Hundruð mættu í mat þegar Flottafólk tók á móti Guðna forseta Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 25. apríl 2022 13:30 Guðni gaf sér góðan tíma með fólkinu Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson mætti í aðstöðu Flottafólk í húsakynnum Pipar\TBWA að Guðrúnartúni 8 á síðasta vetrardag en þar var á boðstólnum nýveiddur fiskur í tilefni dagsins. „Fjöldinn hefur aldrei verið svona mikill en áður höfðum við mest fengið rúmlega 250 manns. Þá var Hafliði kokkur og hans gengi og núverandi framkvæmdastjóri Íslenskt Lambakjöt með lambaveslu og heimagert bernais fyrir fólkið. Við reynum að hafa talsverða fjölbreytni í matnum og kvöldunum hjá okkur, segir Valgeir Magnússon, stjórnarformaður Pipar\TBWA og Flottafólk hjálparsamtök. Valgeir með plakat sem fólkið gaf sem þakklætisvott, en þar eru skrifaðar fallegar litlar sögur frá fjölda fólks sem vildi þakka fyrir sig og fyrir hvað. „Á sumardaginn fyrsta voru brauðtertur og fyrirtækið Armar fjármagnaði að við gátum keypt sumargjafir handa öllum börnunum. Guðni var frábær en hann gaf sér góðan tíma og var um 90 mínútur á staðnum við að spjalla við fólk og gefa fólki færi á að taka myndir af sér með honum. Maður getur ekki annað en verið stoltur af því að við eigum forseta eins og hann.“ Flottafólk rekur nú aðstöðu höfuðstöðvum Pipar\TBWA í Guðrúnartúni 8 þar sem matsalur auglýsingastofunnar er kvöldverðarstaður flottafólks frá Ukrainu og félagsmiðstöð. Aðstaðan er opin frá 18 til 20 alla mánudaga til fimmtudaga. Einnig reka samtökin dagvistunarúrræði í Hátúni þar sem mæður geta verið með börnum sínum eða skilið börn eftir þegar sinna þarf erindum eða fara í vinnu. En margir einstaklingar eru þegar komnir með vinnu á Íslandi. Til viðbótar er rekin ókeypis verslun í kjallara auglýsingastofunnar og svo gera samtökin út fimm litlar rútur til að flytja fólk á milli staða. „Það er svo mikið af frábæru fólki sem hefur lagt samtökunum lið og verkefnin einhvern veginn orðið til til að svara þörf. Akstursþjónustan gerir mikið en fólkið býr víðs vegar og átti margt erfitt með að nýta okkar úrræði þar sem strætófar er mikill peningur þegar enginn peningur er til. Þar erum við með nokkra eldri menn sem eru fyrrum atvinnubílstjórar sem sinna því verkefni fyrir okkur og hafa gert frábært starf. Við höfum svo verið að funda með hinu opinbera bæði ríki og borg um það hvernig við getum orðið að liði við að þjónusta við fólkið gangi sem best fyrir sig þar sem Ísland hefur aldrei tekið á móti svo mörgum flóttamönnum á svo skömmum tíma áður,“ bætir Valgeir við. Sveinn Rúnar með Gylfa Þór Þorsteinssyni og Þórdísi Lóu Þórhallsdóttur Húsnæði Pipar\TBWA í Guðrúnartúni hefur nú verið opið í 8 vikur, en salurinn í Guðrúnartúni var opnaður fyrir flóttafólk í fyrstu viku mars. Matur hefur verið á boðstólnum allan tímann og hefur mikill meirihluti flóttafólks frá Úkraínu komið á staðinn á þeim tíma. „Þetta var skyndihugdetta í byrjun er við sáum þörfina sem var til staðar. Ég var í heimsókn hjá vini mínum Sveini Rúnari lækni og tónlistarmanni en hann er giftur konu frá Úkraínu. Þau voru þá búin að taka á móti tveimur konum og börnum þeirra. Ég skynjaði sorgina og vonleysið sem var til staðar og mundi þá eftir viðtali sem ég hafði heyrt við einhvern sérfræðing sem var að bera saman hversu fljótt fólk jafnaði sig af áfallinu sem snjóflóðin í Súðavík og Flateyri ullu. En fólkið frá Súðavík var allt flutt yfir á Ísafjörð þar sem það dvaldi saman og átti mikla samveru. En fólkið frá Flateyri hafði verið flutt til Reykjavíkur þar sem það dvaldi ekki saman og átti þar með ekki svona mikla samveru. Samveran var svo mikill þáttur í úrvinnslu tilfinninganna og olli því að fólkið frá Súðavík vann betur úr tilfinningunum og gekk því betur að halda áfram með lífið. Þannig að ég hugsaði; Við eigum svo frábært húsnæði hér í Pipar\TBWA sem er bara notað í hádeginu og einstaka sinnum um helgar. Við getum opnað það á kvöldin fyrir Úkraínufólk með mat og samverustað,“ útskýrir Valgeir. Valgeir Magnússon og Guðni forseti. „Það virtist vera rétt ályktun og núna er verkefnið að sprengja húsnæðið af sér svo ég held að innan skamms þurfi að hugsa þetta upp á nýtt með stærri aðstöðu eða fleiri svona aðstöðum næstu mánuðina. Fyrstu vikuna sem við opnuðum létum við boð ganga um að fólk sem hefði áhuga á að hjálpa gæti mætt og var fundað á hverju kvöldi fyrstu vikurnar við að skipuleggja starfið. Mikið af fræbæru fólki bættist í hópinn og urðu til fjöldi frábærra verkefna sem öll ganga nú með mjög organískum hætti.“ Mikil tengsl hafa myndast á milli fólks við þessa samveru þar sem fólk styrkir hvert annað. Margir hafa mætt á hverju opnu kvöldi í margar vikur og hafa því þróast úr því að þiggja í að gefa. En fólkið sem kom fyrst er nú í því að hjálpa þeim sem komu á eftir í að fóta sig á nýjum stað í nýju lífi sem enginn veit hversu lengi mun vara. „Þakklætið og að sjá hvað fólk blómstrar fljótlega eftir að það er komið eru okkar laun. Á hverju kvöldi verður maður vitni af einhverju kraftaverki og það breytir manni. Þetta hefur verið rússíbani fyrir marga en ég myndi aldrei vilja hafa tekið aðra ákvörðun fyrstu viku í mars. Um daginn mættu svo nokkur með plakat sem þú höfðu hannað sem þakklætisvott til okkar. Mér þykir afskaplega vænt um það fallega plakat,“ segir Valgeir að lokum. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Flóttafólk á Íslandi Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Fleiri fréttir „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Sjá meira
„Fjöldinn hefur aldrei verið svona mikill en áður höfðum við mest fengið rúmlega 250 manns. Þá var Hafliði kokkur og hans gengi og núverandi framkvæmdastjóri Íslenskt Lambakjöt með lambaveslu og heimagert bernais fyrir fólkið. Við reynum að hafa talsverða fjölbreytni í matnum og kvöldunum hjá okkur, segir Valgeir Magnússon, stjórnarformaður Pipar\TBWA og Flottafólk hjálparsamtök. Valgeir með plakat sem fólkið gaf sem þakklætisvott, en þar eru skrifaðar fallegar litlar sögur frá fjölda fólks sem vildi þakka fyrir sig og fyrir hvað. „Á sumardaginn fyrsta voru brauðtertur og fyrirtækið Armar fjármagnaði að við gátum keypt sumargjafir handa öllum börnunum. Guðni var frábær en hann gaf sér góðan tíma og var um 90 mínútur á staðnum við að spjalla við fólk og gefa fólki færi á að taka myndir af sér með honum. Maður getur ekki annað en verið stoltur af því að við eigum forseta eins og hann.“ Flottafólk rekur nú aðstöðu höfuðstöðvum Pipar\TBWA í Guðrúnartúni 8 þar sem matsalur auglýsingastofunnar er kvöldverðarstaður flottafólks frá Ukrainu og félagsmiðstöð. Aðstaðan er opin frá 18 til 20 alla mánudaga til fimmtudaga. Einnig reka samtökin dagvistunarúrræði í Hátúni þar sem mæður geta verið með börnum sínum eða skilið börn eftir þegar sinna þarf erindum eða fara í vinnu. En margir einstaklingar eru þegar komnir með vinnu á Íslandi. Til viðbótar er rekin ókeypis verslun í kjallara auglýsingastofunnar og svo gera samtökin út fimm litlar rútur til að flytja fólk á milli staða. „Það er svo mikið af frábæru fólki sem hefur lagt samtökunum lið og verkefnin einhvern veginn orðið til til að svara þörf. Akstursþjónustan gerir mikið en fólkið býr víðs vegar og átti margt erfitt með að nýta okkar úrræði þar sem strætófar er mikill peningur þegar enginn peningur er til. Þar erum við með nokkra eldri menn sem eru fyrrum atvinnubílstjórar sem sinna því verkefni fyrir okkur og hafa gert frábært starf. Við höfum svo verið að funda með hinu opinbera bæði ríki og borg um það hvernig við getum orðið að liði við að þjónusta við fólkið gangi sem best fyrir sig þar sem Ísland hefur aldrei tekið á móti svo mörgum flóttamönnum á svo skömmum tíma áður,“ bætir Valgeir við. Sveinn Rúnar með Gylfa Þór Þorsteinssyni og Þórdísi Lóu Þórhallsdóttur Húsnæði Pipar\TBWA í Guðrúnartúni hefur nú verið opið í 8 vikur, en salurinn í Guðrúnartúni var opnaður fyrir flóttafólk í fyrstu viku mars. Matur hefur verið á boðstólnum allan tímann og hefur mikill meirihluti flóttafólks frá Úkraínu komið á staðinn á þeim tíma. „Þetta var skyndihugdetta í byrjun er við sáum þörfina sem var til staðar. Ég var í heimsókn hjá vini mínum Sveini Rúnari lækni og tónlistarmanni en hann er giftur konu frá Úkraínu. Þau voru þá búin að taka á móti tveimur konum og börnum þeirra. Ég skynjaði sorgina og vonleysið sem var til staðar og mundi þá eftir viðtali sem ég hafði heyrt við einhvern sérfræðing sem var að bera saman hversu fljótt fólk jafnaði sig af áfallinu sem snjóflóðin í Súðavík og Flateyri ullu. En fólkið frá Súðavík var allt flutt yfir á Ísafjörð þar sem það dvaldi saman og átti mikla samveru. En fólkið frá Flateyri hafði verið flutt til Reykjavíkur þar sem það dvaldi ekki saman og átti þar með ekki svona mikla samveru. Samveran var svo mikill þáttur í úrvinnslu tilfinninganna og olli því að fólkið frá Súðavík vann betur úr tilfinningunum og gekk því betur að halda áfram með lífið. Þannig að ég hugsaði; Við eigum svo frábært húsnæði hér í Pipar\TBWA sem er bara notað í hádeginu og einstaka sinnum um helgar. Við getum opnað það á kvöldin fyrir Úkraínufólk með mat og samverustað,“ útskýrir Valgeir. Valgeir Magnússon og Guðni forseti. „Það virtist vera rétt ályktun og núna er verkefnið að sprengja húsnæðið af sér svo ég held að innan skamms þurfi að hugsa þetta upp á nýtt með stærri aðstöðu eða fleiri svona aðstöðum næstu mánuðina. Fyrstu vikuna sem við opnuðum létum við boð ganga um að fólk sem hefði áhuga á að hjálpa gæti mætt og var fundað á hverju kvöldi fyrstu vikurnar við að skipuleggja starfið. Mikið af fræbæru fólki bættist í hópinn og urðu til fjöldi frábærra verkefna sem öll ganga nú með mjög organískum hætti.“ Mikil tengsl hafa myndast á milli fólks við þessa samveru þar sem fólk styrkir hvert annað. Margir hafa mætt á hverju opnu kvöldi í margar vikur og hafa því þróast úr því að þiggja í að gefa. En fólkið sem kom fyrst er nú í því að hjálpa þeim sem komu á eftir í að fóta sig á nýjum stað í nýju lífi sem enginn veit hversu lengi mun vara. „Þakklætið og að sjá hvað fólk blómstrar fljótlega eftir að það er komið eru okkar laun. Á hverju kvöldi verður maður vitni af einhverju kraftaverki og það breytir manni. Þetta hefur verið rússíbani fyrir marga en ég myndi aldrei vilja hafa tekið aðra ákvörðun fyrstu viku í mars. Um daginn mættu svo nokkur með plakat sem þú höfðu hannað sem þakklætisvott til okkar. Mér þykir afskaplega vænt um það fallega plakat,“ segir Valgeir að lokum.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Flóttafólk á Íslandi Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Fleiri fréttir „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Sjá meira