Foreldrar hafðir að fíflum Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir skrifar 27. apríl 2022 07:00 Í nýlegri frétt sagði móðir frá því þegar barni hennar var loks eftir langa bið boðið leikskólapláss í nýjum leikskóla í Reykjavík sem reyndist svo bókstaflega ekki vera til nema fundargerðum borgarinnar. Þetta er ekki einsdæmi því ég þekki í það minnsta tvær mæður sem hafa fengið svona boð. Önnur þeirra var dregin á asnaeyrunum í tæpt ár þar til hún gafst upp því óbyggði leikskólinn var alltaf að fara opna, hin fékk þó raunsærri tímasetningu en dvölin á að hefjast eftir 18 mánuði, eða tvær heilar meðgöngur. Maður verður því að spyrja sig hverslags mannvonska liggur að baki svona vinnubrögðum. Það er vel þekkt vandamál að yfirleitt seinkar öllum framkvæmdum á vegum borgarinnar, í þokkabót glíma leikskólarnir flestir við mikinn mannekluvanda. Jafnvel þeir leikskólar sem gátu bætt við sig deildum hafa átt í erfiðleikum með mönnun þeirra. Fyrir vikið hafa foreldrar lent í því að tapa lofuðum leikskólaplássum kannski einni til tveimur vikum fyrir fyrsta skóladaginn. Þessi vinnubrögð hjálpa foreldrunum því nákvæmlega ekki neitt en koma þó vissulega upp um viðhorf meirihlutans í borgarstjórn. Jú, því eftir tæpan áratug á valdastóli er núverandi meirihluta Samfylkingar, Pírata, Vinstri grænna og Viðreisnar greinilega það mikið í mun að breiða yfir vandann, að starfsfólk er látið senda örvæntingarfullum foreldrum borgarinnar tilkynningu um leikskólapláss óháð því hvenær dvölin á að hefjast eða hvort umræddur leikskóli sé jafnvel til. Markmiðið með þessu er auðvitað að skreyta sig með því að hafa boðið öllum leikskólapláss og afbaka þannig opinberar tölur. Selja sömu óbyggðu leikskólana nokkrum sinnum yfir kjörtímabilið Í upphafi kjörtímabilsins 2018 var 15 nafngreindum átaksframkvæmdum lofað í nafni stýrihópsins Brúum bilið. Þar af sé ég ekki betur en að einungis fjórar séu kláraðar; einn sameinaður leikskóli að nafni Miðborg sem rataði í fréttir fyrir rottugang, rakaskemmdir og myglu og þrjár færanlegar byggingar. Eftir standa mörg kunnugleg leikskólanöfn í nýjustu fréttatilkynningu borgarinnar en með smá gúgli má sjá að um tvisvar á ári yfir síðastliðin 4 ár hefur borgin boðað byggingu sömu leikskólanna, viðbygginganna og færanlegu leikskólastofanna með tilheyrandi leikskólaplássum, þó oft sé einhverju nýju hent með. Þannig er alltaf verið að tilkynna sömu áformin í þessum tilkynningum sem borgin setur á heimasíðuna sína og sendir á fjölmiðla, bara undir nýrri fyrirsögn. Bæði í fréttum og á samfélagsmiðlum hafa borgarfulltrúar meirihlutans lýst því yfir að þeirra flokkar stundi sko heiðarleg stjórnmál og það sé bara tækifærismennska hjá Sjálfstæðisflokknum að lofa öllum börnum leikskólaplássi að loknu fæðingarorlofi þar sem þessir sömu flokkar lofuðu þessu fyrir 4 árum. Samfylkingin reyndar mun lengur. Því það á nefnilega að rætast úr þessum loforðum á næsta kjörtímabili, líkt og sagt var árið 2018 og árið 2014. Þá verð ég að spyrja, eru það heiðarleg stjórnmál að villa um fyrir foreldrum með því að endurvinna fréttatilkynningar? Eru það heiðarleg stjórnmál að útdeila leikskólaplássum sem eru ekki til nema á pappír til örvæntingarfullra foreldra? Nei, það er óheiðarlegt og vægast sagt hrein tækifærismennska, þar sem foreldrar eru gerðir að leiksoppum í pólitísku leikriti meirihlutans í borgarstjórn. Höfundur er í 2. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir Reykjavík Skoðun: Kosningar 2022 Sjálfstæðisflokkurinn Leikskólar Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson Skoðun Halldór 11.10.2025 Halldór Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir skrifar Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Sjá meira
Í nýlegri frétt sagði móðir frá því þegar barni hennar var loks eftir langa bið boðið leikskólapláss í nýjum leikskóla í Reykjavík sem reyndist svo bókstaflega ekki vera til nema fundargerðum borgarinnar. Þetta er ekki einsdæmi því ég þekki í það minnsta tvær mæður sem hafa fengið svona boð. Önnur þeirra var dregin á asnaeyrunum í tæpt ár þar til hún gafst upp því óbyggði leikskólinn var alltaf að fara opna, hin fékk þó raunsærri tímasetningu en dvölin á að hefjast eftir 18 mánuði, eða tvær heilar meðgöngur. Maður verður því að spyrja sig hverslags mannvonska liggur að baki svona vinnubrögðum. Það er vel þekkt vandamál að yfirleitt seinkar öllum framkvæmdum á vegum borgarinnar, í þokkabót glíma leikskólarnir flestir við mikinn mannekluvanda. Jafnvel þeir leikskólar sem gátu bætt við sig deildum hafa átt í erfiðleikum með mönnun þeirra. Fyrir vikið hafa foreldrar lent í því að tapa lofuðum leikskólaplássum kannski einni til tveimur vikum fyrir fyrsta skóladaginn. Þessi vinnubrögð hjálpa foreldrunum því nákvæmlega ekki neitt en koma þó vissulega upp um viðhorf meirihlutans í borgarstjórn. Jú, því eftir tæpan áratug á valdastóli er núverandi meirihluta Samfylkingar, Pírata, Vinstri grænna og Viðreisnar greinilega það mikið í mun að breiða yfir vandann, að starfsfólk er látið senda örvæntingarfullum foreldrum borgarinnar tilkynningu um leikskólapláss óháð því hvenær dvölin á að hefjast eða hvort umræddur leikskóli sé jafnvel til. Markmiðið með þessu er auðvitað að skreyta sig með því að hafa boðið öllum leikskólapláss og afbaka þannig opinberar tölur. Selja sömu óbyggðu leikskólana nokkrum sinnum yfir kjörtímabilið Í upphafi kjörtímabilsins 2018 var 15 nafngreindum átaksframkvæmdum lofað í nafni stýrihópsins Brúum bilið. Þar af sé ég ekki betur en að einungis fjórar séu kláraðar; einn sameinaður leikskóli að nafni Miðborg sem rataði í fréttir fyrir rottugang, rakaskemmdir og myglu og þrjár færanlegar byggingar. Eftir standa mörg kunnugleg leikskólanöfn í nýjustu fréttatilkynningu borgarinnar en með smá gúgli má sjá að um tvisvar á ári yfir síðastliðin 4 ár hefur borgin boðað byggingu sömu leikskólanna, viðbygginganna og færanlegu leikskólastofanna með tilheyrandi leikskólaplássum, þó oft sé einhverju nýju hent með. Þannig er alltaf verið að tilkynna sömu áformin í þessum tilkynningum sem borgin setur á heimasíðuna sína og sendir á fjölmiðla, bara undir nýrri fyrirsögn. Bæði í fréttum og á samfélagsmiðlum hafa borgarfulltrúar meirihlutans lýst því yfir að þeirra flokkar stundi sko heiðarleg stjórnmál og það sé bara tækifærismennska hjá Sjálfstæðisflokknum að lofa öllum börnum leikskólaplássi að loknu fæðingarorlofi þar sem þessir sömu flokkar lofuðu þessu fyrir 4 árum. Samfylkingin reyndar mun lengur. Því það á nefnilega að rætast úr þessum loforðum á næsta kjörtímabili, líkt og sagt var árið 2018 og árið 2014. Þá verð ég að spyrja, eru það heiðarleg stjórnmál að villa um fyrir foreldrum með því að endurvinna fréttatilkynningar? Eru það heiðarleg stjórnmál að útdeila leikskólaplássum sem eru ekki til nema á pappír til örvæntingarfullra foreldra? Nei, það er óheiðarlegt og vægast sagt hrein tækifærismennska, þar sem foreldrar eru gerðir að leiksoppum í pólitísku leikriti meirihlutans í borgarstjórn. Höfundur er í 2. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fyrir komandi borgarstjórnarkosningar.
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar