Sport

Pavel: Einföld stærðfræði að þetta var risasigur

Andri Már Eggertsson skrifar
Pavel Ermolinskij var ánægður með sigurinn
Pavel Ermolinskij var ánægður með sigurinn Vísir/Hulda Margrét

Valur vann Þór Þorlákshöfn á útivelli 84-89 eftir framlengingu. Með sigri tók Valur forystuna í einvíginu 1-0. Pavel Ermolinskij, leikmaður Vals, var afar sáttur með sigurinn.

„Þetta er einföld stærðfræði núna erum við með heimavallarréttinn og þar líður okkur vel. Það þarf ekkert að útskýra hversu stór þessi sigur var,“

Pavel var virkilega ánægður með hvernig Valur náði að landa sigrinum eftir framlengingu.

„Mér fannst við gera allt rétt. Við gerðum hluti sem var lagt upp með, það er er ekki hægt að stoppa Þór alltaf og ég var ánægður með þegar Þórsarar komu með áhlaup þá stigu mínir menn upp og settu niður mikilvægar körfur sem hefur vantað í vetur.“

Vörn Vals var afar góð og telst það mikið afrek að halda Þór undir 80 stigum eftir fjóra leikhluta.

„Þetta er öðruvísi heldur en í síðasta einvígi þar sem við gátum gert sama hlutinn út allt einvígið. Núna þurfum við að bregðast sífellt við hvort sem það sé kerfi Þórs eða hverjir eru á vellinum sem er miklu erfiðara.“

Pavel gerði 3 stig, tók 9 fráköst og gaf 5 stoðsendingar og var nokkuð brattur með eigin frammistöðu.

„Frammistaða mín var eins og hún er oft. Skoraði ekki mikið, nokkur fráköst, smá vörn bara að reyna að gera eitthvað gott,“ sagði Pavel að lokum. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×