Lítil skref fara langt í umhverfismálum Daníel Leó Ólason skrifar 25. apríl 2022 14:01 Öll þekkjum við orðið umræðuna um loftslagsmál betur en handabakið á okkur og mikilvægi þess að við leggjum öll okkar af mörkum. Við vitum hversu áríðandi það er að bíða ekki til morguns heldur byrja strax í dag. Oft fer umræðan hratt út í stóru málefnin og hvernig við getum leyst þau á einu bretti svo allt verði gott á ný. Öll viljum við afhenda börnunum okkar grænni framtíð en oft vantar okkur verkfæri. Á meðan við bíðum, hellast yfir okkur fréttir úr öllum áttum um hækkandi hitastig og sóun um alla jörð sem vekja hjá okkur bæði vonleysi og uppgjöf. Í þessum stormi gleymist oft að mikið er til af auðveldum leiðum sem hægt er nota til að takast á við vandann strax í dag. Það er hægt að gera svo margt með fjölbreyttum lausnum og því ekki eftir neinu að bíða. Þar á sveitarfélagið alls ekki að vera undanskilið. Sveitarfélag á að leiða þessa vegferð og halda henni í heiðri í öllum sínum aðgerðum. Sveitarfélagið á að vera vitinn sem íbúarnir horfa til og sigla eftir. Sveitarfélagið getur lagt sitt af mörkum Það er sannarlega margt sem sveitarfélagið getur gert og er eftirfarandi á engan hátt tæmandi listi yfir mögulegar aðgerðir heldur einungis hugsað sem dæmi um hvað hægt er að hefja strax á morgun. Efla göngu- og hjólamenningu Styrkur minni sveitarfélaga er nálægð í alla þjónustu og afþreyingu. Kostur sem margir sækjast eftir er því miður oft illa nýttur. Það verkefni er margþætt og margt þarf betur að fara og þarf að leysa. Í umræðunni um hjólamenningu kemur oft í umræðuna hjólamenningin í Evrópu, sérstaklega í Danmörku sem, líkt og Árborg er nánast á sléttlendi. Aðstæður til hjólaiðkunar á Íslandi eru hvergi betri en einmitt hér. Árborg hefur því mikið forskot í því að verða leiðandi sem hjólahöfuðborg landsins. Þetta má gera með aukinni þjónustu við snjómokstur, sópun, gerð hjólastíga, yfirbyggðum hjólastæðum, aðstöðu víða til aðstoðar við hjólafólk (t.d. pumpustöð) ofl. Grænir hvatar og innkaupastefna Græn innkaupastefna þar sem gæði, ending, nýting og heildarkostnaður á líftíma eru höfð að leiðarljósi. Í útboðum er hægt að setja fjölmarga græna hvata sem hægt er að verðlauna án þess að hafna öðrum. Má hér nefna græna orkugjafa, græn byggingarefni og umhverfisvottanir. Hugmyndin er að hvetja verktaka sem og aðra bjóðendur til dáða og verðlauna þeim sem leiða græna vagninn. Til að huga að umhverfinu þarf svo að lokum að huga að framhaldslífi hlutanna strax við val á innkaupum. Hér telur tíminn hratt því útboð eru oft hugsuð til lengri tíma en með þessum markmiðum er margt að sækja til lengri og skemmri tíma þar sem margt efni fellur til t.d. við byggingarframkvæmdir en einnig við kaup á fatnaði og búnaði starfsfólks. Fræðsla um flokkun og matarsóun Umræðan um flokkun fer oft á flug þegar við fáum fréttir af neikvæðum afdrifum úrgangs sem við hendum. Það dregur oft úr vilja fólks til að flokka og minnka þessa sömu sóun. En sorpmál eru eins og margt annað, flókinn málaflokkur á alþjóðlegu plani, en oft er hægt að ná miklum árangri með fræðslu og samstöðu samfélagsins. Tökum samtalið um hvernig við getum saman minnkað sóun og sporið sem kemur frá okkur. Grænir iðngarðar og nýsköpun Það er fátt sem gleður meira en fréttir um að eitthvað sem áður var hent er nú nýtt áfram með góðum árangri. Þá líður okkur eins og við séum á réttri vegferð. Það er mikilvægt að búa til umgjörð fyrir iðnað sem getur nýtt þessa eiginleika. Hugtök eins og grænir iðngarðar eru byrjaðir að koma fram á sjónarsviðið. Hverfi þar sem nýting hráefnis fer fram á milli fyrirtækja án þess að fara landshlutana á milli. Mikilvægt er að stuðla að góðri nýsköpunaraðstöðu til að tryggja slíkt hringrásarhagkerfi ásamt því að huga vel að skipulagi. Nýsköpun og samvinna í heimabyggð getur þýtt að það þurfti ekki alltaf að fara yfir lækinn til að sækja vatnið. Þjónustu-bílar/húsnæði betri nýting og grænni orkugjafi Mikilvægt er að ökutæki og vélar sveitarfélagsins séu grænorkutæki þar sem það er mögulegt. Það er þó einnig mjög mikilvægt að tryggja að tækjaflotinn sé vel nýttur og því þarf að finna leiðir til að samnýta flotann þar sem það bæði dregur úr kostnaði og borgar sig fyrir umhverfið. Að sama skapi eiga öll húsnæði sveitarfélagsins að komast í sem bestu nýtingu með samþættingu mismunandi notkunar fyrir íbúa og starfsfólk allan sólarhringinn. Áfram Árborg vill umhverfisvæna framtíð fyrir Árborg Allar ákvarðanir sveitarfélagsins eiga að grundvallast á því að þjóna samfélaginu. Björt og græn framtíð er nauðsynleg fyrir okkur sem samfélag og við í Áfram Árborg teljum að þegar kemur að því að minnka óþarfa kolefnisspor í sveitarfélaginu er engin steinn of lítill til að honum eigi ekki að vera snúið við. Horfum brosandi framan í framtíðina og vinnum þessi mikilvægu mál saman. Framtíðin er núna! Höfundur er raforkuverkfræðingur og skipar 5. sæti á Á lista Áfram Árborgar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árborg Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir Skoðun Ólögleg meðvirkni lækna Teitur Ari Theodórsson Skoðun Verklausi milljónakennarinn Þórunn Sveinbjarnardóttir Skoðun Afleiðingar verkfallsaðgerða á minnstu börnin - krafa um svör Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Fólk, fjárfestingar og framfarir Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Húsnæðis- og skipulagsmál Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Skattlögð þegar við þénum, eigum og eyðum Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson skrifar Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist skrifar Skoðun Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Kyrrstöðuna verður að rjúfa! Lausn fyrir verðandi innviðaráðherra Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Íslenskan og menningararfurinn Sólveig Dagmar Þórisdóttir skrifar Skoðun Mannúðlegri úrræði Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Læknar á landsbyggðinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íslensk verðtrygging á mannamáli! Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Varðhundar kerfisins Lára Herborg Ólafsdóttir skrifar Skoðun Mótum stefnu um iðn- og tæknimenntun á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Stýrir gervigreind málflutningi stjórnmálamanna og semur stefnur stjórnmálaflokkanna? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Kolkrabbinn og fjármálafjötrar Íslands Ágústa Árnadóttir skrifar Sjá meira
Öll þekkjum við orðið umræðuna um loftslagsmál betur en handabakið á okkur og mikilvægi þess að við leggjum öll okkar af mörkum. Við vitum hversu áríðandi það er að bíða ekki til morguns heldur byrja strax í dag. Oft fer umræðan hratt út í stóru málefnin og hvernig við getum leyst þau á einu bretti svo allt verði gott á ný. Öll viljum við afhenda börnunum okkar grænni framtíð en oft vantar okkur verkfæri. Á meðan við bíðum, hellast yfir okkur fréttir úr öllum áttum um hækkandi hitastig og sóun um alla jörð sem vekja hjá okkur bæði vonleysi og uppgjöf. Í þessum stormi gleymist oft að mikið er til af auðveldum leiðum sem hægt er nota til að takast á við vandann strax í dag. Það er hægt að gera svo margt með fjölbreyttum lausnum og því ekki eftir neinu að bíða. Þar á sveitarfélagið alls ekki að vera undanskilið. Sveitarfélag á að leiða þessa vegferð og halda henni í heiðri í öllum sínum aðgerðum. Sveitarfélagið á að vera vitinn sem íbúarnir horfa til og sigla eftir. Sveitarfélagið getur lagt sitt af mörkum Það er sannarlega margt sem sveitarfélagið getur gert og er eftirfarandi á engan hátt tæmandi listi yfir mögulegar aðgerðir heldur einungis hugsað sem dæmi um hvað hægt er að hefja strax á morgun. Efla göngu- og hjólamenningu Styrkur minni sveitarfélaga er nálægð í alla þjónustu og afþreyingu. Kostur sem margir sækjast eftir er því miður oft illa nýttur. Það verkefni er margþætt og margt þarf betur að fara og þarf að leysa. Í umræðunni um hjólamenningu kemur oft í umræðuna hjólamenningin í Evrópu, sérstaklega í Danmörku sem, líkt og Árborg er nánast á sléttlendi. Aðstæður til hjólaiðkunar á Íslandi eru hvergi betri en einmitt hér. Árborg hefur því mikið forskot í því að verða leiðandi sem hjólahöfuðborg landsins. Þetta má gera með aukinni þjónustu við snjómokstur, sópun, gerð hjólastíga, yfirbyggðum hjólastæðum, aðstöðu víða til aðstoðar við hjólafólk (t.d. pumpustöð) ofl. Grænir hvatar og innkaupastefna Græn innkaupastefna þar sem gæði, ending, nýting og heildarkostnaður á líftíma eru höfð að leiðarljósi. Í útboðum er hægt að setja fjölmarga græna hvata sem hægt er að verðlauna án þess að hafna öðrum. Má hér nefna græna orkugjafa, græn byggingarefni og umhverfisvottanir. Hugmyndin er að hvetja verktaka sem og aðra bjóðendur til dáða og verðlauna þeim sem leiða græna vagninn. Til að huga að umhverfinu þarf svo að lokum að huga að framhaldslífi hlutanna strax við val á innkaupum. Hér telur tíminn hratt því útboð eru oft hugsuð til lengri tíma en með þessum markmiðum er margt að sækja til lengri og skemmri tíma þar sem margt efni fellur til t.d. við byggingarframkvæmdir en einnig við kaup á fatnaði og búnaði starfsfólks. Fræðsla um flokkun og matarsóun Umræðan um flokkun fer oft á flug þegar við fáum fréttir af neikvæðum afdrifum úrgangs sem við hendum. Það dregur oft úr vilja fólks til að flokka og minnka þessa sömu sóun. En sorpmál eru eins og margt annað, flókinn málaflokkur á alþjóðlegu plani, en oft er hægt að ná miklum árangri með fræðslu og samstöðu samfélagsins. Tökum samtalið um hvernig við getum saman minnkað sóun og sporið sem kemur frá okkur. Grænir iðngarðar og nýsköpun Það er fátt sem gleður meira en fréttir um að eitthvað sem áður var hent er nú nýtt áfram með góðum árangri. Þá líður okkur eins og við séum á réttri vegferð. Það er mikilvægt að búa til umgjörð fyrir iðnað sem getur nýtt þessa eiginleika. Hugtök eins og grænir iðngarðar eru byrjaðir að koma fram á sjónarsviðið. Hverfi þar sem nýting hráefnis fer fram á milli fyrirtækja án þess að fara landshlutana á milli. Mikilvægt er að stuðla að góðri nýsköpunaraðstöðu til að tryggja slíkt hringrásarhagkerfi ásamt því að huga vel að skipulagi. Nýsköpun og samvinna í heimabyggð getur þýtt að það þurfti ekki alltaf að fara yfir lækinn til að sækja vatnið. Þjónustu-bílar/húsnæði betri nýting og grænni orkugjafi Mikilvægt er að ökutæki og vélar sveitarfélagsins séu grænorkutæki þar sem það er mögulegt. Það er þó einnig mjög mikilvægt að tryggja að tækjaflotinn sé vel nýttur og því þarf að finna leiðir til að samnýta flotann þar sem það bæði dregur úr kostnaði og borgar sig fyrir umhverfið. Að sama skapi eiga öll húsnæði sveitarfélagsins að komast í sem bestu nýtingu með samþættingu mismunandi notkunar fyrir íbúa og starfsfólk allan sólarhringinn. Áfram Árborg vill umhverfisvæna framtíð fyrir Árborg Allar ákvarðanir sveitarfélagsins eiga að grundvallast á því að þjóna samfélaginu. Björt og græn framtíð er nauðsynleg fyrir okkur sem samfélag og við í Áfram Árborg teljum að þegar kemur að því að minnka óþarfa kolefnisspor í sveitarfélaginu er engin steinn of lítill til að honum eigi ekki að vera snúið við. Horfum brosandi framan í framtíðina og vinnum þessi mikilvægu mál saman. Framtíðin er núna! Höfundur er raforkuverkfræðingur og skipar 5. sæti á Á lista Áfram Árborgar.
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Stýrir gervigreind málflutningi stjórnmálamanna og semur stefnur stjórnmálaflokkanna? Tómas Ellert Tómasson skrifar