Forysta sem virðir Eflingarfélaga fær virðingu til baka Magnús Freyr Magnússon skrifar 20. apríl 2022 10:31 Ég heiti Magnús Freyr Magnússon og er félagsmaður í Eflingu. Ég er svokallaður „starfsmaður 2 með stuðning” og vinn á leikskóla. Ég brenn fyrir verkalýðsmálum og trúi á lýðræði. Ég er jafnréttissinnaður baráttumaður í húð og hár og ég stend við orð mín undir nafni. Ég kynntist ekki stéttarfélaginu mínu fyrr en árið 2018 þegar það fór að styttast í kosningar til formanns og stjórnar. Einn frambjóðandinn var Sólveig Anna Jónsdóttir. Hún sagðist ætla að umbreyta félaginu í baráttumaskínu fyrir okkur láglaunafólkið. Hún ætlaði að berjast með kjafti og klóm fyrir réttindum og hagsmunum allra félagsmanna. Hún vildi sjá til þess að við værum rétt metin á vinnumarkaðnum. Skilaboðin voru: öll erum við meira virði en það sem okkur er greitt, og þetta er það sem verkalýðsbaráttan snýst um. Þið getið giskað á hvern ég kaus. Sólveig vann með yfirburðum. Skömmu síðar þá bauðst mér að taka þátt í samninganefndinni við Reykjavíkurborg. Mér þótti það alveg ótrúlegt að formaður í öðru stærsta stéttarfélagi landsins skyldi taka á móti mér, spyrja mig um álit á samningunum við Reykjavíkurborg og í alvöru að hlusta á mig! Sólveig tók mark á minni reynslu og upplifun ekkert síður en á menntuðum sérfræðingum. Við börðumst við samninganefnd Reykjavíkurborgar og ríkissáttasemjara í heila 11 mánuði. Þar hélt Sólveig áfram að berjast, ekki bara fyrir betri kjörum, heldur líka fyrir rétti okkar í samninganefndinni til að vera ætíð við borðið þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir samninganefndar borgarinnar til að halda okkur úti. Það er útaf þessari baráttusögu sem ég stend með Sólveigu Önnu. Með hana í brúnni mun Efling ná enn betur til grasrótar félagsins, vinna traust félagsmanna og ná betri samningum fyrir vikið. Í félagsstarfi í Eflingu hefur Sólveig alltaf lagt sig fram um að leyfa öllum að segja sitt á fundum sem voru undir hennar stjórn. Hún sýndi félagsmönnum ávallt virðingu. Eftir að Sólveig sagði af sér í fyrra hef ég sem meðlimur í Trúnaðarráði því miður þurft að horfa upp á félagsstarf í Eflingu sökkva niður á lægra plan. Forystan gat ekki sýnt andstæðingum sínum virðingu, hvað þá blásið fólki baráttuanda í brjóst. Á fundum í Trúnaðarráði voru fundarsköp brotin, og lokað var á mælandaskrá fyrirvaralaust þegar það hentaði forystunni. Sumum var ekki gefið orðið meðan ákveðnir fundarmenn fengu að eigna sér pontuna, þar sem útúrsnúningi og skítkasti var beitt. Ég vil ekki taka þátt í félagsstarfi sem gengur út á að sóa tíma félagsfólks í niðurrif. Það er vanvirðing við félagsmenn. Til þess að geta komið á fundi í Eflingu þá þarf fólk að leggja heilmikið á sig. Margir þurfa að mæta til vinnu snemma daginn eftir, sumir þurfa að redda sér barnapössun, aðrir þurfa að keyra yfir heiðina og svo mætti lengi telja. Ég vil ekki sjá uppbygginguna á félagsstarfi í Eflingu fara í súginn. Mér finnst kominn tími til að þau sem töpuðu í kosningunum árið 2022 viðurkenni sinn ósigur og finni sér betra að gera en stöðugan hernað gegn þeim sem sigruðu. Félagið okkar á að vera að beita sér fyrir réttlætismálum láglaunafólks og almennings. Við þurfum að skoða hvernig við getum styrkt rödd okkar innan ASÍ. Við eigum að vera að rýna í fréttir um bankasölur, taka afstöðu og láta í okkur heyra. Við eigum að einbeita okkur að vanda okkar félagsmanna, sem eiga ekki fyrir mánaðarlegu útgjöldunum eða uppihaldi út mánuðinn. Við eigum að hugsa um félaga okkar sem eru öryrkjar og hvernig þeir geti fengið aðgengi að vinnumarkaðnum án endalausra skerðinga. Og auðvitað eigum við að vera að undirbúa okkur fyrir komandi kjarasamninga. En hér erum við, föst í endalausri bull-umræðu um skipulagsbreytingar á skrifstofu Eflingar. Beinum orkunni okkar í stóru málin. Ég treysti nýkjörinni stjórn Eflingar og formanni til að leiða okkur þar og, já, til að ákveða hvernig sé best að reka skrifstofu félagsins út frá hagsmunum okkar félagsmanna. Lengi lifi baráttan! Höfundur er félagi í Eflingu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólga innan Eflingar Stéttarfélög Mest lesið Halldór 12.07.25 Halldór Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Sjá meira
Ég heiti Magnús Freyr Magnússon og er félagsmaður í Eflingu. Ég er svokallaður „starfsmaður 2 með stuðning” og vinn á leikskóla. Ég brenn fyrir verkalýðsmálum og trúi á lýðræði. Ég er jafnréttissinnaður baráttumaður í húð og hár og ég stend við orð mín undir nafni. Ég kynntist ekki stéttarfélaginu mínu fyrr en árið 2018 þegar það fór að styttast í kosningar til formanns og stjórnar. Einn frambjóðandinn var Sólveig Anna Jónsdóttir. Hún sagðist ætla að umbreyta félaginu í baráttumaskínu fyrir okkur láglaunafólkið. Hún ætlaði að berjast með kjafti og klóm fyrir réttindum og hagsmunum allra félagsmanna. Hún vildi sjá til þess að við værum rétt metin á vinnumarkaðnum. Skilaboðin voru: öll erum við meira virði en það sem okkur er greitt, og þetta er það sem verkalýðsbaráttan snýst um. Þið getið giskað á hvern ég kaus. Sólveig vann með yfirburðum. Skömmu síðar þá bauðst mér að taka þátt í samninganefndinni við Reykjavíkurborg. Mér þótti það alveg ótrúlegt að formaður í öðru stærsta stéttarfélagi landsins skyldi taka á móti mér, spyrja mig um álit á samningunum við Reykjavíkurborg og í alvöru að hlusta á mig! Sólveig tók mark á minni reynslu og upplifun ekkert síður en á menntuðum sérfræðingum. Við börðumst við samninganefnd Reykjavíkurborgar og ríkissáttasemjara í heila 11 mánuði. Þar hélt Sólveig áfram að berjast, ekki bara fyrir betri kjörum, heldur líka fyrir rétti okkar í samninganefndinni til að vera ætíð við borðið þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir samninganefndar borgarinnar til að halda okkur úti. Það er útaf þessari baráttusögu sem ég stend með Sólveigu Önnu. Með hana í brúnni mun Efling ná enn betur til grasrótar félagsins, vinna traust félagsmanna og ná betri samningum fyrir vikið. Í félagsstarfi í Eflingu hefur Sólveig alltaf lagt sig fram um að leyfa öllum að segja sitt á fundum sem voru undir hennar stjórn. Hún sýndi félagsmönnum ávallt virðingu. Eftir að Sólveig sagði af sér í fyrra hef ég sem meðlimur í Trúnaðarráði því miður þurft að horfa upp á félagsstarf í Eflingu sökkva niður á lægra plan. Forystan gat ekki sýnt andstæðingum sínum virðingu, hvað þá blásið fólki baráttuanda í brjóst. Á fundum í Trúnaðarráði voru fundarsköp brotin, og lokað var á mælandaskrá fyrirvaralaust þegar það hentaði forystunni. Sumum var ekki gefið orðið meðan ákveðnir fundarmenn fengu að eigna sér pontuna, þar sem útúrsnúningi og skítkasti var beitt. Ég vil ekki taka þátt í félagsstarfi sem gengur út á að sóa tíma félagsfólks í niðurrif. Það er vanvirðing við félagsmenn. Til þess að geta komið á fundi í Eflingu þá þarf fólk að leggja heilmikið á sig. Margir þurfa að mæta til vinnu snemma daginn eftir, sumir þurfa að redda sér barnapössun, aðrir þurfa að keyra yfir heiðina og svo mætti lengi telja. Ég vil ekki sjá uppbygginguna á félagsstarfi í Eflingu fara í súginn. Mér finnst kominn tími til að þau sem töpuðu í kosningunum árið 2022 viðurkenni sinn ósigur og finni sér betra að gera en stöðugan hernað gegn þeim sem sigruðu. Félagið okkar á að vera að beita sér fyrir réttlætismálum láglaunafólks og almennings. Við þurfum að skoða hvernig við getum styrkt rödd okkar innan ASÍ. Við eigum að vera að rýna í fréttir um bankasölur, taka afstöðu og láta í okkur heyra. Við eigum að einbeita okkur að vanda okkar félagsmanna, sem eiga ekki fyrir mánaðarlegu útgjöldunum eða uppihaldi út mánuðinn. Við eigum að hugsa um félaga okkar sem eru öryrkjar og hvernig þeir geti fengið aðgengi að vinnumarkaðnum án endalausra skerðinga. Og auðvitað eigum við að vera að undirbúa okkur fyrir komandi kjarasamninga. En hér erum við, föst í endalausri bull-umræðu um skipulagsbreytingar á skrifstofu Eflingar. Beinum orkunni okkar í stóru málin. Ég treysti nýkjörinni stjórn Eflingar og formanni til að leiða okkur þar og, já, til að ákveða hvernig sé best að reka skrifstofu félagsins út frá hagsmunum okkar félagsmanna. Lengi lifi baráttan! Höfundur er félagi í Eflingu.
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun
Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson Skoðun
Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun
Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson Skoðun
Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun