Hopp-hjól aftur fjarlægð af götum Þórshafnar: „Þetta er svona kafkaískur farsi“ Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 23. apríl 2022 11:24 Eyþór Máni Steinarsson framkvæmdastjóri Hopp segir að ákvörðunin haldi ekki vatni. Baldur Hrafnkell Fimmtíu rafhlaupahjól hjólaleigunnar Hopp hafa nú verið fjarlægð af götum Þórshafnar í Færeyjum í annað sinn. Þeir sem nota rafhaupahjólin geta átt von á allt að 19 þúsund króna sekt en framkvæmdastjóri Hopp segir að ákvörðun færeysku Samgöngustofunnar haldi ekki vatni. Akstovan, eða Samgöngustofan í Færeyjum, bannaði rafhlaupahjól Hopp í ágúst og fyrirtækið höfðaði dómsmál í kjölfarið. Málið vannst fyrir Eystri landsrétti í Danmörku og hjólin voru aftur sett á götur Þórshafnar í liðinni viku. Örfáum klukkustundum síðar sagði færeyska lögreglan að þau skyldi fjarlægja á ný. Samkvæmt fyrri ákvörðun felldi Akstovan Hopp-hjólin undir skilgreiningu á litlu mótorhjóli (e. pocketbike) sem eru bensínknúin og geta komist á níutíu kílómetra hraða. Danski dómstóllinn taldi að hlaupahjólin væru alls ekki sambærileg mótorhjólunum og felldi ákvörðun Akstovunnar því úr gildi. Segja hjólin skráningarskyld Nú vísar Akstovan í annan lagabókstaf en Eyþór Máni Steinarsson framkvæmdastjóri Hopp segir að ákvörðunin fái ekki staðist. „Núna eru þau að segja að við séum skráningarskylt ökutæki en það er mjög furðulegt af því að það er mjög skýrt í færeyskum lögum að ökutæki þarf að fara hraðar en 30 kílómetra á klukkustund til að vera skráningarskylt. Og það ætti að vera á þessum tímapunkti öllum kunnugt að hjólin okkar fara ekki hraðar en 25,“ segir Eyþór Máni. Hann bætir við að rafhlaupahjólin hafi bókstaflega ekki getu til að fara hraðar en 30; mótorinn sé einfaldlega ekki nægilega öflugur. Nánast eins og leikrit Lögfræðingur Hopp er kominn í málið og Eyþór segir að til fyrirtækið muni aftur leita til dómstóla, fáist ákvörðuninni ekki hnekkt á stjórnsýslustigi. Hann segir kýrskýrt að rafhlaupahjólin séu ekki skráningarskyld ökutæki samkvæmt færeyskum lögum. „Þetta er svona kafkaískur farsi, það er hvernig ég reyni að horfa á þetta. Þetta er svolítil kómísk tragedía sem er að eiga sér stað þarna, nánast eins og leikrit sem einhver er að skrifa - nema hvað að ég gæti ekki skrifað eitthvað svona gott. Við þurfum bara að vinna með þetta og leysa þetta. Við erum búin að vinna dómsmál, þau skulda okkur skaðabætur og það er bara svolítið eins og þau vilji hækka þann reikning,“ segir Eyþór Máni Steinarsson. Misvísandi upplýsingar frá færeysku lögreglunni Ebenezer Þórarinn Ásgeirsson, sem rekur Hopp í Færeyjum, er einnig ómyrkur í máli í samtali við fréttastofu. „Það voru misvísandi upplýsingar um hversu há þessi sekt sem þeir hótuðu væri. Einn sagði þúsund krónur, einn sagði sex hundruð og einn sagði sjö hundruð [danskar krónur]. Þess vegna, eins og í þessu viðtali, var sagt: „Við metum að sektin væri þetta,“ af því að þeir eru ekki vissir. Það veit enginn hvernig á að gera þetta,“ segir Ebenezer. Hann bætir við Hopp hafi ítrekað reynt að koma til móts við Akstovuna en það hafi engu máli skipt. Ebenezer bindur þó vonir við að málið leysist fljótt og farsællega. „Það eru að sjálfsögðu ekki allir sem eru á móti þessu, bara alls ekki. Ég hef sagt milljón sinnum að þetta virki á Íslandi án stórra vandamála og það sama ætti að eiga við hér.“ Rafhlaupahjól Samgöngur Færeyjar Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Leggja til að ölvun á rafhlaupahjólum verði refsiverð Starfshópur á vegum innviðaráðuneytisins leggur til að ölvun á smáfarartækjum verði gerð refsiverð. 12. apríl 2022 13:14 Ferðamátinn sem allir hafa skoðun á Rafhlaupahjólin voru fyrirferðamikil á árinu og njóta vaxandi vinsælda. Ýmsir hópar samfélagsins deila þó um ágæti ferðamátans og þá sérstaklega að næturlagi um helgar. 14. desember 2021 07:01 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Fleiri fréttir Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Sjá meira
Akstovan, eða Samgöngustofan í Færeyjum, bannaði rafhlaupahjól Hopp í ágúst og fyrirtækið höfðaði dómsmál í kjölfarið. Málið vannst fyrir Eystri landsrétti í Danmörku og hjólin voru aftur sett á götur Þórshafnar í liðinni viku. Örfáum klukkustundum síðar sagði færeyska lögreglan að þau skyldi fjarlægja á ný. Samkvæmt fyrri ákvörðun felldi Akstovan Hopp-hjólin undir skilgreiningu á litlu mótorhjóli (e. pocketbike) sem eru bensínknúin og geta komist á níutíu kílómetra hraða. Danski dómstóllinn taldi að hlaupahjólin væru alls ekki sambærileg mótorhjólunum og felldi ákvörðun Akstovunnar því úr gildi. Segja hjólin skráningarskyld Nú vísar Akstovan í annan lagabókstaf en Eyþór Máni Steinarsson framkvæmdastjóri Hopp segir að ákvörðunin fái ekki staðist. „Núna eru þau að segja að við séum skráningarskylt ökutæki en það er mjög furðulegt af því að það er mjög skýrt í færeyskum lögum að ökutæki þarf að fara hraðar en 30 kílómetra á klukkustund til að vera skráningarskylt. Og það ætti að vera á þessum tímapunkti öllum kunnugt að hjólin okkar fara ekki hraðar en 25,“ segir Eyþór Máni. Hann bætir við að rafhlaupahjólin hafi bókstaflega ekki getu til að fara hraðar en 30; mótorinn sé einfaldlega ekki nægilega öflugur. Nánast eins og leikrit Lögfræðingur Hopp er kominn í málið og Eyþór segir að til fyrirtækið muni aftur leita til dómstóla, fáist ákvörðuninni ekki hnekkt á stjórnsýslustigi. Hann segir kýrskýrt að rafhlaupahjólin séu ekki skráningarskyld ökutæki samkvæmt færeyskum lögum. „Þetta er svona kafkaískur farsi, það er hvernig ég reyni að horfa á þetta. Þetta er svolítil kómísk tragedía sem er að eiga sér stað þarna, nánast eins og leikrit sem einhver er að skrifa - nema hvað að ég gæti ekki skrifað eitthvað svona gott. Við þurfum bara að vinna með þetta og leysa þetta. Við erum búin að vinna dómsmál, þau skulda okkur skaðabætur og það er bara svolítið eins og þau vilji hækka þann reikning,“ segir Eyþór Máni Steinarsson. Misvísandi upplýsingar frá færeysku lögreglunni Ebenezer Þórarinn Ásgeirsson, sem rekur Hopp í Færeyjum, er einnig ómyrkur í máli í samtali við fréttastofu. „Það voru misvísandi upplýsingar um hversu há þessi sekt sem þeir hótuðu væri. Einn sagði þúsund krónur, einn sagði sex hundruð og einn sagði sjö hundruð [danskar krónur]. Þess vegna, eins og í þessu viðtali, var sagt: „Við metum að sektin væri þetta,“ af því að þeir eru ekki vissir. Það veit enginn hvernig á að gera þetta,“ segir Ebenezer. Hann bætir við Hopp hafi ítrekað reynt að koma til móts við Akstovuna en það hafi engu máli skipt. Ebenezer bindur þó vonir við að málið leysist fljótt og farsællega. „Það eru að sjálfsögðu ekki allir sem eru á móti þessu, bara alls ekki. Ég hef sagt milljón sinnum að þetta virki á Íslandi án stórra vandamála og það sama ætti að eiga við hér.“
Rafhlaupahjól Samgöngur Færeyjar Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Leggja til að ölvun á rafhlaupahjólum verði refsiverð Starfshópur á vegum innviðaráðuneytisins leggur til að ölvun á smáfarartækjum verði gerð refsiverð. 12. apríl 2022 13:14 Ferðamátinn sem allir hafa skoðun á Rafhlaupahjólin voru fyrirferðamikil á árinu og njóta vaxandi vinsælda. Ýmsir hópar samfélagsins deila þó um ágæti ferðamátans og þá sérstaklega að næturlagi um helgar. 14. desember 2021 07:01 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Fleiri fréttir Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Sjá meira
Leggja til að ölvun á rafhlaupahjólum verði refsiverð Starfshópur á vegum innviðaráðuneytisins leggur til að ölvun á smáfarartækjum verði gerð refsiverð. 12. apríl 2022 13:14
Ferðamátinn sem allir hafa skoðun á Rafhlaupahjólin voru fyrirferðamikil á árinu og njóta vaxandi vinsælda. Ýmsir hópar samfélagsins deila þó um ágæti ferðamátans og þá sérstaklega að næturlagi um helgar. 14. desember 2021 07:01
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu