í hafnarborginni Mariupol úrslitakosti og fyrirskipað þeim að leggja niður vopn fyrir klukkan 11 í dag. Hermennirnir hafast nú við á iðnaðarsvæði í borginni, auk almennra borgara. Talsmenn úkraínskra yfirvalda segja hins vegar að áfram verði unnið að því að verja borgina frá innrásarhernum. 20. apríl 2022 06:25 Mest lesið „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Fleiri fréttir Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Sjá meira
Vaktin: Rússar setja hermönnum í Mariupol úrslitakosti Rússneski herinn hefur sett úkraínskum hermönnum í hafnarborginni Mariupol úrslitakosti og fyrirskipað þeim að leggja niður vopn fyrir klukkan 11 í dag. Hermennirnir hafast nú við á iðnaðarsvæði í borginni, auk almennra borgara. Talsmenn úkraínskra yfirvalda segja hins vegar að áfram verði unnið að því að verja borgina frá innrásarhernum. 20. apríl 2022 06:25