Fyrirsjáanleg íbúafjölgun og uppbygging í Árborg? Bragi Bjarnason skrifar 20. apríl 2022 17:01 Það hefur ekki farið framhjá neinum að íbúafjölgun í Sveitarfélaginu Árborg hefur verið mikil undanfarin ár og hvað þá að hér hefur geisað heimsfaraldur. Það er þó ekki víst að íbúar í Árborg hafi fengið að vita eins mikið af yfirvofandi heitavatnsskorti þar sem stefnan hefur ekki verið í takti við stækkun sveitarfélagsins síðastliðin fjögur ár. Fjárhagsstaða sveitarfélagsins er þar að auki grafalvarleg og ef tekið er mið af 11 mánaða uppgjöri má gera ráð fyrir einum mesta taprekstri sveitarfélags miðað við stærð í komandi ársreikningi fyrir árið 2021 sem verður kynntur á bæjarstjórnarfundi 27.apríl næstkomandi. Er hægt að kenna íbúafjölgun og heimsfaraldri um stefnuleysi? Sterkur grunnur lagður árin 2010-2018 D-listinn í Árborg kom inn í bæjarstjórn árið 2010 með hreinan meirihluta og stórt verkefni fram undan að rétta rekstur sveitarfélagsins af. Það er mjög jákvætt að sá góði grunnur sem lagður var í rekstri Sveitarfélagsins Árborgar á árunum 2010-2018 hafi skapað svigrúm til aukinna framkvæmda á síðasta kjörtímabili. Framkvæmda sem sumar hverjar voru reyndar í áætlunum árið 2018, eins og varanleg viðbygging við leikskólann Álfheima, sem núverandi meirihluti hætti við að byggja og endaði síðan í bráðabirgðalausnum og knattspyrnuhöll á Selfossvelli var tilbúin í útboð. Öll viljum við gera okkar besta fyrir samfélagið og fara vel með þá fjármuni sem íbúar treysta bæjarstjórn fyrir. Það er því slæmt ef góð verkefni sem bæta þjónustu við íbúa og unnið hefur verið að lengi detta út af borðinu einfaldlega af því að það voru kosningar. Það eru góðir stjórnunarhættir að vinna góðar hugmyndir áfram alveg sama hvaðan þær koma. Íbúar geta treyst því að D-listinn í Árborg vill vinna hlutina á þann hátt. Fyrirsjáanleiki til framtíðar Íbúafjölgun í Árborg hefur verið mikil undanfarin ár en ef núverandi meirihluti hefði verið með skýra framtíðaráætlun hefði fjölgunin ekki átt að koma á óvart enda fjölgaði íbúum í Árborg um 6,2% árið 2017. Til samanburðar fjölgaði íbúum um 3,9% árið 2021. Það er sveitarfélagið sem samþykkir deiliskipulag og gefur út leyfi á framkvæmdir t.d. íbúða og því er hægt að sjá fyrir ákveðnar sviðsmyndir um fjölgun. Þessi hugmyndafræði um fyrirsjáanleika og skýra framtíðarsýn er það sem D-listinn vill standa fyrir svo að mikilvægir innviðir á borð við heitt vatn og leik- og grunnskóla séu tilbúnir með varanlegum lausnum í stað bráðabirgðalausna fyrir nýja íbúa. Fjölgun í hvaða samfélagi sem er má nefnilega ekki bitna á þeim íbúum sem fyrir eru. Við skiptum öll jafn miklu máli. Hafðu endilega samband! Íbúar sem vilja vita meira um stefnu D-listans í Árborg geta farið inn á www.xdarborg.is en einnig má hafa beint samband í gegnum xdarborg@xdarborg.is til að fá nánari útskýringar eða senda inn fyrirspurn. Við viljum heyra frá íbúum og ræða þær áherslur sem D-listinn leggur fram enda skiptir það okkur öll máli að vel sé haldið á málunum næstu árin. Árborg okkar allra - þar sem þú skiptir máli. Höfundur er oddviti Sjálfstæðisflokksins í Árborg. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bragi Bjarnason Árborg Sveitarstjórnarkosningar 2022 Skoðun: Kosningar 2022 Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir Skoðun Skjótfenginn gróði í boði íslensks almennings Kristrún Frostadóttir Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Atvinnufrelsi! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir skrifar Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Samráðsdagar á Kjalarnesi Ævar Harðarson skrifar Skoðun Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að mása sig hása til að tefja Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sjónarspil í Istanbul Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfboðaliðinn er hornsteinninn Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Það hefur ekki farið framhjá neinum að íbúafjölgun í Sveitarfélaginu Árborg hefur verið mikil undanfarin ár og hvað þá að hér hefur geisað heimsfaraldur. Það er þó ekki víst að íbúar í Árborg hafi fengið að vita eins mikið af yfirvofandi heitavatnsskorti þar sem stefnan hefur ekki verið í takti við stækkun sveitarfélagsins síðastliðin fjögur ár. Fjárhagsstaða sveitarfélagsins er þar að auki grafalvarleg og ef tekið er mið af 11 mánaða uppgjöri má gera ráð fyrir einum mesta taprekstri sveitarfélags miðað við stærð í komandi ársreikningi fyrir árið 2021 sem verður kynntur á bæjarstjórnarfundi 27.apríl næstkomandi. Er hægt að kenna íbúafjölgun og heimsfaraldri um stefnuleysi? Sterkur grunnur lagður árin 2010-2018 D-listinn í Árborg kom inn í bæjarstjórn árið 2010 með hreinan meirihluta og stórt verkefni fram undan að rétta rekstur sveitarfélagsins af. Það er mjög jákvætt að sá góði grunnur sem lagður var í rekstri Sveitarfélagsins Árborgar á árunum 2010-2018 hafi skapað svigrúm til aukinna framkvæmda á síðasta kjörtímabili. Framkvæmda sem sumar hverjar voru reyndar í áætlunum árið 2018, eins og varanleg viðbygging við leikskólann Álfheima, sem núverandi meirihluti hætti við að byggja og endaði síðan í bráðabirgðalausnum og knattspyrnuhöll á Selfossvelli var tilbúin í útboð. Öll viljum við gera okkar besta fyrir samfélagið og fara vel með þá fjármuni sem íbúar treysta bæjarstjórn fyrir. Það er því slæmt ef góð verkefni sem bæta þjónustu við íbúa og unnið hefur verið að lengi detta út af borðinu einfaldlega af því að það voru kosningar. Það eru góðir stjórnunarhættir að vinna góðar hugmyndir áfram alveg sama hvaðan þær koma. Íbúar geta treyst því að D-listinn í Árborg vill vinna hlutina á þann hátt. Fyrirsjáanleiki til framtíðar Íbúafjölgun í Árborg hefur verið mikil undanfarin ár en ef núverandi meirihluti hefði verið með skýra framtíðaráætlun hefði fjölgunin ekki átt að koma á óvart enda fjölgaði íbúum í Árborg um 6,2% árið 2017. Til samanburðar fjölgaði íbúum um 3,9% árið 2021. Það er sveitarfélagið sem samþykkir deiliskipulag og gefur út leyfi á framkvæmdir t.d. íbúða og því er hægt að sjá fyrir ákveðnar sviðsmyndir um fjölgun. Þessi hugmyndafræði um fyrirsjáanleika og skýra framtíðarsýn er það sem D-listinn vill standa fyrir svo að mikilvægir innviðir á borð við heitt vatn og leik- og grunnskóla séu tilbúnir með varanlegum lausnum í stað bráðabirgðalausna fyrir nýja íbúa. Fjölgun í hvaða samfélagi sem er má nefnilega ekki bitna á þeim íbúum sem fyrir eru. Við skiptum öll jafn miklu máli. Hafðu endilega samband! Íbúar sem vilja vita meira um stefnu D-listans í Árborg geta farið inn á www.xdarborg.is en einnig má hafa beint samband í gegnum xdarborg@xdarborg.is til að fá nánari útskýringar eða senda inn fyrirspurn. Við viljum heyra frá íbúum og ræða þær áherslur sem D-listinn leggur fram enda skiptir það okkur öll máli að vel sé haldið á málunum næstu árin. Árborg okkar allra - þar sem þú skiptir máli. Höfundur er oddviti Sjálfstæðisflokksins í Árborg.
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar
Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar