Hópuppsögn Eflingar Ólöf Helga Adolfsdóttir skrifar 26. apríl 2022 10:00 Í nýlegum greinum til stuðnings meirihluta stjórnar er gagnrýni á þá ákvörðun að segja upp öllu starfsfólki félagsins og auglýsa stöður þess lausar til umsóknar, lögð að jöfnu við árás á rétt félagsins til að ráða eigin málefnum. Þetta er sérstök framsetning í ljósi þess að sjálf hafa stéttarfélög það hlutverk að stíga fram til varnar launafólki til að takmarka hvað hægt er að bjóða fólki upp á í krafti hinnar klassísku réttlætingar “ég á þetta svo ég má þetta”. Varla er það orðin málsvörn stéttarfélags. Enginn dregur mér vitanlega í efa lýðræðislegt umboð meirihluta stjórnar Eflingar til að haga skipulagi og starfi félagsins í samræmi við vilja eigenda þess sem eru félagsfólkið sjálft. Enginn dregur í efa rétt meirihluta stjórnar til að kynna og innleiða skipulagsbreytingar á skrifstofu félagsins, jafnvel þótt í því kunni að felast einhverjar uppsagnir vegna starfa sem lögð verða niður, uppsagnir á hluta ráðningarkjara eða vegna þess að semja þurfi um nýjar starfslýsingar og þar með ráðningarkjör. Mistök segir formaður Starfsgreinasambandins Eins og Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, hefur sagt mjög skýrt beinist gagnrýnin að því hvort hópuppsögn alls starfsfólks og auglýsingar allra starfa hafi verið óhjákvæmilegar til að ná markmiðum meirihluta stjórnar um skipulagsbreytingar. Hann kallar aðgerðina “mistök”. Sú gagnrýni er ekki léttvæg því hópuppsagnir eiga að vera síðasta úrræðið þegar allt annað hefur verið reynt til þrautar. Því til ítrekunar gilda um þær sérstök lög þar sem m.a. er gerð krafa um samráð sem miðast að því að komast hjá þeim eða draga úr umfangi þeirra. Hvar og hvernig kannað var hvort ná mætti sama árangri við skipulagsbreytingar á skrifstofunni án hópuppsagnar hefur ekki verið upplýst. Efling er sjálf með sérstakt samkomulag um hópuppsagnir í aðalkjarasamningi sínum við SA 2019-2022 sem staðfestir hversu alvarlegum augum stéttarfélög líta þetta úrræði. Þar segir í inngangi: “Samningsaðilar eru sammála um að æskilegt sé að uppsagnir beinist einungis að þeim starfsmönnum, sem ætlunin er að láti af störfum, en ekki öllum starfsmönnum eða hópum starfsmanna.” Engin skýring hefur fengist á því hvers vegna stéttarfélagið sjálft brýtur svo afgerandi gegn þessu. Ekki bara altæk hópuppsögn heldur auglýsing allra starfa Augljóst er að burtséð frá innra skipulagi skrifstofu Eflingar þá mun stéttarfélagið áfram hafa þörf fyrir fólk með reynslu í túlkun kjarasamninga og aðstoð við félagsfólk í að sækja rétt sinn, vinnustaðaeftirlit, umsýslu sjúkrasjóðs, orlofsmál og margt fleira. Í ljósi þess mannauðs og reynslu sem skrifstofan hefur yfir að ráða er umhugsunarefni að ekki var aðeins ákveðið að segja öllum hópnum upp störfum heldur auglýsa öll störfin í stað þess að bjóða starfsfólki, eða a.m.k. hluta starfsfólks, endurráðningu. Meirihluti stjórnar Eflingar gengur því ekki aðeins mun lengra en samkomulag félagsins við SA um hópuppsagnir gerir ráð fyrir heldur bætir öðru skrefi við með auglýsingu allra starfa, burtséð frá hæfni og reynslu núverandi starfsfólks sem nýtast mun félaginu. Enginn er undanþeginn réttindum á vinnumarkaði Stéttarfélag sem gengur fram með þessum hætti gagnvart öllu sínu starfsfólki hlýtur að þola að aðgerðin sem slík sé gagnrýnd og rædd án þess að það sé lagt að jöfnu við árás á láglaunafólk eða verkalýðsbaráttu almennt. Upphrópanir og ásakanir um slíkt gera ekkert nema drepa á dreif umræðunni um sjálfan kjarna málsins sem er hvort þessi altæka hópuppsögn með auglýsingu allra starfa hafi verið óumflýjanleg og þar með réttmæt í ljósi yfirlýstra markmiða eða ekki. Fordæmið sem gefið er varðar einfaldlega nær allt launafólk í landinu. Enginn aðili með mannaforráð skv. íslenskum vinnurétti og kjarasamningum er undanþeginn því að virða réttindi launafólks og umgangast það valdaójafnvægi sem í ráðningarsambandi getur falist af fyllstu mannvirðingu. Til að gæta þess fjöreggs voru verkalýðsfélög beinlínis stofnuð. Höfundur er ritari Eflingar-stéttarfélags. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólöf Helga Adolfsdóttir Ólga innan Eflingar Stéttarfélög Vinnumarkaður Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Halldór 20.09.2025 Halldór Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson skrifar Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Í nýlegum greinum til stuðnings meirihluta stjórnar er gagnrýni á þá ákvörðun að segja upp öllu starfsfólki félagsins og auglýsa stöður þess lausar til umsóknar, lögð að jöfnu við árás á rétt félagsins til að ráða eigin málefnum. Þetta er sérstök framsetning í ljósi þess að sjálf hafa stéttarfélög það hlutverk að stíga fram til varnar launafólki til að takmarka hvað hægt er að bjóða fólki upp á í krafti hinnar klassísku réttlætingar “ég á þetta svo ég má þetta”. Varla er það orðin málsvörn stéttarfélags. Enginn dregur mér vitanlega í efa lýðræðislegt umboð meirihluta stjórnar Eflingar til að haga skipulagi og starfi félagsins í samræmi við vilja eigenda þess sem eru félagsfólkið sjálft. Enginn dregur í efa rétt meirihluta stjórnar til að kynna og innleiða skipulagsbreytingar á skrifstofu félagsins, jafnvel þótt í því kunni að felast einhverjar uppsagnir vegna starfa sem lögð verða niður, uppsagnir á hluta ráðningarkjara eða vegna þess að semja þurfi um nýjar starfslýsingar og þar með ráðningarkjör. Mistök segir formaður Starfsgreinasambandins Eins og Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, hefur sagt mjög skýrt beinist gagnrýnin að því hvort hópuppsögn alls starfsfólks og auglýsingar allra starfa hafi verið óhjákvæmilegar til að ná markmiðum meirihluta stjórnar um skipulagsbreytingar. Hann kallar aðgerðina “mistök”. Sú gagnrýni er ekki léttvæg því hópuppsagnir eiga að vera síðasta úrræðið þegar allt annað hefur verið reynt til þrautar. Því til ítrekunar gilda um þær sérstök lög þar sem m.a. er gerð krafa um samráð sem miðast að því að komast hjá þeim eða draga úr umfangi þeirra. Hvar og hvernig kannað var hvort ná mætti sama árangri við skipulagsbreytingar á skrifstofunni án hópuppsagnar hefur ekki verið upplýst. Efling er sjálf með sérstakt samkomulag um hópuppsagnir í aðalkjarasamningi sínum við SA 2019-2022 sem staðfestir hversu alvarlegum augum stéttarfélög líta þetta úrræði. Þar segir í inngangi: “Samningsaðilar eru sammála um að æskilegt sé að uppsagnir beinist einungis að þeim starfsmönnum, sem ætlunin er að láti af störfum, en ekki öllum starfsmönnum eða hópum starfsmanna.” Engin skýring hefur fengist á því hvers vegna stéttarfélagið sjálft brýtur svo afgerandi gegn þessu. Ekki bara altæk hópuppsögn heldur auglýsing allra starfa Augljóst er að burtséð frá innra skipulagi skrifstofu Eflingar þá mun stéttarfélagið áfram hafa þörf fyrir fólk með reynslu í túlkun kjarasamninga og aðstoð við félagsfólk í að sækja rétt sinn, vinnustaðaeftirlit, umsýslu sjúkrasjóðs, orlofsmál og margt fleira. Í ljósi þess mannauðs og reynslu sem skrifstofan hefur yfir að ráða er umhugsunarefni að ekki var aðeins ákveðið að segja öllum hópnum upp störfum heldur auglýsa öll störfin í stað þess að bjóða starfsfólki, eða a.m.k. hluta starfsfólks, endurráðningu. Meirihluti stjórnar Eflingar gengur því ekki aðeins mun lengra en samkomulag félagsins við SA um hópuppsagnir gerir ráð fyrir heldur bætir öðru skrefi við með auglýsingu allra starfa, burtséð frá hæfni og reynslu núverandi starfsfólks sem nýtast mun félaginu. Enginn er undanþeginn réttindum á vinnumarkaði Stéttarfélag sem gengur fram með þessum hætti gagnvart öllu sínu starfsfólki hlýtur að þola að aðgerðin sem slík sé gagnrýnd og rædd án þess að það sé lagt að jöfnu við árás á láglaunafólk eða verkalýðsbaráttu almennt. Upphrópanir og ásakanir um slíkt gera ekkert nema drepa á dreif umræðunni um sjálfan kjarna málsins sem er hvort þessi altæka hópuppsögn með auglýsingu allra starfa hafi verið óumflýjanleg og þar með réttmæt í ljósi yfirlýstra markmiða eða ekki. Fordæmið sem gefið er varðar einfaldlega nær allt launafólk í landinu. Enginn aðili með mannaforráð skv. íslenskum vinnurétti og kjarasamningum er undanþeginn því að virða réttindi launafólks og umgangast það valdaójafnvægi sem í ráðningarsambandi getur falist af fyllstu mannvirðingu. Til að gæta þess fjöreggs voru verkalýðsfélög beinlínis stofnuð. Höfundur er ritari Eflingar-stéttarfélags.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun
Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun
Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar
Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar
Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun
Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun