Handbolti

Strákarnir í Seinni bylgjunni hita upp fyrir úrslitakeppnina og gera upp tímabilið

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Agnar Smári Jónsson, Magnús Óli Magnússon og félagar í Val mæta Fram í átta liða úrslitum Olís-deildar karla annað kvöld. Valsmenn eru handhafar allra þriggja stóru titlanna í íslenskum karlahandbolta.
Agnar Smári Jónsson, Magnús Óli Magnússon og félagar í Val mæta Fram í átta liða úrslitum Olís-deildar karla annað kvöld. Valsmenn eru handhafar allra þriggja stóru titlanna í íslenskum karlahandbolta. vísir/hulda margrét

Úrslitakeppni Olís-deildar karla hefst á morgun og að því tilefni verður Seinni bylgjan með veglegan upphitunarþátt í dag.

Þátturinn er á dagskrá Stöðvar 2 Sports klukkan 18:00 í dag. Þar munu þeir Stefán Árni Pálsson, Theodór Ingi Pálmason og Jóhann Gunnar Einarsson fara yfir viðureignirnar fjórar í átta liða úrslitunum.

Þar mætast Valur (1.) og Fram (8.), Haukar (2.) og KA (7.), ÍBV (3.) og Stjarnan (6.) og FH (4.) og Selfoss (5.).

Auk þess að hita upp fyrir úrslitakeppnina munu strákarnir í Seinni bylgjunni gera upp tímabilið í Olís-deildinni, velja úrvalslið og veita ýmis verðlaun.

Á morgun, Sumardaginn fyrsta, verða tveir leikir sýndir beint á Stöð 2 Sport og einn á föstudaginn. Klukkan 17:00 á morgun verður leikur ÍBV og Stjörnunnar sýndur og klukkan 19:30 er svo komið að leik Vals og Fram. Klukkan 19:30 á föstudaginn verður leikur Hauka og KA sýndur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×