Hafnarfjörður stækkar og blómstrar undir stjórn Sjálfstæðisflokksins Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar 22. apríl 2022 00:02 Á þeim átta árum sem Sjálfstæðismenn hafa verið við stjórnvölinn hefur slæmri fjárhagsstöðu Hafnarfjarðar verið snúið við. Menningarlífið blómstrar og 90% Hafnfirðinga eru ánægð með bæinn sinn. Nú er gríðarleg uppbygging hafin í bænum þannig að á næstu 4-5 árum mun bæjarbúum fjölga um 7.500 manns. Á næstu tuttugu árum mun Hafnfirðingum fjölga um 17.000 manns. Uppbygging í Hafnarfirði 2021-2031 Bæjarstjórn Hafnarfjarðar hefur samþykkt skipulag fyrir þéttingu byggðar og stækkun hverfa. Vekja má athygli á því að á Flensborgarhöfn/Óseyrarsvæði og Hraun vestur (5 mínútna hverfið) liggur fyrir samþykkt rammaskipulag og gert er ráð fyrir að uppbygging og þétting byggðar gerist í áföngum. Samhliða mun vinna við deiliskipulag eiga sér stað. Við áætlun á íbúafjölda er miðað við 2,5 íbúa á hverja íbúð. Séu öll svæði, sem þegar eru komin á skipulag innan Hafnarfjarðar, tekin saman er áætluð fjölgun íbúa til næstu tveggja áratuga um 17.000 manns. Þrjú ný og spennandi hverfi Í Hamranesi hafa bæjaryfirvöld undir stjórn Sjálfstæðismanna þegar hafið vinnu við byggingu nýs leikskóla því þar mun byggð stækka verulega. Þróunarreitir og fjölbýlishúsalóðir í Hamranesi fyrir alls um 1.600 íbúðir seldust hratt á árunum2020-2021.Fyrsta skóflustungan í Hamranesi var tekin í febrúar 2021 og er uppbygging þar í fullum gangi. Síðustu sérbýlishúsalóðunum í Skarðshlíð, undir alls 285 íbúðir, var úthlutað í febrúar 2021. Í Skarðshlíðinni rísa einnig 26 fjölbýlishús með 231 íbúð. Frumbyggjar í Skarðshlíðarhverfi fluttu inn í hverfið sumarið 2020 og má gera ráð fyrir að frumbyggjar í Hamranesi flytji inn á þessu ári. Gert er ráð fyrir að fyrstu lóðunum í Áslandi 4 verði úthlutað á næstu vikum. Í þessum þremur nýju hverfum verða um 2.700 íbúðir og um 6.750 íbúar. Sjálfstæðismenn framkvæma Með Sjálfstæðismenn í forystu hefur meirihlutinn í Hafnarfirði hafið gríðarlegt uppbyggingarskeið í bænum og snúið við þeirri stöðnun sem einkenndi stjórnartíð vinstri manna. Uppbyggingin er þegar hafin og nýir íbúar flytja í Hafnarfjörð á hverjum degi. Við þurfum Sjálfstæðismenn áfram við völd til að tryggja að bærinn okkar verði ekki aðeins jafn góður og hann er í dag heldur enn betri. Þeir Hafnfirðingar sem það vilja munu setja X við D í kosningunum í maí því það er það besta fyrir Hafnarfjörð. Höfundur skipar 5. sæti á framboðslista Sjálftæðisflokksins í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafnarfjörður Sveitarstjórnarkosningar 2022 Sjálfstæðisflokkurinn Skoðun: Kosningar 2022 Mest lesið Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir Skoðun Ólögleg meðvirkni lækna Teitur Ari Theodórsson Skoðun Verklausi milljónakennarinn Þórunn Sveinbjarnardóttir Skoðun Afleiðingar verkfallsaðgerða á minnstu börnin - krafa um svör Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Fólk, fjárfestingar og framfarir Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Húsnæðis- og skipulagsmál Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Skattlögð þegar við þénum, eigum og eyðum Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson skrifar Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist skrifar Skoðun Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Kyrrstöðuna verður að rjúfa! Lausn fyrir verðandi innviðaráðherra Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Íslenskan og menningararfurinn Sólveig Dagmar Þórisdóttir skrifar Skoðun Mannúðlegri úrræði Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Læknar á landsbyggðinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íslensk verðtrygging á mannamáli! Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Varðhundar kerfisins Lára Herborg Ólafsdóttir skrifar Skoðun Mótum stefnu um iðn- og tæknimenntun á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Stýrir gervigreind málflutningi stjórnmálamanna og semur stefnur stjórnmálaflokkanna? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Kolkrabbinn og fjármálafjötrar Íslands Ágústa Árnadóttir skrifar Sjá meira
Á þeim átta árum sem Sjálfstæðismenn hafa verið við stjórnvölinn hefur slæmri fjárhagsstöðu Hafnarfjarðar verið snúið við. Menningarlífið blómstrar og 90% Hafnfirðinga eru ánægð með bæinn sinn. Nú er gríðarleg uppbygging hafin í bænum þannig að á næstu 4-5 árum mun bæjarbúum fjölga um 7.500 manns. Á næstu tuttugu árum mun Hafnfirðingum fjölga um 17.000 manns. Uppbygging í Hafnarfirði 2021-2031 Bæjarstjórn Hafnarfjarðar hefur samþykkt skipulag fyrir þéttingu byggðar og stækkun hverfa. Vekja má athygli á því að á Flensborgarhöfn/Óseyrarsvæði og Hraun vestur (5 mínútna hverfið) liggur fyrir samþykkt rammaskipulag og gert er ráð fyrir að uppbygging og þétting byggðar gerist í áföngum. Samhliða mun vinna við deiliskipulag eiga sér stað. Við áætlun á íbúafjölda er miðað við 2,5 íbúa á hverja íbúð. Séu öll svæði, sem þegar eru komin á skipulag innan Hafnarfjarðar, tekin saman er áætluð fjölgun íbúa til næstu tveggja áratuga um 17.000 manns. Þrjú ný og spennandi hverfi Í Hamranesi hafa bæjaryfirvöld undir stjórn Sjálfstæðismanna þegar hafið vinnu við byggingu nýs leikskóla því þar mun byggð stækka verulega. Þróunarreitir og fjölbýlishúsalóðir í Hamranesi fyrir alls um 1.600 íbúðir seldust hratt á árunum2020-2021.Fyrsta skóflustungan í Hamranesi var tekin í febrúar 2021 og er uppbygging þar í fullum gangi. Síðustu sérbýlishúsalóðunum í Skarðshlíð, undir alls 285 íbúðir, var úthlutað í febrúar 2021. Í Skarðshlíðinni rísa einnig 26 fjölbýlishús með 231 íbúð. Frumbyggjar í Skarðshlíðarhverfi fluttu inn í hverfið sumarið 2020 og má gera ráð fyrir að frumbyggjar í Hamranesi flytji inn á þessu ári. Gert er ráð fyrir að fyrstu lóðunum í Áslandi 4 verði úthlutað á næstu vikum. Í þessum þremur nýju hverfum verða um 2.700 íbúðir og um 6.750 íbúar. Sjálfstæðismenn framkvæma Með Sjálfstæðismenn í forystu hefur meirihlutinn í Hafnarfirði hafið gríðarlegt uppbyggingarskeið í bænum og snúið við þeirri stöðnun sem einkenndi stjórnartíð vinstri manna. Uppbyggingin er þegar hafin og nýir íbúar flytja í Hafnarfjörð á hverjum degi. Við þurfum Sjálfstæðismenn áfram við völd til að tryggja að bærinn okkar verði ekki aðeins jafn góður og hann er í dag heldur enn betri. Þeir Hafnfirðingar sem það vilja munu setja X við D í kosningunum í maí því það er það besta fyrir Hafnarfjörð. Höfundur skipar 5. sæti á framboðslista Sjálftæðisflokksins í Hafnarfirði.
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Stýrir gervigreind málflutningi stjórnmálamanna og semur stefnur stjórnmálaflokkanna? Tómas Ellert Tómasson skrifar