Burðardýr hætt komið og gekkst undir aðgerð Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 20. apríl 2022 18:53 Það sem af er ári hafa 18 farþegar verið kærðir fyrir innflutning fíkniefna eða fíknilyfja á Keflavíkurflugvelli. Vísir/Vilhelm Karlmaður um þrítugt var hætt kominn um páskana eftir að hafa reynt að flytja þrjátíu pakkningar af kókaíni til landsins innvortis. Framkvæma þurfti á honum aðgerð á Landspítalanum til bjarga lífi hans. Innflutningur á fíkniefnum og fíknilyfjum á Keflavíkurflugvelli hefur stóraukist á milli ára. Á fyrstu fjórum mánuðum ársins hefur verið lagt hald á meira af oxycontin en á öllu árinu í fyrra. Maðurinn leitaði sjálfur á Landspítalann vegna verkja og óskaði þar eftir aðstoð lögreglu að sögn Gríms Grímssonar yfirlögregluþjóns miðlægrar rannsóknardeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Í ljós kom á spítalanum að maðurinn var með ríflega þrjátíu pakkningar af kókaíni innvortis. Framkvæma þurfti aðgerð á honum hratt vegna innvortis áverka og hlaut maðurinn varanlegan skaða af. Grímur segir mál, þar sem aðstoða þurfi burðardýr við að ná fíkniefnum úr líkama þeirra með skurðaðgerð, ekki algeng hér á landi. Maðurinn sem er erlendur ríkisborgari kom hingað til lands frá Spáni samkvæmt heimildum fréttastofu. Hann hefur hann nú verið úrskurðaður í farbann til 14. maí. Magn fíknilyfja í ár meira en í fyrra Samkvæmt upplýsingum frá Tollgæslunni þá hafa það sem af er ári 18 farþegar verið kærðir fyrir innflutning fíkniefna eða fíknilyfja á Keflavíkurflugvelli. Fjórir af þeim voru með lyfin innvortis. Magnið af kókaíni sem gert hefur verið upptækt það sem af er ári er orðið nærri jafn mikið og allt árið í fyrra þá var það 3 kg en núna hafa 2,5 kg fundist. Þá er magnið af fíknilyfjum sem fundist hefur það sem af er ári, líkt og oxycontin, orðið meira en allt árið í fyrra en þá fundust 19 þúsund töflur en nú 25 þúsund töflur. „Þróunin hefur verið sú að þetta er að aukast aftur. Við erum komin í átján mál núna samanborið við tuttugu og átta mál allt árið í fyrra,“ segir Guðrún Sólveig Ríkarðsdóttir yfirtollvörður á Keflavíkurflugvelli en málum sem þessum fækkaði þegar kórónuveirufaraldurinn stóð sem hæst. Guðrún Sólveig Ríkarðsdóttir yfirtollvörður á Keflavíkurflugvelli segir að mál sem þessi séu að aukast á ný eftir að hafa fækkað á meðan kórónuveirufaraldurinn stóð sem hæst. Vísir/Egill Hún segir allt reynt til að koma efnunum inn í landið. „Þetta geta verið burðardýr sem sagt með innvortis, þetta getur verið innanklæða sem sagt annað hvort á líkama eða saumað í fatnað og þetta getur einnig verið í farangri. Þá er þetta falið á ýmsan hátt. Við erum að sjá falið í matvælum, meðal annars bara á milli í sælgæti, spreybrúsum, raftækjum, fölskum botnum á ferðatöskum og svo framvegis. Það eru bara endalausar leiðir í því.“ Þá er erfitt að segja til um hversu margir sleppa í gegn án þess að nást. „Miðað við bara það sem er í umferð þá vitum við það að það er alltaf töluvert sem fer í gegn þannig að okkar bara er að reyna að ná sem mest á landamærum.“ Fíkniefnabrot Keflavíkurflugvöllur Smygl Lögreglumál Tengdar fréttir Mannlaus flugvöllur skilar sér í færri fíkniefnamálum Í heilan mánuð hefur ekkert fíkniefnamál komið upp á Keflavíkurflugvelli en á þessum mánuði hefur farþegum um flugvöllinn fækkað margfalt á við það sem áður var. Yfirtollvörður segir það hafa sýnt sig að þegar ein flutningsleið á fíkniefnum til landsins lokast þá nýti menn aðrar leiðir. 3. apríl 2020 22:30 Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Fleiri fréttir Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Sjá meira
Innflutningur á fíkniefnum og fíknilyfjum á Keflavíkurflugvelli hefur stóraukist á milli ára. Á fyrstu fjórum mánuðum ársins hefur verið lagt hald á meira af oxycontin en á öllu árinu í fyrra. Maðurinn leitaði sjálfur á Landspítalann vegna verkja og óskaði þar eftir aðstoð lögreglu að sögn Gríms Grímssonar yfirlögregluþjóns miðlægrar rannsóknardeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Í ljós kom á spítalanum að maðurinn var með ríflega þrjátíu pakkningar af kókaíni innvortis. Framkvæma þurfti aðgerð á honum hratt vegna innvortis áverka og hlaut maðurinn varanlegan skaða af. Grímur segir mál, þar sem aðstoða þurfi burðardýr við að ná fíkniefnum úr líkama þeirra með skurðaðgerð, ekki algeng hér á landi. Maðurinn sem er erlendur ríkisborgari kom hingað til lands frá Spáni samkvæmt heimildum fréttastofu. Hann hefur hann nú verið úrskurðaður í farbann til 14. maí. Magn fíknilyfja í ár meira en í fyrra Samkvæmt upplýsingum frá Tollgæslunni þá hafa það sem af er ári 18 farþegar verið kærðir fyrir innflutning fíkniefna eða fíknilyfja á Keflavíkurflugvelli. Fjórir af þeim voru með lyfin innvortis. Magnið af kókaíni sem gert hefur verið upptækt það sem af er ári er orðið nærri jafn mikið og allt árið í fyrra þá var það 3 kg en núna hafa 2,5 kg fundist. Þá er magnið af fíknilyfjum sem fundist hefur það sem af er ári, líkt og oxycontin, orðið meira en allt árið í fyrra en þá fundust 19 þúsund töflur en nú 25 þúsund töflur. „Þróunin hefur verið sú að þetta er að aukast aftur. Við erum komin í átján mál núna samanborið við tuttugu og átta mál allt árið í fyrra,“ segir Guðrún Sólveig Ríkarðsdóttir yfirtollvörður á Keflavíkurflugvelli en málum sem þessum fækkaði þegar kórónuveirufaraldurinn stóð sem hæst. Guðrún Sólveig Ríkarðsdóttir yfirtollvörður á Keflavíkurflugvelli segir að mál sem þessi séu að aukast á ný eftir að hafa fækkað á meðan kórónuveirufaraldurinn stóð sem hæst. Vísir/Egill Hún segir allt reynt til að koma efnunum inn í landið. „Þetta geta verið burðardýr sem sagt með innvortis, þetta getur verið innanklæða sem sagt annað hvort á líkama eða saumað í fatnað og þetta getur einnig verið í farangri. Þá er þetta falið á ýmsan hátt. Við erum að sjá falið í matvælum, meðal annars bara á milli í sælgæti, spreybrúsum, raftækjum, fölskum botnum á ferðatöskum og svo framvegis. Það eru bara endalausar leiðir í því.“ Þá er erfitt að segja til um hversu margir sleppa í gegn án þess að nást. „Miðað við bara það sem er í umferð þá vitum við það að það er alltaf töluvert sem fer í gegn þannig að okkar bara er að reyna að ná sem mest á landamærum.“
Fíkniefnabrot Keflavíkurflugvöllur Smygl Lögreglumál Tengdar fréttir Mannlaus flugvöllur skilar sér í færri fíkniefnamálum Í heilan mánuð hefur ekkert fíkniefnamál komið upp á Keflavíkurflugvelli en á þessum mánuði hefur farþegum um flugvöllinn fækkað margfalt á við það sem áður var. Yfirtollvörður segir það hafa sýnt sig að þegar ein flutningsleið á fíkniefnum til landsins lokast þá nýti menn aðrar leiðir. 3. apríl 2020 22:30 Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Fleiri fréttir Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Sjá meira
Mannlaus flugvöllur skilar sér í færri fíkniefnamálum Í heilan mánuð hefur ekkert fíkniefnamál komið upp á Keflavíkurflugvelli en á þessum mánuði hefur farþegum um flugvöllinn fækkað margfalt á við það sem áður var. Yfirtollvörður segir það hafa sýnt sig að þegar ein flutningsleið á fíkniefnum til landsins lokast þá nýti menn aðrar leiðir. 3. apríl 2020 22:30