Fólk verði að gera sér grein fyrir því að fuglaflensan sé orðin útbreidd Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 24. apríl 2022 11:19 Brigitte Brugger segir að í raun hvaða fuglategund sem er geti smitast af flensunni. Stöð 2 Fuglaflensa greindist í átta sýnum af fimmtán sem tekin voru af villtum fuglum í vikunni. Sýnin voru tekin víðsvegar um landið og dýralæknir segir ljóst að fuglaflensa sé orðin útbreidd í villtum fuglum hér á landi. Mannfólk og katta- og hundaeigendur þurfi þó lítið að óttast að svo stöddu. Sýnin sem greindust jákvæð voru meðal annars tekin á Suðurnesjum, Snæfellsnesi og á Akureyri. Fuglaflensan greindist meðal annars í súlum, mávum og í grágæs en Birgitte Brugger, sérgreinadýralæknir alifugla, brýnir fyrir alifuglaeigendum að gæta vel að sóttvörnum. Fuglaflensan greindist í hræjum fuglanna en Birgitte segir að veiran geti vel verið útbreiddari. „Það geta verið margar tegundir villtra fugla sem bera fuglaflensuna með sér án þess að veikjast eða drepast og þá eru það sérstaklega andfuglarnir. Það þarf ekkert að túlka þetta þannig að þetta séu einungis þær fuglategundir sem bera veiruna þar sem við finnum dauða fugla og greinum í - þetta getur líka verið í öðrum fuglategundum.“ Hvetur fólk til að vera á varðbergi Hún bætir við að allir - og þá sérstaklega alifuglaeigendur - verði að vera á varðbergi. Alifuglar eigi ekki að ganga lausir. „Hættan á smiti í alifuglum er há. Það er mikilvægt að allir sem halda alifugla, hvort sem það eru bakgarðshænur, endur eða gæsir í garðinum eða aðra fugla, þeir þurfa að gæta fyllstu smitvarna; Og koma í veg fyrir að þeirra fuglar geti smitast frá villtum fuglum,“ segir Birgitte. Birgitte segir að fólk verði að gera sér grein fyrir því að fuglaflensan sé orðin útbreidd á landinu. Veiran geti í raun komist í hvaða fugl sem er en hætta á að fólk smitist af fuglaflensunni sé mjög lítil. „Það eru engar vísbendingar um að fólk smitist af þessum veirum. Það eru einhver algjör undantekningartilfelli þekkt þar sem fólk hefur smitast og fengið væg einkenni, sem hefur haft mikla umgengni við sýkta fuglahópa, en almennir borgarar þurfa ekki að óttast neitt eins og er,“ segir hún. Fuglaflensan sjaldgæf í spendýrum Hún segir að katta- og hundaeigendur þurfi ekki að hafa miklar áhyggjur enda hafi smit í spendýrum greinst í algjörum undantekningartilvikum. Í Evrópu hafi örfá tilfelli greinst í refum og otrum. „Eins og er þarf ekkert að óttast að kettir og hundar geti smitast en það er rétt, ef þessi heimilisdýr koma heim með villta fugla, þá er rétt einmitt að taka ekki upp fuglinn og fjarlægja hann með því að snerta með plastpoka eða hönskum,“ segir Birgitte. „Vonandi fer þetta ekkert að hafa áhrif á alifuglana af því það gæti orðið mjög dýrkeypt,“ bætir hún við. Fuglar Dýraheilbrigði Dýr Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Fleiri fréttir Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Sjá meira
Sýnin sem greindust jákvæð voru meðal annars tekin á Suðurnesjum, Snæfellsnesi og á Akureyri. Fuglaflensan greindist meðal annars í súlum, mávum og í grágæs en Birgitte Brugger, sérgreinadýralæknir alifugla, brýnir fyrir alifuglaeigendum að gæta vel að sóttvörnum. Fuglaflensan greindist í hræjum fuglanna en Birgitte segir að veiran geti vel verið útbreiddari. „Það geta verið margar tegundir villtra fugla sem bera fuglaflensuna með sér án þess að veikjast eða drepast og þá eru það sérstaklega andfuglarnir. Það þarf ekkert að túlka þetta þannig að þetta séu einungis þær fuglategundir sem bera veiruna þar sem við finnum dauða fugla og greinum í - þetta getur líka verið í öðrum fuglategundum.“ Hvetur fólk til að vera á varðbergi Hún bætir við að allir - og þá sérstaklega alifuglaeigendur - verði að vera á varðbergi. Alifuglar eigi ekki að ganga lausir. „Hættan á smiti í alifuglum er há. Það er mikilvægt að allir sem halda alifugla, hvort sem það eru bakgarðshænur, endur eða gæsir í garðinum eða aðra fugla, þeir þurfa að gæta fyllstu smitvarna; Og koma í veg fyrir að þeirra fuglar geti smitast frá villtum fuglum,“ segir Birgitte. Birgitte segir að fólk verði að gera sér grein fyrir því að fuglaflensan sé orðin útbreidd á landinu. Veiran geti í raun komist í hvaða fugl sem er en hætta á að fólk smitist af fuglaflensunni sé mjög lítil. „Það eru engar vísbendingar um að fólk smitist af þessum veirum. Það eru einhver algjör undantekningartilfelli þekkt þar sem fólk hefur smitast og fengið væg einkenni, sem hefur haft mikla umgengni við sýkta fuglahópa, en almennir borgarar þurfa ekki að óttast neitt eins og er,“ segir hún. Fuglaflensan sjaldgæf í spendýrum Hún segir að katta- og hundaeigendur þurfi ekki að hafa miklar áhyggjur enda hafi smit í spendýrum greinst í algjörum undantekningartilvikum. Í Evrópu hafi örfá tilfelli greinst í refum og otrum. „Eins og er þarf ekkert að óttast að kettir og hundar geti smitast en það er rétt, ef þessi heimilisdýr koma heim með villta fugla, þá er rétt einmitt að taka ekki upp fuglinn og fjarlægja hann með því að snerta með plastpoka eða hönskum,“ segir Birgitte. „Vonandi fer þetta ekkert að hafa áhrif á alifuglana af því það gæti orðið mjög dýrkeypt,“ bætir hún við.
Fuglar Dýraheilbrigði Dýr Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Fleiri fréttir Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Sjá meira
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent