Þögn ríkir hjá FH um málefni Eggerts Sindri Sverrisson skrifar 20. apríl 2022 09:32 Eggert Gunnþór Jónsson er með samning við FH sem gildir til loka keppnistímabilsins í október. VÍSIR/HULDA MARGRÉT Fundað var um stöðu knattspyrnumannsins Eggerts Gunnþórs Jónssonar hjá FH í Kaplakrika í gær vegna gagnrýni á veru hans í liði FH á sama tíma og embætti héraðssaksóknara er með mál hans til skoðunar. Eggert var í byrjunarliði FH gegn Víkingi á mánudagskvöld, í fyrstu umferð Bestu deildar karla í fótbolta. Á meðal þeirra sem gagnrýndu þá staðreynd var Martin Hermannsson, landsliðsmaður í körfubolta, sem spurði: „Er eðlilegt að menn sem eru undir lögreglurannsókn vegna grófs kynferðisofbeldis séu í byrjunarliði í @bestadeildin?“ Fleiri hafa gagnrýnt FH-inga, þar á meðal Arnar Sveinn Geirsson, forseti Leikmannasamtaka Íslands. Nei, það er mjög óeðlilegt. Sama um hvern ræðir, sama um hvers konar ofbeldismál er að ræða, að þá ætti það að vera mjög skýr og eðlileg krafa að viðkomandi spili ekki á meðan lögreglurannsókn er opin og í gangi. https://t.co/ASOsUOhm7A— Arnar Sveinn (@arnarsveinn) April 18, 2022 Fundahöld FH-inga í gær virðast ekki hafa haft neinar breytingar í för með sér en búast má við að áfram verði fundað um stöðuna. Lögregla tók í haust til rannsóknar mál Eggerts og Arons Einars Gunnarssonar sem voru kærðir fyrir að hafa brotið á konu í Kaupmannahöfn árið 2010. Báðir hafa þeir lýst opinberlega yfir sakleysi sínu. Rannsókn málsins lauk í febrúar og er það nú á borði héraðssaksóknara sem ákveður hvort gefin verði út ákæra eða málið látið niður falla. Þrátt fyrir að málið hafi vofað yfir Kaplakrika í allan vetur, og raunar frá síðasta sumri þegar í ljós kom að Eggert væri sakaður um kynferðisbrot, virðast viðbrögðin við því að hann spilaði á mánudag hafa komið FH-ingum á óvart. FH-ingar hafa þannig varist allra frétta af því hvernig þeir ætli að bregðast við. Valdimar Svavarsson, formaður knattspyrnudeildar FH, svaraði ekki í síma í gær. Viðar Halldórsson, formaður félagsins, svaraði en sagðist ekki ætla að tjá sig um málið og vísaði á Davíð Þór Viðarsson sem ráðinn var yfirmaður knattspyrnumála hjá FH í desember. Davíð, sem geta má að er sonur Viðars, kvaðst ekki ætla að tjá sig um málið að svo stöddu. Sinnti þjálfun hjá elstu flokkum í vetur Eggert gekk í raðir FH sumarið 2020, þegar þessi 33 ára Eskfirðingur sneri heim til Íslands eftir 15 ára atvinnumannsferil, og er hann með samning við félagið sem gildir til loka þessa árs. Samhliða því að spila fyrir aðallið FH hefur Eggert einnig sinnt afreksþjálfun hjá yngri flokkum félagsins. Samkvæmt upplýsingum Vísis sinnti hann þeirri þjálfun allt að tvisvar í viku hjá 2. og 3. flokki karla í vetur en hefur ekki þjálfað allra síðustu vikur, í aðdraganda upphafs Íslandsmótsins. Næsti leikur FH er gegn Fram á Kaplakrikavelli á mánudagskvöld. Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Fótbolti Besta deild karla FH Mest lesið Englendingar Evrópumeistarar eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport Æfingaleikur United betur sóttur en úrslitaleikur HM Fótbolti Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna Fótbolti Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök Fótbolti Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti Luiz Diaz til Bayern Fótbolti Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Íslenski boltinn City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti PSG semja við væntanlegan eftirmann Donnarumma Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Fram - Víkingur | Fram getur blandað sér í toppbaráttuna Í beinni: Valur - FH | Sjóðheitir Valsmenn taka á móti slakasta útivallaliðinu Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ Sjá meira
Eggert var í byrjunarliði FH gegn Víkingi á mánudagskvöld, í fyrstu umferð Bestu deildar karla í fótbolta. Á meðal þeirra sem gagnrýndu þá staðreynd var Martin Hermannsson, landsliðsmaður í körfubolta, sem spurði: „Er eðlilegt að menn sem eru undir lögreglurannsókn vegna grófs kynferðisofbeldis séu í byrjunarliði í @bestadeildin?“ Fleiri hafa gagnrýnt FH-inga, þar á meðal Arnar Sveinn Geirsson, forseti Leikmannasamtaka Íslands. Nei, það er mjög óeðlilegt. Sama um hvern ræðir, sama um hvers konar ofbeldismál er að ræða, að þá ætti það að vera mjög skýr og eðlileg krafa að viðkomandi spili ekki á meðan lögreglurannsókn er opin og í gangi. https://t.co/ASOsUOhm7A— Arnar Sveinn (@arnarsveinn) April 18, 2022 Fundahöld FH-inga í gær virðast ekki hafa haft neinar breytingar í för með sér en búast má við að áfram verði fundað um stöðuna. Lögregla tók í haust til rannsóknar mál Eggerts og Arons Einars Gunnarssonar sem voru kærðir fyrir að hafa brotið á konu í Kaupmannahöfn árið 2010. Báðir hafa þeir lýst opinberlega yfir sakleysi sínu. Rannsókn málsins lauk í febrúar og er það nú á borði héraðssaksóknara sem ákveður hvort gefin verði út ákæra eða málið látið niður falla. Þrátt fyrir að málið hafi vofað yfir Kaplakrika í allan vetur, og raunar frá síðasta sumri þegar í ljós kom að Eggert væri sakaður um kynferðisbrot, virðast viðbrögðin við því að hann spilaði á mánudag hafa komið FH-ingum á óvart. FH-ingar hafa þannig varist allra frétta af því hvernig þeir ætli að bregðast við. Valdimar Svavarsson, formaður knattspyrnudeildar FH, svaraði ekki í síma í gær. Viðar Halldórsson, formaður félagsins, svaraði en sagðist ekki ætla að tjá sig um málið og vísaði á Davíð Þór Viðarsson sem ráðinn var yfirmaður knattspyrnumála hjá FH í desember. Davíð, sem geta má að er sonur Viðars, kvaðst ekki ætla að tjá sig um málið að svo stöddu. Sinnti þjálfun hjá elstu flokkum í vetur Eggert gekk í raðir FH sumarið 2020, þegar þessi 33 ára Eskfirðingur sneri heim til Íslands eftir 15 ára atvinnumannsferil, og er hann með samning við félagið sem gildir til loka þessa árs. Samhliða því að spila fyrir aðallið FH hefur Eggert einnig sinnt afreksþjálfun hjá yngri flokkum félagsins. Samkvæmt upplýsingum Vísis sinnti hann þeirri þjálfun allt að tvisvar í viku hjá 2. og 3. flokki karla í vetur en hefur ekki þjálfað allra síðustu vikur, í aðdraganda upphafs Íslandsmótsins. Næsti leikur FH er gegn Fram á Kaplakrikavelli á mánudagskvöld.
Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Fótbolti Besta deild karla FH Mest lesið Englendingar Evrópumeistarar eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport Æfingaleikur United betur sóttur en úrslitaleikur HM Fótbolti Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna Fótbolti Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök Fótbolti Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti Luiz Diaz til Bayern Fótbolti Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Íslenski boltinn City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti PSG semja við væntanlegan eftirmann Donnarumma Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Fram - Víkingur | Fram getur blandað sér í toppbaráttuna Í beinni: Valur - FH | Sjóðheitir Valsmenn taka á móti slakasta útivallaliðinu Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ Sjá meira
Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti
Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn
Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti