Serena og Lewis Hamilton hluti af hópi fjárfesta sem vill kaupa Chelsea Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 21. apríl 2022 13:01 Lewis Hamilton og Serena Williams gætu átt lítinn hlut í Chelsea þegar félagið verður loksins selt. Eurosport Enska fótboltafélagið Chelsea er til sölu og virðist vera töluverður fjöldi fólks sem er tilbúið að festa kaup á félaginu. Það kostar hins vegar morðfjár og ekki margir sem geta keypt það án þess að fá utanaðkomandi aðstoð. Þar koma tennisdrottningin Serena Williams og eitt albesti ökumaður allra tíma, Lewis Hamilton, inn í. Samkvæmt heimildum Reuters eru Serena Williams og Lewis Hamilton hluti af teymi Martins Broughton en þessi fyrrum formaður fótboltafélagsins Liverpool og flugfélagsins British Airways vill ólmur kaupa Chelsea. Bæði Serena og Hamilton munu leggja til tíu milljónir punda hvort til að aðstoða Broughton -og þann hóp fjárfesta sem hann hefur með sér – við kaupin á Chelsea. Sir Lewis Hamilton and Serena Williams are committing an estimated £10 million EACH to a takeover bid for Chelsea Football Club.Full story: https://t.co/qLjK7EG7mV pic.twitter.com/GYp67TeJMj— ESPN F1 (@ESPNF1) April 21, 2022 Serena hefur unnið 23 risamót á tennisferli sínum en hefur einnig fjárfest ríkulega í hinum ýmsu hlutum að undanförnu. Til að mynda er hún hluti af glæstu teymi sem setti Angel City – kvennafótboltalið í Bandaríkjunum – á laggirnar. Sömu sögu er að segja af Hamilton sem hefur sjö sinnum orðið heimsmeistari í Formúlu 1nkappakstri. Það sem kemur ef til vill helst á óvart við þessar fréttir er að Hamilton er Arsenal stuðningsmaður. Þetta væri ekki í fyrsta sinn sem stórstjörnur íþróttaheimsins myndu fjárfesta í enskum fótboltaliðum en körfuboltakappinn LeBron James hefur verið lítill hluthafi í Liverpool í meira en áratug. Roman Abramovich keypti Chelsea í upphafi aldarinnar og hefur verið eigandi félagsins allar götur síðan. Hann er nú að reyna selja félagið og koma eingöngu fjárfestingarhópar til greina. Það verður forvitnilegt að fylgjast með hver kaupir á endanum Evrópumeistarana og hvort svo fjölmenn stjórn muni geta fylgt eftir árangri Abramovich en Rússinn hefur dælt eigin fé inn í félagið allt síðan hann keypti það. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn Í beinni: Ísland - Aserbaísjan | Fyrsti leikur í undankeppni HM Fótbolti Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Enski boltinn Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Fótbolti Fleiri fréttir Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guéhi ekki til Liverpool Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn City tapaði öðrum leiknum í röð en fyrstu sigrar Brighton og West Ham Dómari tekinn af leik Liverpool og Arsenal nokkrum klukkutímum fyrir leik Andri Lucas flytur til Englands Sjá meira
Þar koma tennisdrottningin Serena Williams og eitt albesti ökumaður allra tíma, Lewis Hamilton, inn í. Samkvæmt heimildum Reuters eru Serena Williams og Lewis Hamilton hluti af teymi Martins Broughton en þessi fyrrum formaður fótboltafélagsins Liverpool og flugfélagsins British Airways vill ólmur kaupa Chelsea. Bæði Serena og Hamilton munu leggja til tíu milljónir punda hvort til að aðstoða Broughton -og þann hóp fjárfesta sem hann hefur með sér – við kaupin á Chelsea. Sir Lewis Hamilton and Serena Williams are committing an estimated £10 million EACH to a takeover bid for Chelsea Football Club.Full story: https://t.co/qLjK7EG7mV pic.twitter.com/GYp67TeJMj— ESPN F1 (@ESPNF1) April 21, 2022 Serena hefur unnið 23 risamót á tennisferli sínum en hefur einnig fjárfest ríkulega í hinum ýmsu hlutum að undanförnu. Til að mynda er hún hluti af glæstu teymi sem setti Angel City – kvennafótboltalið í Bandaríkjunum – á laggirnar. Sömu sögu er að segja af Hamilton sem hefur sjö sinnum orðið heimsmeistari í Formúlu 1nkappakstri. Það sem kemur ef til vill helst á óvart við þessar fréttir er að Hamilton er Arsenal stuðningsmaður. Þetta væri ekki í fyrsta sinn sem stórstjörnur íþróttaheimsins myndu fjárfesta í enskum fótboltaliðum en körfuboltakappinn LeBron James hefur verið lítill hluthafi í Liverpool í meira en áratug. Roman Abramovich keypti Chelsea í upphafi aldarinnar og hefur verið eigandi félagsins allar götur síðan. Hann er nú að reyna selja félagið og koma eingöngu fjárfestingarhópar til greina. Það verður forvitnilegt að fylgjast með hver kaupir á endanum Evrópumeistarana og hvort svo fjölmenn stjórn muni geta fylgt eftir árangri Abramovich en Rússinn hefur dælt eigin fé inn í félagið allt síðan hann keypti það.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn Í beinni: Ísland - Aserbaísjan | Fyrsti leikur í undankeppni HM Fótbolti Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Enski boltinn Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Fótbolti Fleiri fréttir Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guéhi ekki til Liverpool Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn City tapaði öðrum leiknum í röð en fyrstu sigrar Brighton og West Ham Dómari tekinn af leik Liverpool og Arsenal nokkrum klukkutímum fyrir leik Andri Lucas flytur til Englands Sjá meira