Menningarsögu fargað í Hafnarfirði? Árni Matthíasson og Árni Áskelsson skrifa 26. apríl 2022 07:00 Þó margt sé vel gert í Hafnarfirði þá situr iðulega það á hakanum sem ekki er hægt að verðmerkja eða reikna út i krónum og aurum. Þar á meðal eru menningarmál, til að mynda staða leikfélaganna í Hafnarfirði: Leikfélags Hafnarfjarðar, sem er á hrakhólum, og Gaflaraleikhússins, sem verður brátt á hrakhólum, ef svo fer sem horfir. Það segir sitt að síðasta leikrit Leikfélags Hafnarfjarðar var sýnt í Kópavogi. Aðsend Tónlistariðja ungmenna hefur sína aðstöðu í Músík og mótor á Dalshrauni eins og við nafnarnir fengum að kynnast í menningargöngu VG í Hafnarfirði undir leiðsögn Magnúsar Kjartanssonar tónlistarmanns, fyrir stuttu. Magnús fræddi okkur um það hvað skiptir máli til að efla tónlistariðkun ungmenna og Margrét Gauja Magnúsdóttir, yfirmaður Hamarsins ungmennahúss og Músík & mótors, fræddi okkur um það starf sem þar fer fram og hugmyndafræðina á bak við það. Göngunni lauk svo í Hljóðrita, sem er sennilega eitt best geymda menningar-leyndarmál Hafnarfjarðar: Innan um ýmislegan smáiðnað og verslanir á Trönuhrauni er hljóðverið Hljóðriti, sem var stofnsett fyrir nærfellt fimmtíu árum og er enn rekið í sama húsnæði. Þar var lengi helsta hljóðver landsins þar sem margar vinsælustu plötur Íslands voru teknar upp og líka sumar þær bestu. Aðsend Ekki er þó bara að Hljóðriti sé á efstu hæðinni á Trönuhrauni 6, heldur eru fleiri stúdíó í húsinu, hljóðverin Higher, Friðland, og Skamm, syntha smiðja- og viðgerðarstofan Lalaland, Gítarsmiðurinn Brooks, plötufyrirtækið Record Records og vinylsmiðjan og plötubúðin Vinyll.is. Öll þessi starfsemi er er sjálfsprottin, þó ekki hafi hún orðið til úr engu, heldur er hún afrakstur atorku, skipulags og gríðarlegrar vinnu þeirra sem reka þessi fyrirtæki. Segja má að þarna á Trönuhrauninu sé vísir að einskonar menningarlegri stóriðju á íslenskan mælikvarða, listiðja sem skapar störf og tekjur fyrir þá sem að henni starfa, en líka tekjur vegna tengdrar starfsemi, til að mynda menningar-tengdrar ferðamennsku sem sækir í sig veðrið um allan heim. Það var því nöturlegt að heyra að bæjaryfirvöld virðast ekki hafa gefið þessari starfsemi gaum, vita kannski ekki einu sinni af henni, því áform eru um að rífa obbann af húsum á svæðinu til að breyta í íðbúðarbyggð. Vissulega er hægt að smíða ný hljóðver, setja upp tæki og tól í öðru húsnæði, en þá er verið að farga menningarsögu sem ekki verður endurheimt. Árni Matthíasson skipar 4.sæti og Árni Áskelsson 18. sæti á framboðslista VG í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vinstri græn Hafnarfjörður Menning Leikhús Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Sjá meira
Þó margt sé vel gert í Hafnarfirði þá situr iðulega það á hakanum sem ekki er hægt að verðmerkja eða reikna út i krónum og aurum. Þar á meðal eru menningarmál, til að mynda staða leikfélaganna í Hafnarfirði: Leikfélags Hafnarfjarðar, sem er á hrakhólum, og Gaflaraleikhússins, sem verður brátt á hrakhólum, ef svo fer sem horfir. Það segir sitt að síðasta leikrit Leikfélags Hafnarfjarðar var sýnt í Kópavogi. Aðsend Tónlistariðja ungmenna hefur sína aðstöðu í Músík og mótor á Dalshrauni eins og við nafnarnir fengum að kynnast í menningargöngu VG í Hafnarfirði undir leiðsögn Magnúsar Kjartanssonar tónlistarmanns, fyrir stuttu. Magnús fræddi okkur um það hvað skiptir máli til að efla tónlistariðkun ungmenna og Margrét Gauja Magnúsdóttir, yfirmaður Hamarsins ungmennahúss og Músík & mótors, fræddi okkur um það starf sem þar fer fram og hugmyndafræðina á bak við það. Göngunni lauk svo í Hljóðrita, sem er sennilega eitt best geymda menningar-leyndarmál Hafnarfjarðar: Innan um ýmislegan smáiðnað og verslanir á Trönuhrauni er hljóðverið Hljóðriti, sem var stofnsett fyrir nærfellt fimmtíu árum og er enn rekið í sama húsnæði. Þar var lengi helsta hljóðver landsins þar sem margar vinsælustu plötur Íslands voru teknar upp og líka sumar þær bestu. Aðsend Ekki er þó bara að Hljóðriti sé á efstu hæðinni á Trönuhrauni 6, heldur eru fleiri stúdíó í húsinu, hljóðverin Higher, Friðland, og Skamm, syntha smiðja- og viðgerðarstofan Lalaland, Gítarsmiðurinn Brooks, plötufyrirtækið Record Records og vinylsmiðjan og plötubúðin Vinyll.is. Öll þessi starfsemi er er sjálfsprottin, þó ekki hafi hún orðið til úr engu, heldur er hún afrakstur atorku, skipulags og gríðarlegrar vinnu þeirra sem reka þessi fyrirtæki. Segja má að þarna á Trönuhrauninu sé vísir að einskonar menningarlegri stóriðju á íslenskan mælikvarða, listiðja sem skapar störf og tekjur fyrir þá sem að henni starfa, en líka tekjur vegna tengdrar starfsemi, til að mynda menningar-tengdrar ferðamennsku sem sækir í sig veðrið um allan heim. Það var því nöturlegt að heyra að bæjaryfirvöld virðast ekki hafa gefið þessari starfsemi gaum, vita kannski ekki einu sinni af henni, því áform eru um að rífa obbann af húsum á svæðinu til að breyta í íðbúðarbyggð. Vissulega er hægt að smíða ný hljóðver, setja upp tæki og tól í öðru húsnæði, en þá er verið að farga menningarsögu sem ekki verður endurheimt. Árni Matthíasson skipar 4.sæti og Árni Áskelsson 18. sæti á framboðslista VG í Hafnarfirði.
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar