Lengra en Strikið Pawel Bartoszek skrifar 26. apríl 2022 08:01 Ég geng upp Laugaveginn. Á göngugötu-kaflanum tel ég alls 95 rými. Af þeim eru 4 bersýnilega tóm og auglýst “Til leigu”. Í fjórum til viðbótar er verið að standa í framkvæmdum og setja upp nýja starfsemi. Hin rýmin, 87 talsins, eru öll í notkun. Ég ætla ekki að þykjast vera hokinn reynslu af verslunar- og veitingarekstri. Það er ég ekki. En spár um að göngugatan myndi drepa rekstur í miðbænum hafa augljóslega ekki ræst, þvert á móti. Þennan dag í apríl 2022 voru sem sagt 92% allra jarðhæða á göngugötunni í notkun og stærsti hluti af restinni á leið þangað. Þetta er tölfræði sem margar verslunarmiðstöðvar um allan heim dreymir um. Stóðum við okkar en höldum áfram Viðreisn setti það á oddinn í seinustu kosningum að gera Laugaveginn að göngugötu. Að því höfum við unnið og göngugatan nær nú alla leið upp að Frakkastíg. En við viljum halda áfram. Það er stefna okkar í Viðreisn að færa göngugötuna ofar, upp fyrir Vitastíg og alla leið upp að Barónsstíg. Það ætlum við að gera á næsta kjörtímabili. Strikið borið saman við Göngugötu frá Ingólfstorgi að Hlemmi. Við Hlemm stendur til að ráðast í miklar breytingar sem byrjað verður á strax í sumar. Laugavegurinn ofan við Hlemm færist ögn norðar. Bílastæðin hjá hótelinu hverfa, við fáum nýtt torg. Laugavegurinn milli Snorrabrautar og Rauðarárstígs verður göngusvæði. Þegar þetta verður allt komið vantar í raun aðeins örfáa kafla til að fullklára göngugötuna frá Ingólfstorgi að Hlemmi. Þessir kaflar eru: austasti hluti Austurstrætis, neðri hluti Bankastrætis og Laugavegur milli Snorrabrautar og Barónsstígs. Á þessum seinasta hluta er bílastæðahús sem einhvern veginn þyrfti að leysa en allir þessir kaflar henta mjög vel til að vera göngugata að öðru leyti. Klárum dæmið Ein frægasta göngugata Evrópu er Strikið í Kaupmannahöfn. Sú gata er 1,1 km. Frá Ingólfstorgi að Hlemmi eru 1,5 km. Göngugatan okkar mun, líkt og Strikið, liggja milli austurs og vesturs og tengja saman tvö vel heppnuð torg. Við eigum að gera þetta. Og erum raunar þegar byrjuð. Meira en helmingurinn af leiðinni, yfir 750 m, er þegar orðin göngugata. Við eigum að stefna á að klára hitt. Höfundur er í 2. sæti á lista Viðreisnar í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pawel Bartoszek Sveitarstjórnarkosningar 2022 Reykjavík Skipulag Verslun Veitingastaðir Göngugötur Skoðun: Kosningar 2022 Mest lesið Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson skrifar Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Sjá meira
Ég geng upp Laugaveginn. Á göngugötu-kaflanum tel ég alls 95 rými. Af þeim eru 4 bersýnilega tóm og auglýst “Til leigu”. Í fjórum til viðbótar er verið að standa í framkvæmdum og setja upp nýja starfsemi. Hin rýmin, 87 talsins, eru öll í notkun. Ég ætla ekki að þykjast vera hokinn reynslu af verslunar- og veitingarekstri. Það er ég ekki. En spár um að göngugatan myndi drepa rekstur í miðbænum hafa augljóslega ekki ræst, þvert á móti. Þennan dag í apríl 2022 voru sem sagt 92% allra jarðhæða á göngugötunni í notkun og stærsti hluti af restinni á leið þangað. Þetta er tölfræði sem margar verslunarmiðstöðvar um allan heim dreymir um. Stóðum við okkar en höldum áfram Viðreisn setti það á oddinn í seinustu kosningum að gera Laugaveginn að göngugötu. Að því höfum við unnið og göngugatan nær nú alla leið upp að Frakkastíg. En við viljum halda áfram. Það er stefna okkar í Viðreisn að færa göngugötuna ofar, upp fyrir Vitastíg og alla leið upp að Barónsstíg. Það ætlum við að gera á næsta kjörtímabili. Strikið borið saman við Göngugötu frá Ingólfstorgi að Hlemmi. Við Hlemm stendur til að ráðast í miklar breytingar sem byrjað verður á strax í sumar. Laugavegurinn ofan við Hlemm færist ögn norðar. Bílastæðin hjá hótelinu hverfa, við fáum nýtt torg. Laugavegurinn milli Snorrabrautar og Rauðarárstígs verður göngusvæði. Þegar þetta verður allt komið vantar í raun aðeins örfáa kafla til að fullklára göngugötuna frá Ingólfstorgi að Hlemmi. Þessir kaflar eru: austasti hluti Austurstrætis, neðri hluti Bankastrætis og Laugavegur milli Snorrabrautar og Barónsstígs. Á þessum seinasta hluta er bílastæðahús sem einhvern veginn þyrfti að leysa en allir þessir kaflar henta mjög vel til að vera göngugata að öðru leyti. Klárum dæmið Ein frægasta göngugata Evrópu er Strikið í Kaupmannahöfn. Sú gata er 1,1 km. Frá Ingólfstorgi að Hlemmi eru 1,5 km. Göngugatan okkar mun, líkt og Strikið, liggja milli austurs og vesturs og tengja saman tvö vel heppnuð torg. Við eigum að gera þetta. Og erum raunar þegar byrjuð. Meira en helmingurinn af leiðinni, yfir 750 m, er þegar orðin göngugata. Við eigum að stefna á að klára hitt. Höfundur er í 2. sæti á lista Viðreisnar í Reykjavík.
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun