Umfjöllun og viðtöl: ÍA – Víkingur 3-0 | Skagamenn rúlluðu yfir meistarana Sverrir Mar Smárason skrifar 24. apríl 2022 21:29 Úr leik liðanna í fyrra. Mynd/Bára Dröfn Skagamenn fengu Víkinga í heimsókn á Norðurálsvöllinn í 2. umferð Bestu deildar karla í knattspyrnu í kvöld. Leikurinn fór rólega af stað en opnaðist fljótlega og eftir mikla baráttu fóru Skagamenn, sem voru hvattir vel áfram úr stúkunni, með sigur af hólmi og lokatölur 3-0. Leikur fór hægt af stað og var lokaður framan af en það rættist sannarlega úr því um miðjan fyrri hálfleik. Á 19. mínútu kom fyrsta færi leiksins þegar ÍA sótti hratt upp völlinn. Eyþór Wöhler með góðan sprett og frábæra fyrirgjöf á Gísla Laxdal sem var aleinn gegn Ingvari Jónssyni sem varði frá honum frábærlega. Leikurinn breyttist nánast í borðtennisleik, svo hratt fóru liðin á milli marka. Steinar Þorsteinsson og Kristall Máni Ingason fengu sitthvort góða færið úr skyndisóknum áður en fyrsta markið leit dagsins ljós á 36. mínútu. Jón Gísli Eyland tók þá langt innkast inn í teig Víkinga. Júlíus Magnússon og Oliver Stefánsson fara upp í skallaeinvígi sem Júlíus vinnur en skallar boltann í miðjan teiginn. Gísli Laxdal var fyrstur að átta sig, skaut að marki og boltinn í netið. Skagamenn komnir 1-0 yfir og gula hafið í stúkunni fagnaði vel. Átta mínútum síðar var ÍA komið í 2-0 og aftur eftir fast leikatriði. Kaj Leo tók þá hornspyrnu og Skagamenn fylltu markteiginn fyrir framan Ingvar Jónsson. Spyrnan frá Kaj var beint inn að marki og Ingvar Jónsson réði ekki við að kýla boltann frá heldur endaði boltinn af Ingvari og í netinu. Dýrkeypt mistök Ingvars sem hafði fyrr í leiknum reynst mikilvægur. Hálfleikstölur 2-0 heimamönnum í vil og stemningin í stúkunni gríðarleg. Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga, gerði tvær breytingar í hálfleik. Inn komu reynsluboltarnir Nikolaj Hansen og Halldór Smári í stað Kyle McLagan og Viktors Örlygs. Greinilegt að Arnar var ósáttur við gang mála og réðist strax í breytingar. Þær breytingar skiluðu ekki miklu í upphafi síðari hálfleiks. Eyþór Aron Wöhler fékk gott marktækifæri á 55. mínútu en skot hans endaði í varnarmanni og fór aftur fyrir í horn. Christian Köhler tók þá hornspyrnu og uppskriftin var sú sama, allir inn í markteig og sending inn að markinu. Aftur var Ingvar Jónsson í vandræðum en nú náði hann lítilli snertingu á boltann sem datt svo til Arons Bjarka Jósepssonar. Aron Bjarki þakkaði pent fyrir sig, skallaði boltann yfir línuna og kom heimamönnum í þriggja marka forystu. Víkingar gerðu þá þrefalda skiptingu. Birnir Snær, Karl Friðleifur og Axel Freyr inn. Ari Sigurpálsson, Helgi Guðjónsson og Davíð Örn út. Þá tóku Víkingar yfir leikinn og Skagamenn féllu niður í vörn. Í sínum fyrstu tveimur snertingum í leiknum fékk Birnir Snær tvö algjör dauðafæri með tveggja mínútna millibili. Fyrst fékk hann boltann meðfram jörðinni á fjærstönginni fyrir framan opið mark en þá hitti hann boltann ekki og skaut framhjá. Í seinna skiptið átti Júlíus Magnússon frábæra sendingu á fjærstöngina, Birnir hitti skotið vel bæði viðstöðulaust og á lofti en skotið í stöngina. Tvö dauðafæri sem hefðu breytt leiknum á tveimur mínútum. Víkingar reyndu hvað þeir gátu síðustu 25 mínútur leiksins að skora mark en varnarmúr ÍA hélt. Skagamenn með sinn fyrsta sigur í Bestu deildinni og það var greinilegt að mikil samheldni og andi er í liðinu um þessar mundir. Ekki skemmir fyrir þegar um 60 „ÍA-ultras“ hvetja þá áfram heilu leikina. Af hverju vann ÍA? Skagamenn mættu agaðir og kraftmiklir til leiks í dag á meðan Víkingar virkuðu smá hrokafullir í upphafi líkt og þeir þyrftu lítið að hafa fyrir sigrinum. ÍA spilaði góðan varnarleik og skoraði þrjú góð mörk eftir föst leikatriði. Sömuleiðis var dugnaðurinn, liðsheildin og viljinn meiri hjá ÍA í dag. Hverjir voru bestir? Oliver Stefánsson var að mínu mati maður leiksins af miðjunni hjá ÍA. Átti líklega ekki að spila svona mikið en hann stýrði varnaraðgerðum ÍA og lokaði algjörlega svæðinu fyrir framan markið. Það væri mikill styrkur fyrir ÍA ef hann nær að komast í sitt besta stand og spila alla leiki sem djúpur miðjumaður í ár. Aron Bjarki Jósepsson og Christian Köhler fá sömuleiðis tilnefningu fyrir frábæra frammistöðu. Hvað mátti betur fara? Víkingar þurfa að skoða það hvernig þeir verjast föstum leikatriðum. ÍA skoraði öll mörkin í dag eftir föst leikatriði og voru hættulegir í fleiri skipti. Kyle Mclagan og Ingvar Jónsson áttu vondan dag. Kyle skipt útaf í hálfleik og Ingvar svo gott sem gefur tvö mörk. Eitthvað sem hefur nánast ekki sést hjá Víkingum í meira en heilt ár. Hvað gerist næst? Víkingar spila næsta leik fimmtudaginn 28. apríl og fá þá tækifæri til þess að svara þessari frammistöðu á heimavelli gegn Keflavík kl. 19:15. Skagamenn mæta nýliðum Fram á útivelli mánudaginn 2. maí. Sá leikur er skráður í Úlfarsárdal en spurning hvort sá völlur verði tilbúinn þá. Arnar Gunnlaugsson: Þetta var bara slæmur dagur á skrifstofunni Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga, var eðlilega ósáttur við frammistöðu sinna mann í kvöld en hrósaði þó liði ÍA. „Við töpuðum bara sanngjarnt. Skagamenn voru gríðarlega sterkir. Við áttum fá svör við þeirra leik og þeir voru bara frábærir í dag. Til að eiga séns í svona leik þá hefðum þurft að gera mark í stöðunni 2-0. Þetta voru frekar ódýr mörk sem við fengum á okkur fannst mér en þeir voru bara miklu baráttuglaðari. Við vorum bara smá töffarar í fyrri hálfleik og það kann aldrei góðri lukku að stýra. Skagamenn voru ‚aggressífir‘ og beinskeyttir og voru bara eins og við töluðum um fyrir leik að þeir yrðu. Við mættum ekki til leiks en þeir voru bara miklu betri en við,“ sagði Arnar um leikinn. Arnar gerði 5 skiptingar á liði sínu í leiknum. Tvær í hálfleik og svo eina þrefalda skiptingu eftir þriðja mark ÍA. Vondur dagur á skrifstofunni segir Arnar. „Þetta var bara slæmur dagur á skrifstofunni fyrir nokkra leikmenn sem eru búnir að vera frábærir fyrir mig og gefa allt í þetta verkefni. Svona gerist bara í fótbolta. Við erum búnir að vinna held ég 11 eða 12 leiki í röð í deild og bikar. Núna reynir bara á, þetta verður ekkert auðveld sigling að verja þessa titla og sérstaklega ef við ætlum að mæta svona til leiks eins og við gerðum í dag,“ sagði Arnar Gunnlaugsson. Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Víkingur Reykjavík ÍA Tengdar fréttir Jón Þór: Frábær liðsframmistaða og það í 90 mínútur Jón Þór Hauksson, þjálfari ÍA, var gríðarlega ánægður með öflugan 3-0 sigur sinna manna gegn Íslands- og bikarmeisturum Víkings í Bestu deild karla í knattspyrnu en leikurinn fór fram á Norðurálsvelli á Akranesi. 24. apríl 2022 20:50
Skagamenn fengu Víkinga í heimsókn á Norðurálsvöllinn í 2. umferð Bestu deildar karla í knattspyrnu í kvöld. Leikurinn fór rólega af stað en opnaðist fljótlega og eftir mikla baráttu fóru Skagamenn, sem voru hvattir vel áfram úr stúkunni, með sigur af hólmi og lokatölur 3-0. Leikur fór hægt af stað og var lokaður framan af en það rættist sannarlega úr því um miðjan fyrri hálfleik. Á 19. mínútu kom fyrsta færi leiksins þegar ÍA sótti hratt upp völlinn. Eyþór Wöhler með góðan sprett og frábæra fyrirgjöf á Gísla Laxdal sem var aleinn gegn Ingvari Jónssyni sem varði frá honum frábærlega. Leikurinn breyttist nánast í borðtennisleik, svo hratt fóru liðin á milli marka. Steinar Þorsteinsson og Kristall Máni Ingason fengu sitthvort góða færið úr skyndisóknum áður en fyrsta markið leit dagsins ljós á 36. mínútu. Jón Gísli Eyland tók þá langt innkast inn í teig Víkinga. Júlíus Magnússon og Oliver Stefánsson fara upp í skallaeinvígi sem Júlíus vinnur en skallar boltann í miðjan teiginn. Gísli Laxdal var fyrstur að átta sig, skaut að marki og boltinn í netið. Skagamenn komnir 1-0 yfir og gula hafið í stúkunni fagnaði vel. Átta mínútum síðar var ÍA komið í 2-0 og aftur eftir fast leikatriði. Kaj Leo tók þá hornspyrnu og Skagamenn fylltu markteiginn fyrir framan Ingvar Jónsson. Spyrnan frá Kaj var beint inn að marki og Ingvar Jónsson réði ekki við að kýla boltann frá heldur endaði boltinn af Ingvari og í netinu. Dýrkeypt mistök Ingvars sem hafði fyrr í leiknum reynst mikilvægur. Hálfleikstölur 2-0 heimamönnum í vil og stemningin í stúkunni gríðarleg. Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga, gerði tvær breytingar í hálfleik. Inn komu reynsluboltarnir Nikolaj Hansen og Halldór Smári í stað Kyle McLagan og Viktors Örlygs. Greinilegt að Arnar var ósáttur við gang mála og réðist strax í breytingar. Þær breytingar skiluðu ekki miklu í upphafi síðari hálfleiks. Eyþór Aron Wöhler fékk gott marktækifæri á 55. mínútu en skot hans endaði í varnarmanni og fór aftur fyrir í horn. Christian Köhler tók þá hornspyrnu og uppskriftin var sú sama, allir inn í markteig og sending inn að markinu. Aftur var Ingvar Jónsson í vandræðum en nú náði hann lítilli snertingu á boltann sem datt svo til Arons Bjarka Jósepssonar. Aron Bjarki þakkaði pent fyrir sig, skallaði boltann yfir línuna og kom heimamönnum í þriggja marka forystu. Víkingar gerðu þá þrefalda skiptingu. Birnir Snær, Karl Friðleifur og Axel Freyr inn. Ari Sigurpálsson, Helgi Guðjónsson og Davíð Örn út. Þá tóku Víkingar yfir leikinn og Skagamenn féllu niður í vörn. Í sínum fyrstu tveimur snertingum í leiknum fékk Birnir Snær tvö algjör dauðafæri með tveggja mínútna millibili. Fyrst fékk hann boltann meðfram jörðinni á fjærstönginni fyrir framan opið mark en þá hitti hann boltann ekki og skaut framhjá. Í seinna skiptið átti Júlíus Magnússon frábæra sendingu á fjærstöngina, Birnir hitti skotið vel bæði viðstöðulaust og á lofti en skotið í stöngina. Tvö dauðafæri sem hefðu breytt leiknum á tveimur mínútum. Víkingar reyndu hvað þeir gátu síðustu 25 mínútur leiksins að skora mark en varnarmúr ÍA hélt. Skagamenn með sinn fyrsta sigur í Bestu deildinni og það var greinilegt að mikil samheldni og andi er í liðinu um þessar mundir. Ekki skemmir fyrir þegar um 60 „ÍA-ultras“ hvetja þá áfram heilu leikina. Af hverju vann ÍA? Skagamenn mættu agaðir og kraftmiklir til leiks í dag á meðan Víkingar virkuðu smá hrokafullir í upphafi líkt og þeir þyrftu lítið að hafa fyrir sigrinum. ÍA spilaði góðan varnarleik og skoraði þrjú góð mörk eftir föst leikatriði. Sömuleiðis var dugnaðurinn, liðsheildin og viljinn meiri hjá ÍA í dag. Hverjir voru bestir? Oliver Stefánsson var að mínu mati maður leiksins af miðjunni hjá ÍA. Átti líklega ekki að spila svona mikið en hann stýrði varnaraðgerðum ÍA og lokaði algjörlega svæðinu fyrir framan markið. Það væri mikill styrkur fyrir ÍA ef hann nær að komast í sitt besta stand og spila alla leiki sem djúpur miðjumaður í ár. Aron Bjarki Jósepsson og Christian Köhler fá sömuleiðis tilnefningu fyrir frábæra frammistöðu. Hvað mátti betur fara? Víkingar þurfa að skoða það hvernig þeir verjast föstum leikatriðum. ÍA skoraði öll mörkin í dag eftir föst leikatriði og voru hættulegir í fleiri skipti. Kyle Mclagan og Ingvar Jónsson áttu vondan dag. Kyle skipt útaf í hálfleik og Ingvar svo gott sem gefur tvö mörk. Eitthvað sem hefur nánast ekki sést hjá Víkingum í meira en heilt ár. Hvað gerist næst? Víkingar spila næsta leik fimmtudaginn 28. apríl og fá þá tækifæri til þess að svara þessari frammistöðu á heimavelli gegn Keflavík kl. 19:15. Skagamenn mæta nýliðum Fram á útivelli mánudaginn 2. maí. Sá leikur er skráður í Úlfarsárdal en spurning hvort sá völlur verði tilbúinn þá. Arnar Gunnlaugsson: Þetta var bara slæmur dagur á skrifstofunni Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga, var eðlilega ósáttur við frammistöðu sinna mann í kvöld en hrósaði þó liði ÍA. „Við töpuðum bara sanngjarnt. Skagamenn voru gríðarlega sterkir. Við áttum fá svör við þeirra leik og þeir voru bara frábærir í dag. Til að eiga séns í svona leik þá hefðum þurft að gera mark í stöðunni 2-0. Þetta voru frekar ódýr mörk sem við fengum á okkur fannst mér en þeir voru bara miklu baráttuglaðari. Við vorum bara smá töffarar í fyrri hálfleik og það kann aldrei góðri lukku að stýra. Skagamenn voru ‚aggressífir‘ og beinskeyttir og voru bara eins og við töluðum um fyrir leik að þeir yrðu. Við mættum ekki til leiks en þeir voru bara miklu betri en við,“ sagði Arnar um leikinn. Arnar gerði 5 skiptingar á liði sínu í leiknum. Tvær í hálfleik og svo eina þrefalda skiptingu eftir þriðja mark ÍA. Vondur dagur á skrifstofunni segir Arnar. „Þetta var bara slæmur dagur á skrifstofunni fyrir nokkra leikmenn sem eru búnir að vera frábærir fyrir mig og gefa allt í þetta verkefni. Svona gerist bara í fótbolta. Við erum búnir að vinna held ég 11 eða 12 leiki í röð í deild og bikar. Núna reynir bara á, þetta verður ekkert auðveld sigling að verja þessa titla og sérstaklega ef við ætlum að mæta svona til leiks eins og við gerðum í dag,“ sagði Arnar Gunnlaugsson. Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Víkingur Reykjavík ÍA Tengdar fréttir Jón Þór: Frábær liðsframmistaða og það í 90 mínútur Jón Þór Hauksson, þjálfari ÍA, var gríðarlega ánægður með öflugan 3-0 sigur sinna manna gegn Íslands- og bikarmeisturum Víkings í Bestu deild karla í knattspyrnu en leikurinn fór fram á Norðurálsvelli á Akranesi. 24. apríl 2022 20:50
Jón Þór: Frábær liðsframmistaða og það í 90 mínútur Jón Þór Hauksson, þjálfari ÍA, var gríðarlega ánægður með öflugan 3-0 sigur sinna manna gegn Íslands- og bikarmeisturum Víkings í Bestu deild karla í knattspyrnu en leikurinn fór fram á Norðurálsvelli á Akranesi. 24. apríl 2022 20:50