Segir ráðherra og ríkisstjórn vera að plata almenning Smári Jökull Jónsson skrifar 23. apríl 2022 12:16 Sigmar Guðmundsson segir ákvarðanatöku sem þessa ekki boðlega hjá æðstu stjórn ríkisins og segir gagnsæi í ákvörðunum ríkisstjórnarinnar lítið. Vísir/Vilhelm Sigmar Guðmundsson þingmaður Viðreisnar gagnrýnir ríkisstjórnina harðlega fyrir yfirlýsingu sína um að Bankasýsla ríkisins verði lögð niður og segir að verið sé að plata almenning. Þetta kemur fram í grein sem birtist á Vísi undir nafninu „Röng yfirlýsing ríkisstjórnar“. Yfirlýsing um að Bankasýsla ríkisins verði lögð niður birtist á stjórnarráðsvefnum þann 19.apríl en í grein Sigmars skrifar hanns að á þeim tíma hafi ellefu dagar verið liðnir frá síðasta fundi ríkisstjórnarinnar og að þá hafi málefni Bankasýslunnar ekki verið að dagskrá. „Ríkisstjórnin hefði getað ákveðið þetta á reglulegum fundi sínum sama dag og yfirlýsingin var sett á stjórnarráðsvefinn en sá fundur féll niður án skýringa,“ skrifar Sigmar. „Við hljótum að geta verið sammála um að yfirlýsingar frá ráðherrum og ríkisstjórn þurfi að vera réttar. Að almenningur sé ekki plataður eða afvegaleiddur.“ Sigmar segir skýrt sé í reglum um ríkisstjórnarfundi að mikilvæg stjórnarmálefni skuli taka fyrir á fundum og að til þeirra teljist til dæmis „reglugerðir og yfirlýsingar sem taldar eru fela í sér mikilvæga stefnumörkun eða áherslubreytingar eða ef sýnt þykir að reglugerð eða yfirlýsing geti haft áhrif á útgjöld ríkissjóðs umfram fjárheimildir eða á efnahagsmál almennt.“ Alvarleg innanmein og ósætti innan ríkisstjórnarinnar Þá segir Sigmar að mikilvægt hefði verið að ræða þetta mál í ljósi forsögu þess. Hann segir að á ríkisstjórnarfundi hefðu einstaka ráðherrar getað viðrað mögulega andstöðu sína við málið í stað þess að það væri gert í fjölmiðlum þegar allt væri um garð gengið. Sigmar segir erfitt að ná rökrænu samhengi úr yfirlýsingum ríkisstjórnarinnar vegna alvarlegra innanmeina og ósættis. „Ég hefði þó haldið að það ætti að geta náðst samstaða um að sala á 50 milljarða eign þjóðarinnar sem endaði með þeim ósköpum að leggja þarf niður heila ríkisstofnun, gæti talist mikilvægt stjórnarmálefni. Jafnvel mikilvæg stefnumörkun eða áherslubreyting. Eða bara allt þetta.“ „Þriggja manna óformlegur fundur kemur ekki í stað formlegs ríkisstjórnarfundar. Þessi vinnubrögð ríma illa við orðið „gagnsæi“ sem kemur átta sinnum fyrir í stjórnarsáttmálunum og fjórum sinnum í sjálfri yfirlýsingunni sem birtist á stjórnarráðsvefnum þann 19 apríl.“ Salan á Íslandsbanka Viðreisn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Íslenskir bankar Stjórnsýsla Tengdar fréttir Lögmaður Bankasýslunnar segir bankasöluna hafa verið löglega Þórólfur Heiðar Þorsteinsson, lögmaður Bankasýslu ríkisins, telur ljóst að framkvæmd á sölu á 22,5 prósent hlut ríkisins í Íslandsbanka hafi verið samkvæmt lögum. Fjármálaráðherra hafi ekki borið að samþykkja hvert og eitt tilboð sem barst. 22. apríl 2022 09:00 Ekki að firra sig ábyrgð með því að leggja Bankasýsluna niður Fjármálaráðherra er ánægður með heildarútkomu útboðsins á Íslandsbanka en viðurkennir að staðan sem nú er komin upp sé engin óskastaða. Hann hafnar því að með ákvörðun um að leggja niður bankasýslu ríkisins sé verið að firra hann sjálfan ábyrgð á söluferlinu. 22. apríl 2022 23:33 Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Fleiri fréttir Ríkið greiddi 642 milljónir vegna ágreinings, eineltis og brottreksturs Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Sjá meira
Þetta kemur fram í grein sem birtist á Vísi undir nafninu „Röng yfirlýsing ríkisstjórnar“. Yfirlýsing um að Bankasýsla ríkisins verði lögð niður birtist á stjórnarráðsvefnum þann 19.apríl en í grein Sigmars skrifar hanns að á þeim tíma hafi ellefu dagar verið liðnir frá síðasta fundi ríkisstjórnarinnar og að þá hafi málefni Bankasýslunnar ekki verið að dagskrá. „Ríkisstjórnin hefði getað ákveðið þetta á reglulegum fundi sínum sama dag og yfirlýsingin var sett á stjórnarráðsvefinn en sá fundur féll niður án skýringa,“ skrifar Sigmar. „Við hljótum að geta verið sammála um að yfirlýsingar frá ráðherrum og ríkisstjórn þurfi að vera réttar. Að almenningur sé ekki plataður eða afvegaleiddur.“ Sigmar segir skýrt sé í reglum um ríkisstjórnarfundi að mikilvæg stjórnarmálefni skuli taka fyrir á fundum og að til þeirra teljist til dæmis „reglugerðir og yfirlýsingar sem taldar eru fela í sér mikilvæga stefnumörkun eða áherslubreytingar eða ef sýnt þykir að reglugerð eða yfirlýsing geti haft áhrif á útgjöld ríkissjóðs umfram fjárheimildir eða á efnahagsmál almennt.“ Alvarleg innanmein og ósætti innan ríkisstjórnarinnar Þá segir Sigmar að mikilvægt hefði verið að ræða þetta mál í ljósi forsögu þess. Hann segir að á ríkisstjórnarfundi hefðu einstaka ráðherrar getað viðrað mögulega andstöðu sína við málið í stað þess að það væri gert í fjölmiðlum þegar allt væri um garð gengið. Sigmar segir erfitt að ná rökrænu samhengi úr yfirlýsingum ríkisstjórnarinnar vegna alvarlegra innanmeina og ósættis. „Ég hefði þó haldið að það ætti að geta náðst samstaða um að sala á 50 milljarða eign þjóðarinnar sem endaði með þeim ósköpum að leggja þarf niður heila ríkisstofnun, gæti talist mikilvægt stjórnarmálefni. Jafnvel mikilvæg stefnumörkun eða áherslubreyting. Eða bara allt þetta.“ „Þriggja manna óformlegur fundur kemur ekki í stað formlegs ríkisstjórnarfundar. Þessi vinnubrögð ríma illa við orðið „gagnsæi“ sem kemur átta sinnum fyrir í stjórnarsáttmálunum og fjórum sinnum í sjálfri yfirlýsingunni sem birtist á stjórnarráðsvefnum þann 19 apríl.“
Salan á Íslandsbanka Viðreisn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Íslenskir bankar Stjórnsýsla Tengdar fréttir Lögmaður Bankasýslunnar segir bankasöluna hafa verið löglega Þórólfur Heiðar Þorsteinsson, lögmaður Bankasýslu ríkisins, telur ljóst að framkvæmd á sölu á 22,5 prósent hlut ríkisins í Íslandsbanka hafi verið samkvæmt lögum. Fjármálaráðherra hafi ekki borið að samþykkja hvert og eitt tilboð sem barst. 22. apríl 2022 09:00 Ekki að firra sig ábyrgð með því að leggja Bankasýsluna niður Fjármálaráðherra er ánægður með heildarútkomu útboðsins á Íslandsbanka en viðurkennir að staðan sem nú er komin upp sé engin óskastaða. Hann hafnar því að með ákvörðun um að leggja niður bankasýslu ríkisins sé verið að firra hann sjálfan ábyrgð á söluferlinu. 22. apríl 2022 23:33 Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Fleiri fréttir Ríkið greiddi 642 milljónir vegna ágreinings, eineltis og brottreksturs Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Sjá meira
Lögmaður Bankasýslunnar segir bankasöluna hafa verið löglega Þórólfur Heiðar Þorsteinsson, lögmaður Bankasýslu ríkisins, telur ljóst að framkvæmd á sölu á 22,5 prósent hlut ríkisins í Íslandsbanka hafi verið samkvæmt lögum. Fjármálaráðherra hafi ekki borið að samþykkja hvert og eitt tilboð sem barst. 22. apríl 2022 09:00
Ekki að firra sig ábyrgð með því að leggja Bankasýsluna niður Fjármálaráðherra er ánægður með heildarútkomu útboðsins á Íslandsbanka en viðurkennir að staðan sem nú er komin upp sé engin óskastaða. Hann hafnar því að með ákvörðun um að leggja niður bankasýslu ríkisins sé verið að firra hann sjálfan ábyrgð á söluferlinu. 22. apríl 2022 23:33