Eggert Gunnþór stígur til hliðar að ósk FH-inga Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 21. apríl 2022 18:37 Eggert Gunnþór Jónsson stígur tímabundið til hliðar sem leikmaður og þjálfari fyrir FH. VÍSIR/HULDA MARGRÉT Fimleikafélag Hafnarfjarðar, FH, hefur sent frá sér yfirlýsingu þess efnis að knattspyrnumaðurinn Eggert Gunnþór Jónsson hafi verið beðinn um að stíga tímabundið til hliðar sem leikmaður og þjálfari fyrir félagið. Knattspyrnulið FH-inga var harðlega gagnrýnt síðastliðinn mánudag þegar Besta-deild karla fór af stað fyrir það að hafa Eggert Gunnþór í byrjunarliði liðsins, en hann var á dögunum sakaður um gróft kynferðisbrot í landsliðsferð í Kaupmannahöfn fyrir rúmum áratug. Meðal þeirra sem gagnrýndu liðsval FH-inga var Martin Hermannsson, landsliðsmaður í körfubolta. Í yfirlýsingu FH-inga kemur fram að Eggert Gunnþór hafi orðið við óskum félagsins um að stíga til hliðar og að þessi breytta staða taki gildi nú þegar. Yfirlýsing FH-inga í heild sinni er svohljóðandi: „Fimleikafélag Hafnarfjarðar hefur óskað eftir því við Eggert Gunnþór Jónsson að hann muni stíga tímabundið til hliðar sem leikmaður og þjálfari fyrir félagið. Eggert hefur orðið við því og tekur breytt staða gildi nú þegar. Eggert, sem lýst hefur yfir sakleysi sínu í málinu sem tengist atvikum sem áttu sér stað fyrir um 12 árum síðan, er eðli málsins samkvæmt ósáttur við þessa tímabundnu ákvörðun en sýnir aðstæðunum skilning og fellir sig því undir þessa lausn. Þegar frekari leiðbeiningar eða regluverk liggja fyrir frá ÍSÍ eða KSÍ, eða þegar málefni Eggerts hefur verið til lykta leitt hjá þar til bærum yfirvöldum mun félagið taka frekari ákvörðun um framhaldið. Í ljósi umræðunnar undanfarinna sólarhringa þá vill félagið taka fram að það tekur ofbeldismál mjög alvarlega, fordæmir allt ofbeldi og vísar til fyrri yfirlýsingar um málið því til stuðnings. Félagið hefur haft málið til umfjöllunar, en bíður eins og önnur félög og sérsambönd enn eftir leiðbeinandi áliti og verklagsreglum frá ÍSÍ um hvernig aðildarfélögum beri að taka á málum sem þessum. Eins og fram kom í viðtali við formann KSÍ á miðvikudagskvöld þá liggja ekki neinar reglur fyrir. Framkvæmdastjóri ÍSÍ sagði í kvöldfréttum RÚV á þriðjudagskvöld að ÍSÍ hafi ekki enn tekist að ljúka þessari vinnu vegna þess hversu flókin og erfið mál um ræðir og að gæta þurfi að því að viðbrögð stríði ekki gegn lögum í landinu. ÍSÍ og KSÍ geta ekki gert meiri kröfu til iþróttafélaga eins og FH en samböndin geta staðið undir sjálf. Félagið telur brýnt að KSÍ og ÍSÍ setji það í algeran forgang að ljúka þessari vinnu og leggur áherslu á að það verði gert innan mánaðar frá þessari yfirlýsingu. Nauðsynlegt er að gefnar verði út verklagsreglur fyrir félögin varðandi þessi alvarlegu mál. Þessari vinnu átti að vera lokið í byrjun mars og hefur FH því beðið eftir þessari leiðsögn í nokkurn tíma. Upplýst, fagleg og yfirveguð umræða og meðhöndlun þessara erfiðu mála er mikilvæg og hefur félagið lagt allt kapp á að vinna á þann hátt.“ FH Fótbolti Besta deild karla Hafnarfjörður Mest lesið Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Enski boltinn Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Fótbolti Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Enski boltinn Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Enski boltinn Fóru að slást í klefanum og voru báðir settir á sölulista Fótbolti Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Enski boltinn Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ Íslenski boltinn Keyptu nýjan leikmann fyrir sektina hans Gyökeres Sport Völdu Mo Salah bestan en Chris Wood frekar en Haaland í lið ársins Enski boltinn Ein frægasta íþróttakona Úkraínu dæmd í fjögurra ára bann Sport Fleiri fréttir Stoltir af að klófesta hæfileikabúnt frá Íslandi Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Kylian Mbappe tryggði Real Madrid sigurinn Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Völdu Mo Salah bestan en Chris Wood frekar en Haaland í lið ársins Fóru að slást í klefanum og voru báðir settir á sölulista Ronaldo sýndi mikla óeigingirni og nú er bikar í boði í næsta leik Sóla ekki skemmt yfir Owen-treyju: „Vil ekki sjá hana“ Eze fari til Spurs fyrir vikulok KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Sjáðu mark Chiesa frá öllum vinklum og öll hin mörkin Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Isak skrópar á verðlaunahátíð Úlfarnir kaupa hraðasta leikmann Ítalíu Klárlega búið að vanmeta Man. City Chiesa núna ákveðinn í að vera áfram hjá Liverpool Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Sá ekki fram á tækifæri hjá Rosenborg og getur ekki hætt að skora fyrir Lyngby Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur Sjáðu vítadóminn sem færði Leeds sigurinn í gærkvöldi Ung fótboltakona afvopnaði nettröllin á glæsilegan hátt Fagnaði með syni sínum en var vísað af leikvanginum: „Þetta er sonur minn“ Óskar Hrafn: Spurningar sem þarf að svara fyrir næsta leik Júlíus: Ógeðslega sætt Sjá meira
Knattspyrnulið FH-inga var harðlega gagnrýnt síðastliðinn mánudag þegar Besta-deild karla fór af stað fyrir það að hafa Eggert Gunnþór í byrjunarliði liðsins, en hann var á dögunum sakaður um gróft kynferðisbrot í landsliðsferð í Kaupmannahöfn fyrir rúmum áratug. Meðal þeirra sem gagnrýndu liðsval FH-inga var Martin Hermannsson, landsliðsmaður í körfubolta. Í yfirlýsingu FH-inga kemur fram að Eggert Gunnþór hafi orðið við óskum félagsins um að stíga til hliðar og að þessi breytta staða taki gildi nú þegar. Yfirlýsing FH-inga í heild sinni er svohljóðandi: „Fimleikafélag Hafnarfjarðar hefur óskað eftir því við Eggert Gunnþór Jónsson að hann muni stíga tímabundið til hliðar sem leikmaður og þjálfari fyrir félagið. Eggert hefur orðið við því og tekur breytt staða gildi nú þegar. Eggert, sem lýst hefur yfir sakleysi sínu í málinu sem tengist atvikum sem áttu sér stað fyrir um 12 árum síðan, er eðli málsins samkvæmt ósáttur við þessa tímabundnu ákvörðun en sýnir aðstæðunum skilning og fellir sig því undir þessa lausn. Þegar frekari leiðbeiningar eða regluverk liggja fyrir frá ÍSÍ eða KSÍ, eða þegar málefni Eggerts hefur verið til lykta leitt hjá þar til bærum yfirvöldum mun félagið taka frekari ákvörðun um framhaldið. Í ljósi umræðunnar undanfarinna sólarhringa þá vill félagið taka fram að það tekur ofbeldismál mjög alvarlega, fordæmir allt ofbeldi og vísar til fyrri yfirlýsingar um málið því til stuðnings. Félagið hefur haft málið til umfjöllunar, en bíður eins og önnur félög og sérsambönd enn eftir leiðbeinandi áliti og verklagsreglum frá ÍSÍ um hvernig aðildarfélögum beri að taka á málum sem þessum. Eins og fram kom í viðtali við formann KSÍ á miðvikudagskvöld þá liggja ekki neinar reglur fyrir. Framkvæmdastjóri ÍSÍ sagði í kvöldfréttum RÚV á þriðjudagskvöld að ÍSÍ hafi ekki enn tekist að ljúka þessari vinnu vegna þess hversu flókin og erfið mál um ræðir og að gæta þurfi að því að viðbrögð stríði ekki gegn lögum í landinu. ÍSÍ og KSÍ geta ekki gert meiri kröfu til iþróttafélaga eins og FH en samböndin geta staðið undir sjálf. Félagið telur brýnt að KSÍ og ÍSÍ setji það í algeran forgang að ljúka þessari vinnu og leggur áherslu á að það verði gert innan mánaðar frá þessari yfirlýsingu. Nauðsynlegt er að gefnar verði út verklagsreglur fyrir félögin varðandi þessi alvarlegu mál. Þessari vinnu átti að vera lokið í byrjun mars og hefur FH því beðið eftir þessari leiðsögn í nokkurn tíma. Upplýst, fagleg og yfirveguð umræða og meðhöndlun þessara erfiðu mála er mikilvæg og hefur félagið lagt allt kapp á að vinna á þann hátt.“
FH Fótbolti Besta deild karla Hafnarfjörður Mest lesið Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Enski boltinn Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Fótbolti Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Enski boltinn Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Enski boltinn Fóru að slást í klefanum og voru báðir settir á sölulista Fótbolti Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Enski boltinn Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ Íslenski boltinn Keyptu nýjan leikmann fyrir sektina hans Gyökeres Sport Völdu Mo Salah bestan en Chris Wood frekar en Haaland í lið ársins Enski boltinn Ein frægasta íþróttakona Úkraínu dæmd í fjögurra ára bann Sport Fleiri fréttir Stoltir af að klófesta hæfileikabúnt frá Íslandi Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Kylian Mbappe tryggði Real Madrid sigurinn Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Völdu Mo Salah bestan en Chris Wood frekar en Haaland í lið ársins Fóru að slást í klefanum og voru báðir settir á sölulista Ronaldo sýndi mikla óeigingirni og nú er bikar í boði í næsta leik Sóla ekki skemmt yfir Owen-treyju: „Vil ekki sjá hana“ Eze fari til Spurs fyrir vikulok KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Sjáðu mark Chiesa frá öllum vinklum og öll hin mörkin Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Isak skrópar á verðlaunahátíð Úlfarnir kaupa hraðasta leikmann Ítalíu Klárlega búið að vanmeta Man. City Chiesa núna ákveðinn í að vera áfram hjá Liverpool Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Sá ekki fram á tækifæri hjá Rosenborg og getur ekki hætt að skora fyrir Lyngby Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur Sjáðu vítadóminn sem færði Leeds sigurinn í gærkvöldi Ung fótboltakona afvopnaði nettröllin á glæsilegan hátt Fagnaði með syni sínum en var vísað af leikvanginum: „Þetta er sonur minn“ Óskar Hrafn: Spurningar sem þarf að svara fyrir næsta leik Júlíus: Ógeðslega sætt Sjá meira