Íslenski boltinn

Sjáðu hvernig Blikar kláruðu KR og FH-ingar snéru tapi í sigur

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jason Daði Svanþórsson skoraði sigurmark Blika á KR-vellinum í gær.
Jason Daði Svanþórsson skoraði sigurmark Blika á KR-vellinum í gær. Vísir/Vilhelm

Tveir síðustu leikir annarrar umferðar Bestu deildar karla í fótbolta fóru fram í gærkvöldi og þar fögnuðu Blikar og FH-ingar sigri.

Blikar unnu 1-0 útisigur á KR en FH-ingar unnu 4-2 heimasigur á Fram.

Bæði lið lentu í vandræðum í þessum leik en tókst að snúa vörn í sókn í seinni hálfleiknum.

Framarar komust tvisvar yfir í fyrri hálfleik á móti FH en snéri tap í sigur með því að skora þrjú mörk á síðustu tólf mínútum leiksins.

Mörk FH í leiknum skoruðu þeir Matthías Vilhjálmsson, Ólafur Guðmundsson, Máni Austmann Hilmarsson og Vuk Oskar Dimitrijevic en Albert Hafsteinsson og Alexander Már Þorláksson skoruðu fyrir Fram á fyrstu 27 mínútum leiksins.

KR-ingar fóru illa með færin í fyrri hálfleik á móti Breiðabliki og Jason Daði Svanþórsson skoraði sigurmark Blika eftir aðeins þriggja mínútna leik í seinni hálfleik.

Það má sjá öll mörkin úr leikjum gærkvöldsins hér fyrir neðan.

Klippa: Mörkin úr leik FH og Fram
Klippa: Mörkin úr leik KR og Breiðabliks

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×