Hafa ákveðnar vísbendingar um tildrög slyssins Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 23. apríl 2022 13:00 Vélin var hífð upp á yfirborðið í gærkvöldi. vísir/vilhelm Flak flugvélarinnar TF-ABB var híft upp úr Þingvallavatni í gærkvöldi. Nú tekur við viðamikil rannsókn á tildrögum slyssins og er vonast til að búnaður úr vélinni geti varpað ljósi á þau. Aðgerðirnar hófust í gærmorgun og stóðu yfir við vatnið fram á kvöld. Þær gengu vel og fór allt samkvæmt áætlun. Fréttastofa var á svæðinu í gær og ræddi við viðbragðsaðila eftir að fyrstu lotu aðgerðarinnar var lokið og búið var að draga flugvélina inn á grynnra svæði í vatninu. „Núna er rannsóknarvinna í gangi - verið að ljósmynda og taka út fatnað og annað sem tilheyrir þeim sem voru um borð í vélinni,“ sagði Þröstur Egill Kristjánsson aðalvarðstjóri hjá lögreglunni. Þröstur Egill Kristjánsson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunnivísir/egill Þegar því var lokið var vélin loks hífð upp á yfirborðið og var hún komin á þurrt land rétt fyrir klukkan átta í gærkvöldi. Óvenjuleg rannsókn Nú tekur Rannsóknarnefnd samgönguslysa við flaki hennar og reynir að varpa ljósi á tildrög slyssins. „Við vonum að það séu um borð rafeindatæki sem við getum notað til að varpa ljósi á það hvað átti sér stað inni í flugvélinni. Það geta til dæmis verið símar, myndavélar og annað, hugsanlega staðsetningartæki og svo einnig búnaður flugvélarinnar,“ segir Ragnar Guðmundsson stjórnandi rannsóknar hjá Rannsóknarnefnd samgönguslysa. Ragnar segir rannsóknina óvenjulega.vísir/egill Hann segir margt óljóst í rannsókninni en telur að með rannsókn á flakinu verði hægt að upplýsa það sem gerðist. „Þessi ákveðna rannsókn er svolítið óvenjuleg að því leyti að nú komumst við ekki í flugvélina í tvo og hálfan mánuð nema að skoða hana með neðarsjávarkafbát að utan. Það hefur svona gefið okkur vissar vísbendingar en okkur vantaði sem sagt að fá flugvélina og rannsaka hana mun ítarlegar til að reyna að komast að orsökum slyssins,“ sagði Ragnar. Það getur tekið nokkra mánuði, jafnvel upp í tvö, þrjú ár fyrir stofnunina að gefa út lokaskýrslu um flugslys hér á landi. Flugslys við Þingvallavatn Þingvellir Samgönguslys Fréttir af flugi Grímsnes- og Grafningshreppur Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira
Aðgerðirnar hófust í gærmorgun og stóðu yfir við vatnið fram á kvöld. Þær gengu vel og fór allt samkvæmt áætlun. Fréttastofa var á svæðinu í gær og ræddi við viðbragðsaðila eftir að fyrstu lotu aðgerðarinnar var lokið og búið var að draga flugvélina inn á grynnra svæði í vatninu. „Núna er rannsóknarvinna í gangi - verið að ljósmynda og taka út fatnað og annað sem tilheyrir þeim sem voru um borð í vélinni,“ sagði Þröstur Egill Kristjánsson aðalvarðstjóri hjá lögreglunni. Þröstur Egill Kristjánsson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunnivísir/egill Þegar því var lokið var vélin loks hífð upp á yfirborðið og var hún komin á þurrt land rétt fyrir klukkan átta í gærkvöldi. Óvenjuleg rannsókn Nú tekur Rannsóknarnefnd samgönguslysa við flaki hennar og reynir að varpa ljósi á tildrög slyssins. „Við vonum að það séu um borð rafeindatæki sem við getum notað til að varpa ljósi á það hvað átti sér stað inni í flugvélinni. Það geta til dæmis verið símar, myndavélar og annað, hugsanlega staðsetningartæki og svo einnig búnaður flugvélarinnar,“ segir Ragnar Guðmundsson stjórnandi rannsóknar hjá Rannsóknarnefnd samgönguslysa. Ragnar segir rannsóknina óvenjulega.vísir/egill Hann segir margt óljóst í rannsókninni en telur að með rannsókn á flakinu verði hægt að upplýsa það sem gerðist. „Þessi ákveðna rannsókn er svolítið óvenjuleg að því leyti að nú komumst við ekki í flugvélina í tvo og hálfan mánuð nema að skoða hana með neðarsjávarkafbát að utan. Það hefur svona gefið okkur vissar vísbendingar en okkur vantaði sem sagt að fá flugvélina og rannsaka hana mun ítarlegar til að reyna að komast að orsökum slyssins,“ sagði Ragnar. Það getur tekið nokkra mánuði, jafnvel upp í tvö, þrjú ár fyrir stofnunina að gefa út lokaskýrslu um flugslys hér á landi.
Flugslys við Þingvallavatn Þingvellir Samgönguslys Fréttir af flugi Grímsnes- og Grafningshreppur Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira