Meira en helmingur treystir Bjarna mjög lítið Snorri Másson skrifar 25. apríl 2022 20:00 Ný könnun Maskínu leiðir í ljós mjög laskað traust formanna ríkisstjórnarflokkanna. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur sjaldan eða aldrei mælst með eins lítið traust. 34,4% segjast treysta Katrínu frekar eða mjög lítið, mun fleiri en í nóvember 2021, þegar þau voru 18,7%, um það leyti sem sitjandi ríkisstjórn var mynduð. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur sagst bera fullt traust til hvort tveggja Bjarna Benediktssonar og Sigurðar Inga Jóhannssonar.Vísir/Vilhelm Undangengin er umdeild bankasala, sem 83,5% landsmanna eru sagðir óánægðir með, og mikil umræða um rasísk ummæli Sigurðar Inga. Traust til allra ráðherra nema Jóns Gunnarsson hefur dregist saman. 70% treysta Bjarna ekki Í nóvember 2021 naut Bjarni Benediktsson minnsts trausts á meðal formannanna; aðeins 37 prósent báru mikið traust til hans en 44 prósent lítið traust. Nú segjast rúm 70 prósent bera lítið traust til Bjarna Benediktssonar, þar af 58% mjög lítið traust. Aðeins 18% kveðast bera mikið traust til Bjarna. Sigurður Ingi var einhvers staðar í miðjunni í nóvember 2021; 54 prósent báru mikið traust til hans en um 18% lítið. Sigurður er sá sem mest högg hefur tekið; nú segjast um 39% bera lítið traust til innviðaráðherrans og aðeins 32,5% mikið. Miklar breytingar eru á trausti til formannanna.Maskína/Stöð 2 Allir ráðherra glata trausti nema Jón Það eru þannig formenn stjórnarflokkanna sem hafa misst mest traust en á eftir þeim koma Ásmundur Einar Daðason, Lilja Alfreðsdóttir og Willum Þór Þórsson. Að öðru leyti er meira og minna litlar breytingar að sjá á trausti til flestra ráðherra. Minnstar breytingar eru á trausti til Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra, sem hefur jafnan mælst með minnst traust á meðal ráðherra. Hann er sá eini sem stendur í stað á milli kannana; 18% bera mikið traust til Jóns, en Bjarni Benediktsson er kominn á sama stað og hann. Allir ráðherrar nema Jón Gunnarsson njóta minna trausts nú en við myndun stjórnarinnar.Maskína/Stöð 2 Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Salan á Íslandsbanka Skoðanakannanir Tengdar fréttir Einkavæðingin „stórkostlegt tækifæri“ Þegar meirihluti Sjálfstæðis-og Framsóknarflokks í Hafnarfirði seldi 15.42% hlut Hafnarfjarðarbæjar í HS veitum seinni hluta árs 2020, þá sagði bæjarstjórinn, Rósa Guðbjartsdóttir, að þetta væri „stórkostlegt tækifæri“ og ekki síst vegna þess að flestir Hafnfirðingar væru svo illa upplýstir, að þeir vissu ekki einu sinni, að bærinn ætti þennan hlut. 25. apríl 2022 14:32 „Algerlega óásættanleg vinnubrögð“ Kristrún Frostadóttir, fulltrúi Samfylkingarinnar í fjárlaganefnd Alþingis, sat fund nefndarinnar í morgun, þar sem til stóð að Bankasýsla ríkisins sæti fyrir svörum um söluna á Íslandsbanka. Svo fór þó ekki, enda bað bankasýslan í gær um tveggja daga frest þar sem minnisblað væri stofnunarinnar ekki tilbúið. 25. apríl 2022 11:55 Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Fleiri fréttir „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Sjá meira
34,4% segjast treysta Katrínu frekar eða mjög lítið, mun fleiri en í nóvember 2021, þegar þau voru 18,7%, um það leyti sem sitjandi ríkisstjórn var mynduð. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur sagst bera fullt traust til hvort tveggja Bjarna Benediktssonar og Sigurðar Inga Jóhannssonar.Vísir/Vilhelm Undangengin er umdeild bankasala, sem 83,5% landsmanna eru sagðir óánægðir með, og mikil umræða um rasísk ummæli Sigurðar Inga. Traust til allra ráðherra nema Jóns Gunnarsson hefur dregist saman. 70% treysta Bjarna ekki Í nóvember 2021 naut Bjarni Benediktsson minnsts trausts á meðal formannanna; aðeins 37 prósent báru mikið traust til hans en 44 prósent lítið traust. Nú segjast rúm 70 prósent bera lítið traust til Bjarna Benediktssonar, þar af 58% mjög lítið traust. Aðeins 18% kveðast bera mikið traust til Bjarna. Sigurður Ingi var einhvers staðar í miðjunni í nóvember 2021; 54 prósent báru mikið traust til hans en um 18% lítið. Sigurður er sá sem mest högg hefur tekið; nú segjast um 39% bera lítið traust til innviðaráðherrans og aðeins 32,5% mikið. Miklar breytingar eru á trausti til formannanna.Maskína/Stöð 2 Allir ráðherra glata trausti nema Jón Það eru þannig formenn stjórnarflokkanna sem hafa misst mest traust en á eftir þeim koma Ásmundur Einar Daðason, Lilja Alfreðsdóttir og Willum Þór Þórsson. Að öðru leyti er meira og minna litlar breytingar að sjá á trausti til flestra ráðherra. Minnstar breytingar eru á trausti til Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra, sem hefur jafnan mælst með minnst traust á meðal ráðherra. Hann er sá eini sem stendur í stað á milli kannana; 18% bera mikið traust til Jóns, en Bjarni Benediktsson er kominn á sama stað og hann. Allir ráðherrar nema Jón Gunnarsson njóta minna trausts nú en við myndun stjórnarinnar.Maskína/Stöð 2
Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Salan á Íslandsbanka Skoðanakannanir Tengdar fréttir Einkavæðingin „stórkostlegt tækifæri“ Þegar meirihluti Sjálfstæðis-og Framsóknarflokks í Hafnarfirði seldi 15.42% hlut Hafnarfjarðarbæjar í HS veitum seinni hluta árs 2020, þá sagði bæjarstjórinn, Rósa Guðbjartsdóttir, að þetta væri „stórkostlegt tækifæri“ og ekki síst vegna þess að flestir Hafnfirðingar væru svo illa upplýstir, að þeir vissu ekki einu sinni, að bærinn ætti þennan hlut. 25. apríl 2022 14:32 „Algerlega óásættanleg vinnubrögð“ Kristrún Frostadóttir, fulltrúi Samfylkingarinnar í fjárlaganefnd Alþingis, sat fund nefndarinnar í morgun, þar sem til stóð að Bankasýsla ríkisins sæti fyrir svörum um söluna á Íslandsbanka. Svo fór þó ekki, enda bað bankasýslan í gær um tveggja daga frest þar sem minnisblað væri stofnunarinnar ekki tilbúið. 25. apríl 2022 11:55 Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Fleiri fréttir „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Sjá meira
Einkavæðingin „stórkostlegt tækifæri“ Þegar meirihluti Sjálfstæðis-og Framsóknarflokks í Hafnarfirði seldi 15.42% hlut Hafnarfjarðarbæjar í HS veitum seinni hluta árs 2020, þá sagði bæjarstjórinn, Rósa Guðbjartsdóttir, að þetta væri „stórkostlegt tækifæri“ og ekki síst vegna þess að flestir Hafnfirðingar væru svo illa upplýstir, að þeir vissu ekki einu sinni, að bærinn ætti þennan hlut. 25. apríl 2022 14:32
„Algerlega óásættanleg vinnubrögð“ Kristrún Frostadóttir, fulltrúi Samfylkingarinnar í fjárlaganefnd Alþingis, sat fund nefndarinnar í morgun, þar sem til stóð að Bankasýsla ríkisins sæti fyrir svörum um söluna á Íslandsbanka. Svo fór þó ekki, enda bað bankasýslan í gær um tveggja daga frest þar sem minnisblað væri stofnunarinnar ekki tilbúið. 25. apríl 2022 11:55