Vaktin: Pútín með líf íbúa Mariupol í sínum höndum Viktor Örn Ásgeirsson, Árni Sæberg og Fanndís Birna Logadóttir skrifa 21. apríl 2022 07:42 Talið er að hundrað þúsund almennir borgarar séu enn í Mariupol en annar eins fjöldi hefur verið fluttur til Zaporizhzhia á síðustu vikum. AP/Leo Correa Borgarstjóri Mariupol segir Vladímír Pútín Rússlandsforseta hafa líf íbúa Mariupol í sínum höndum. Úkraínskir hermenn berjast enn í borginni þrátt fyrir yfirlýsingar Rússa um að borgin hafi verið frelsuð. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. Helstu vendingar: Volódímír Selenskí segir ástandið í Mariupol fara ört versnandi. Úkraínumenn vilja leggja meiri þunga í samningaviðræður við Rússa um borgina. Varnamálaráðherra Rússlands segir þá hafa náð yfirráðum yfir Mariupol að Azovstal stálverksmiðjunni undanskildri. Rússlandsforseti hefur ákveðið að stöðva árásina á verksmiðjuna en ríflega þúsund almennir borgarar eru innikróaðir í verksmiðjunni. Gervihnattamyndir virðast sýna ríflega 300 metra langa fjöldagröf við útjaðar Mariupol. Talið er að allt að níu þúsund lík séu þar. Fjármálaráðherrar G7-ríkjanna segjast hafa veitt Úkraínumönnum styrk upp á 24 milljarða bandaríkjadala. Þeir kveðast tilbúnir að styrkja landið enn frekar. Joe Biden Bandaríkjaforseti hyggst tilkynna í dag um viðbótarframlög til Úkraínu. Þar á meðal verði hernaðargögn önnur aðstoð. Ráðamenn í Kreml segjast hafa gert tilraun með nýja gerð langdrægra eldflauga sem geti borið kjarnorkuvopn og eigi sér enga líka. Selenskí Úkraínuforseti er bjartsýnn á að Úkraínumenn geti gengið í ESB með „ógnarhraða.“ Hann fundaði með forseta leiðtogaráðs Evrópusambandsins í gær. Vestrænar tölvuöryggisstofnanir vara við rússneskum tölvuárásum. Gert er ráð fyrir því að Rússar muni ráðast á fyrirtæki og lönd sem styðji Úkraínu. Vakt gærdagsins má finna hér.
Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. Helstu vendingar: Volódímír Selenskí segir ástandið í Mariupol fara ört versnandi. Úkraínumenn vilja leggja meiri þunga í samningaviðræður við Rússa um borgina. Varnamálaráðherra Rússlands segir þá hafa náð yfirráðum yfir Mariupol að Azovstal stálverksmiðjunni undanskildri. Rússlandsforseti hefur ákveðið að stöðva árásina á verksmiðjuna en ríflega þúsund almennir borgarar eru innikróaðir í verksmiðjunni. Gervihnattamyndir virðast sýna ríflega 300 metra langa fjöldagröf við útjaðar Mariupol. Talið er að allt að níu þúsund lík séu þar. Fjármálaráðherrar G7-ríkjanna segjast hafa veitt Úkraínumönnum styrk upp á 24 milljarða bandaríkjadala. Þeir kveðast tilbúnir að styrkja landið enn frekar. Joe Biden Bandaríkjaforseti hyggst tilkynna í dag um viðbótarframlög til Úkraínu. Þar á meðal verði hernaðargögn önnur aðstoð. Ráðamenn í Kreml segjast hafa gert tilraun með nýja gerð langdrægra eldflauga sem geti borið kjarnorkuvopn og eigi sér enga líka. Selenskí Úkraínuforseti er bjartsýnn á að Úkraínumenn geti gengið í ESB með „ógnarhraða.“ Hann fundaði með forseta leiðtogaráðs Evrópusambandsins í gær. Vestrænar tölvuöryggisstofnanir vara við rússneskum tölvuárásum. Gert er ráð fyrir því að Rússar muni ráðast á fyrirtæki og lönd sem styðji Úkraínu. Vakt gærdagsins má finna hér.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Vladimír Pútín Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Innlent Fleiri fréttir Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Sjá meira