Fíllinn í herberginu Hulda Sólveig Jóhannsdóttir skrifar 26. apríl 2022 16:01 Bæjarlistinn hefur beitt sér undanfarin fjögur ár fyrir aukinni sérfræðiaðstoð inn í skólana. Tillaga okkar um iðjuþjálfun inn í grunnskólana var samþykkt í síðustu fjárhagsáætlun en betur má ef duga skal. Skóli án aðgreiningar er stefna sem unnið er eftir í skólum landsins. Mikið hefur verið fjallað um þessa stefnu og sitt sýnist hverjum hvort vel hefur tekist að framfylgja markmiðum hennar sem eru að: skapa framtíðarsamfélag fjölbreytninnar mæta þörfum allra nemenda leggja áherslu á stöðu nemenda með sérþarfir og að þeir eigi möguleika á að vera í venjulegum námshópum/bekkjum. Til að hægt sé að framfylgja þessum markmiðum er mikilvægt að hafa góða skilvirka stoðþjónustu í skólunum og virk úrræði í verkfærakistu kennarans. Úrræði kennarans þurfa að vera fjölbreytt, aðgengileg og skilvirk. Eins og staðan er í dag þá þarf að bæta aðgengi nemenda að viðeigandi sérfræðiúrræðum, s.s. sérkennara, þroskaþjálfara, talmeinafræðinga, iðjuþjálfa, sálfræðinga og félagsráðgjafa. Sérfræðiaðstoðin verður að vera nálægt nemendunum og nemendur verða að fá viðunandi sérfræðiaðstoð þegar þeir þurfa á henni að halda. Hingað til hefur mikið verið lagt uppúr stuðningi við einstaka nemendur og foreldra í skólakerfinu sem snýr einkum að greiningum. Lítil eftirfylgni hefur verið með hvernig niðurstöður greininga eru útfærðar eða nýtast í skólastarfinu, þ.e. þegar greiningar liggja fyrir tekur oft við bið eftir viðeigandi úrræði, bið sem ekki er hægt að sætta sig við. Bæjarlistinn vill efla stoðþjónustu í skólum bæjarins og tryggja að nemendur fái þá aðstoð sem þeir þurfa. Hagsmunir nemenda og kennara fara saman. Með bættri þjónustu við nemendur inn í skólana aukast viðeigandi úrræði í verkfærakistu kennarans. Höfundur skipar 2. sæti Bæjarlistans í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafnarfjörður Skoðun: Kosningar 2022 Skóla - og menntamál Grunnskólar Mest lesið Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Skoðun Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Samstaða, kjarkur og þor Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson skrifar Skoðun Yfirfull fangelsi, brostið kerfi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller skrifar Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason skrifar Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir skrifar Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Sjá meira
Bæjarlistinn hefur beitt sér undanfarin fjögur ár fyrir aukinni sérfræðiaðstoð inn í skólana. Tillaga okkar um iðjuþjálfun inn í grunnskólana var samþykkt í síðustu fjárhagsáætlun en betur má ef duga skal. Skóli án aðgreiningar er stefna sem unnið er eftir í skólum landsins. Mikið hefur verið fjallað um þessa stefnu og sitt sýnist hverjum hvort vel hefur tekist að framfylgja markmiðum hennar sem eru að: skapa framtíðarsamfélag fjölbreytninnar mæta þörfum allra nemenda leggja áherslu á stöðu nemenda með sérþarfir og að þeir eigi möguleika á að vera í venjulegum námshópum/bekkjum. Til að hægt sé að framfylgja þessum markmiðum er mikilvægt að hafa góða skilvirka stoðþjónustu í skólunum og virk úrræði í verkfærakistu kennarans. Úrræði kennarans þurfa að vera fjölbreytt, aðgengileg og skilvirk. Eins og staðan er í dag þá þarf að bæta aðgengi nemenda að viðeigandi sérfræðiúrræðum, s.s. sérkennara, þroskaþjálfara, talmeinafræðinga, iðjuþjálfa, sálfræðinga og félagsráðgjafa. Sérfræðiaðstoðin verður að vera nálægt nemendunum og nemendur verða að fá viðunandi sérfræðiaðstoð þegar þeir þurfa á henni að halda. Hingað til hefur mikið verið lagt uppúr stuðningi við einstaka nemendur og foreldra í skólakerfinu sem snýr einkum að greiningum. Lítil eftirfylgni hefur verið með hvernig niðurstöður greininga eru útfærðar eða nýtast í skólastarfinu, þ.e. þegar greiningar liggja fyrir tekur oft við bið eftir viðeigandi úrræði, bið sem ekki er hægt að sætta sig við. Bæjarlistinn vill efla stoðþjónustu í skólum bæjarins og tryggja að nemendur fái þá aðstoð sem þeir þurfa. Hagsmunir nemenda og kennara fara saman. Með bættri þjónustu við nemendur inn í skólana aukast viðeigandi úrræði í verkfærakistu kennarans. Höfundur skipar 2. sæti Bæjarlistans í Hafnarfirði.