Gamli Sólvangur fær aukið hlutverk Sigurður Þ. Ragnarsson skrifar 20. apríl 2022 20:31 Miðflokkurinn í Hafnarfirði hefur átt sæti í verkefnastjórn Sólvangs á þessu kjörtímabili. Það er með vissu stolti sem ég lít til verunnar í stjórninni enda hefur stjórnin unnið sem einn maður að því að stuðla að umbyltingu í þjónustu við aldraða. Nú er þessu verkefni að ljúka og þakka ég öllum sem lagt hafa hönd á plóg. Á kjörtímabilinu sem senn er á enda var lokið við byggingu „nýja“ Sólvangs í Hafnarfirði en þar er um að ræða 60 rýma hjúkrunardeild. Þegar sá áfangi náðist voru allir þeir 58 sem dvöldu á „gamla“ Sólvangi fluttir yfir í „nýja“ Sólvang þar sem þeir búa í rúmgóðum einstaklingsherbergjum. Herbergjastærðir í „gamla“ Sólvangi uppfylltu ekki lengur skilyrði um lágmarksstærð rýma auk þess sem flest herbergin voru tvíbýli. Eftir flutninginn þurfti að ákveða hvað gert skyldi við eldra húsið enda tómt á 2. – 4. hæð. Risið var ekkert notað hin síðari ár, en á jarðhæð var og er starfandi dagdvöl sem ætluð einstaklingum 67 ára og eldri sem eru búsettir í Hafnarfirði alls 14 pláss. Einnig var komið á fót sérhæfðri dagþjálfun sem er fyrir einstaklinga með heilabilun, alls 12 pláss, sem útbúin var í sérstaklega góðri samvinnu við Alzheimersamtökin. Gamli Sólvangur fær aukið hlutverk Það er gaman frá því að segja að „gamli“ Sólvangur, sem byggður var 1942 af framsýnni bæjarstjórn þess tíma, tekur nú stakkaskiptum og stefnir í, innan skamms, að verða eitt flottasta heldriborgararými landsins. Auk dagdvalarinnar á fyrstu hæð hefur önnur hæðin verið endurgerð frá grunni með það að markmiði að uppfylla lög um aðbúnað á hjúkrunarheimilum og þar eru 11 pláss sem þegar eru skipuð. Nú eru þriðja og fjórða hæðin að verða tilbúnar en þar á að bjóða uppá nýjung, eða nokkuð sem kalla mætti hvíldarinnlagnir fyrir fólk sem býr heima en þarf á köflum að leggjast inn til að safna kröftum og fá nauðsynlega þjálfun til að geta búið lengur heima. Þetta er nýjung í öldrunarþjónustu og þarna eru að verða til 39 hvíldarrými sem eru gott sem tilbúin. Allt hefur þetta verið unnið í góðu samstarfi verkefnastjórnar Sólvangs, sviðstjóra Hafnarfjarðar og heilbrigðisráðuneytis undir forystu Svandísar Svavarsdóttur en málefni hjúkrunarheimila eru á valdsviði heilbrigðisráðuneytisins enda þótt Hafnarfjörður eigi Sólvang. Síðasti kaflinn að hefjast Nú er lokahnykkur eftir en það er að byggja 5. hæðina (risið) og endurgera garðinn. Risið er sökum brunavarnareglna ekki gjaldgengt til nýtni og því á að taka risið af í núverandi mynd og endurbyggja inndregna hæð með svölum umhverfis, fyrir ýmsa starfsemi eldri borgara. Garðinn á að endurbyggja sem bæði mun nýtast öllum dvalargestum líka þeim sem glíma við heilabilun og að hluta almenningi. Þar sem dýr gleðja og bæta andlegt heilbrigði þá verður í þessum nýja garði hænsnabú fyrir mest sex hænur, sem allir bæjarbúar geta barið augum. Með ötulli starfsemi verkefnastjórnar Sólvangs auk sviðstjóra framkvæmdasviðs og fjölskyldusviðs, hefur tekist að halda öllum kostnaði, þ.e. framkvæmdum við aðra, þriðju og fjórðu hæð, í samræmi við kostnaðaráætlanir. Höfundur er bæjarfulltrúi M-lista, hefur setið í verkefnastjórn Sólvangs á kjörtímabilinu og er oddviti M-lista í komandi bæjarstjórnarkosningum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Miðflokkurinn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Hafnarfjörður Skoðun: Kosningar 2022 Mest lesið Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verðbólguna Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Sjá meira
Miðflokkurinn í Hafnarfirði hefur átt sæti í verkefnastjórn Sólvangs á þessu kjörtímabili. Það er með vissu stolti sem ég lít til verunnar í stjórninni enda hefur stjórnin unnið sem einn maður að því að stuðla að umbyltingu í þjónustu við aldraða. Nú er þessu verkefni að ljúka og þakka ég öllum sem lagt hafa hönd á plóg. Á kjörtímabilinu sem senn er á enda var lokið við byggingu „nýja“ Sólvangs í Hafnarfirði en þar er um að ræða 60 rýma hjúkrunardeild. Þegar sá áfangi náðist voru allir þeir 58 sem dvöldu á „gamla“ Sólvangi fluttir yfir í „nýja“ Sólvang þar sem þeir búa í rúmgóðum einstaklingsherbergjum. Herbergjastærðir í „gamla“ Sólvangi uppfylltu ekki lengur skilyrði um lágmarksstærð rýma auk þess sem flest herbergin voru tvíbýli. Eftir flutninginn þurfti að ákveða hvað gert skyldi við eldra húsið enda tómt á 2. – 4. hæð. Risið var ekkert notað hin síðari ár, en á jarðhæð var og er starfandi dagdvöl sem ætluð einstaklingum 67 ára og eldri sem eru búsettir í Hafnarfirði alls 14 pláss. Einnig var komið á fót sérhæfðri dagþjálfun sem er fyrir einstaklinga með heilabilun, alls 12 pláss, sem útbúin var í sérstaklega góðri samvinnu við Alzheimersamtökin. Gamli Sólvangur fær aukið hlutverk Það er gaman frá því að segja að „gamli“ Sólvangur, sem byggður var 1942 af framsýnni bæjarstjórn þess tíma, tekur nú stakkaskiptum og stefnir í, innan skamms, að verða eitt flottasta heldriborgararými landsins. Auk dagdvalarinnar á fyrstu hæð hefur önnur hæðin verið endurgerð frá grunni með það að markmiði að uppfylla lög um aðbúnað á hjúkrunarheimilum og þar eru 11 pláss sem þegar eru skipuð. Nú eru þriðja og fjórða hæðin að verða tilbúnar en þar á að bjóða uppá nýjung, eða nokkuð sem kalla mætti hvíldarinnlagnir fyrir fólk sem býr heima en þarf á köflum að leggjast inn til að safna kröftum og fá nauðsynlega þjálfun til að geta búið lengur heima. Þetta er nýjung í öldrunarþjónustu og þarna eru að verða til 39 hvíldarrými sem eru gott sem tilbúin. Allt hefur þetta verið unnið í góðu samstarfi verkefnastjórnar Sólvangs, sviðstjóra Hafnarfjarðar og heilbrigðisráðuneytis undir forystu Svandísar Svavarsdóttur en málefni hjúkrunarheimila eru á valdsviði heilbrigðisráðuneytisins enda þótt Hafnarfjörður eigi Sólvang. Síðasti kaflinn að hefjast Nú er lokahnykkur eftir en það er að byggja 5. hæðina (risið) og endurgera garðinn. Risið er sökum brunavarnareglna ekki gjaldgengt til nýtni og því á að taka risið af í núverandi mynd og endurbyggja inndregna hæð með svölum umhverfis, fyrir ýmsa starfsemi eldri borgara. Garðinn á að endurbyggja sem bæði mun nýtast öllum dvalargestum líka þeim sem glíma við heilabilun og að hluta almenningi. Þar sem dýr gleðja og bæta andlegt heilbrigði þá verður í þessum nýja garði hænsnabú fyrir mest sex hænur, sem allir bæjarbúar geta barið augum. Með ötulli starfsemi verkefnastjórnar Sólvangs auk sviðstjóra framkvæmdasviðs og fjölskyldusviðs, hefur tekist að halda öllum kostnaði, þ.e. framkvæmdum við aðra, þriðju og fjórðu hæð, í samræmi við kostnaðaráætlanir. Höfundur er bæjarfulltrúi M-lista, hefur setið í verkefnastjórn Sólvangs á kjörtímabilinu og er oddviti M-lista í komandi bæjarstjórnarkosningum.
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar