Innlent

Í beinni: Sam­­fylkingin í Reykja­­vík kynnir kosninga­á­herslur í Gamla bíói

Viktor Örn Ásgeirsson skrifar
Listi Samfylkingarinnar í Reykjavík.
Listi Samfylkingarinnar í Reykjavík. Samfylkingin

Samfylkingin í Reykjavík kynnir í dag áherslur sínar fyrir borgarstjórnarkosningar. Borgarbúum er boðið til fundar í Gamla bíói kl. 12.30 þar sem boðið verður upp á músík, grín og stuttar ræður. 

Því næst stígur Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar og borgarstjóri, á stokk og kynnir helstu kosningaáherslur flokksins.

Í fréttatilkynningu frá Samfylkingunni í Reykjavík kemur fram að stóru málin snúi að því að tryggja húsnæði fyrir alla með húsnæðissáttmála og óhagnaðardrifinni uppbyggingu, að fjárfesta áfram af krafti í hverfunum, að klára Borgarlínu almennilega og að skapa betri borg fyrir börn.

Að lokinni dagskrá í Gamla bíói verður haldið í kosningamiðstöð Samfylkingarinnar á Hafnartorgi, sem er beint á móti Bæjarins bestu, og þar verða léttar veitingar í boði fyrir gesti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×