Auknar félagslegar aðgerðir í kjölfar Covid-19 Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar 27. apríl 2022 11:30 Covid-19 faraldurinn hafði mikil áhrif á líf okkar allra. Úttektir sem gerðar hafa verið sýna fram á að faraldurinn, sóttvarnaraðgerðir og sá efnahagslegi samdráttur sem fylgdi í kjölfarið hafi bitnað verst á fólki sem þegar glímdi við erfiðleika eða tilheyrir viðkvæmum hópum. Viðhorfskannanir benda einnig til mjög mismunandi reynslu fólks af faraldrinum eftir aldri, kyni, kynþætti, þjóðerni, starfsstétt og tekjum. Ríkisstjórnin ákvað nú fyrir páska að verja allt að 750 milljónum króna á þessu ári til sértækra aðgerða til að mæta félags- og heilsufarslegum afleiðingum Covid-19 og var sérstaklega horft til viðkvæmra hópa með ákvörðuninni. Stór hluti þessa fjármagns fer til verkefna í félags- og vinnumarkaðsráðuneytinu eða tæpar 300 milljónir króna. Spornað gegn einmanaleika eldra fólks Félagsleg einangrun eldra fólks jókst í heimsfaraldrinum og það hreyfði sig minna. Eitt af stóru verkefnunum í nútímasamfélagi er að sporna gegn einangrun og einmanaleika, ekki síst meðal eldra fólks. Við ætlum að verja sextíu milljónum króna í að efla félagsstarf í sveitarfélögum, heilsueflingu og fræðslu, meðal annars um gildi hreyfingar og þátttöku í félagsstarfi eldra fólks. Aukinn stuðningur við viðkvæma hópa Það er afar mikilvægt að huga sérstaklega að stöðu viðkvæmra hópa í kjölfar faraldursins, en rannsóknir sýna að áhrif á þá vara lengur og koma fram síðar og við vitum að það var meðal annars reynslan eftir bankahrunið. Við munum því verja 80 milljónum króna á þessu ári til að styðja við félagasamtök sem þjónusta viðkvæma hópa, meðal annars til að takast á við einangrun og andlegt álag, veita mataraðstoð, félagslegan stuðning og stuðning við heimilislaust fólk. Úrræði fyrir þolendur og gerendur ofbeldis Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið mun verja 45 milljónum króna til að auka aðgang að úrræðum fyrir þolendur og gerendur kynferðisofbeldis og heimilisofbeldis, en heimilisofbeldismál hafa aldrei verið fleiri en síðastliðin tvö ár. Við munum því veita auknu fjármagni til verkefna hjá félagasamtökum sem veita stuðning og ráðgjöf til þolenda ofbeldis og einnig til sálfræðimeðferða fyrir gerendur. Félagsstarf fatlaðs fólks styrkt Fatlað fólk hefur þurft að þola mikla einangrun vegna Covid-19 faraldursins og mikilvægt er að draga úr einmanaleika þess og auka aftur félagsleg tengsl. Til dæmis sýnir ein rannsókn að um helmingur svarenda sögðu að heimsfaraldurinn hefði raskað daglegu lífi þeirra frekar mikið eða mjög mikið. 95 milljónum króna verður varið í að efla félagsstarf fatlaðs fólks, meðal annars ævintýrabúðir fyrir fötluð börn og fjölskyldur þeirra og auknu félagsstarfi fullorðins fatlaðs fólks sem miðar að því að rjúfa félagslega einangrun í kjölfar Covid-19. Milljarður árlega næstu þrjú ár Það er mikilvægt verkefni stjórnvalda að grípa til aðgerða vegna félagslegra og heilsufarslegra áhrifa faraldursins til lengri tíma. Þess vegna hyggst ríkisstjórnin verja einum milljarði króna árlega næstu þrjú árin til verkefna sem hafa það að markmiði að vinna gegn félagslegum- og heilsufarslegum langtímaáhrifum faraldursins. Útfærsla þeirra verkefna er í vinnslu. Við höfum frá upphafi faraldursins lagt mikla áherslu á að styðja við viðkvæma hópa og höldum áfram að setja það verkefni á oddinn. Höfundur er félags- og vinnumarkaðsráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Ingi Guðbrandsson Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Félagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Halldór 01.02.2025 Halldór Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson skrifar Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson skrifar Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun HA ég Hr. ráðherra? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Spörum með breyttri verðstefnu í lyfjamálum Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ómæld áhrif kjaradeilu kennara Anton Orri Dagsson skrifar Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Skipbrot meðaltalsstöðugleikaleiðarinnar Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Fyrir hvern vinnur þú? Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Kostaboð Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Um kjaradeilu sveitarfélaga og kennara Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Næring íþróttafólks: Þegar orkuna og kolvetnin skortir Birna Varðardóttir skrifar Skoðun Hvað næst RÚV? Hilmar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Lífeyrissjóðir í sæng með kvótakóngum Björn Ólafsson skrifar Skoðun Glannalegt tal um gjaldþrot Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Bókvitið verður í askana látið! Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Læknis- og sjúkraþjálfunarfræði fyrir alla Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Birtingarmynd fortíðar í nútímanum Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Mun seðlabankastjóri standa við orð sín Ágúst Bjarni Garðarsson skrifar Sjá meira
Covid-19 faraldurinn hafði mikil áhrif á líf okkar allra. Úttektir sem gerðar hafa verið sýna fram á að faraldurinn, sóttvarnaraðgerðir og sá efnahagslegi samdráttur sem fylgdi í kjölfarið hafi bitnað verst á fólki sem þegar glímdi við erfiðleika eða tilheyrir viðkvæmum hópum. Viðhorfskannanir benda einnig til mjög mismunandi reynslu fólks af faraldrinum eftir aldri, kyni, kynþætti, þjóðerni, starfsstétt og tekjum. Ríkisstjórnin ákvað nú fyrir páska að verja allt að 750 milljónum króna á þessu ári til sértækra aðgerða til að mæta félags- og heilsufarslegum afleiðingum Covid-19 og var sérstaklega horft til viðkvæmra hópa með ákvörðuninni. Stór hluti þessa fjármagns fer til verkefna í félags- og vinnumarkaðsráðuneytinu eða tæpar 300 milljónir króna. Spornað gegn einmanaleika eldra fólks Félagsleg einangrun eldra fólks jókst í heimsfaraldrinum og það hreyfði sig minna. Eitt af stóru verkefnunum í nútímasamfélagi er að sporna gegn einangrun og einmanaleika, ekki síst meðal eldra fólks. Við ætlum að verja sextíu milljónum króna í að efla félagsstarf í sveitarfélögum, heilsueflingu og fræðslu, meðal annars um gildi hreyfingar og þátttöku í félagsstarfi eldra fólks. Aukinn stuðningur við viðkvæma hópa Það er afar mikilvægt að huga sérstaklega að stöðu viðkvæmra hópa í kjölfar faraldursins, en rannsóknir sýna að áhrif á þá vara lengur og koma fram síðar og við vitum að það var meðal annars reynslan eftir bankahrunið. Við munum því verja 80 milljónum króna á þessu ári til að styðja við félagasamtök sem þjónusta viðkvæma hópa, meðal annars til að takast á við einangrun og andlegt álag, veita mataraðstoð, félagslegan stuðning og stuðning við heimilislaust fólk. Úrræði fyrir þolendur og gerendur ofbeldis Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið mun verja 45 milljónum króna til að auka aðgang að úrræðum fyrir þolendur og gerendur kynferðisofbeldis og heimilisofbeldis, en heimilisofbeldismál hafa aldrei verið fleiri en síðastliðin tvö ár. Við munum því veita auknu fjármagni til verkefna hjá félagasamtökum sem veita stuðning og ráðgjöf til þolenda ofbeldis og einnig til sálfræðimeðferða fyrir gerendur. Félagsstarf fatlaðs fólks styrkt Fatlað fólk hefur þurft að þola mikla einangrun vegna Covid-19 faraldursins og mikilvægt er að draga úr einmanaleika þess og auka aftur félagsleg tengsl. Til dæmis sýnir ein rannsókn að um helmingur svarenda sögðu að heimsfaraldurinn hefði raskað daglegu lífi þeirra frekar mikið eða mjög mikið. 95 milljónum króna verður varið í að efla félagsstarf fatlaðs fólks, meðal annars ævintýrabúðir fyrir fötluð börn og fjölskyldur þeirra og auknu félagsstarfi fullorðins fatlaðs fólks sem miðar að því að rjúfa félagslega einangrun í kjölfar Covid-19. Milljarður árlega næstu þrjú ár Það er mikilvægt verkefni stjórnvalda að grípa til aðgerða vegna félagslegra og heilsufarslegra áhrifa faraldursins til lengri tíma. Þess vegna hyggst ríkisstjórnin verja einum milljarði króna árlega næstu þrjú árin til verkefna sem hafa það að markmiði að vinna gegn félagslegum- og heilsufarslegum langtímaáhrifum faraldursins. Útfærsla þeirra verkefna er í vinnslu. Við höfum frá upphafi faraldursins lagt mikla áherslu á að styðja við viðkvæma hópa og höldum áfram að setja það verkefni á oddinn. Höfundur er félags- og vinnumarkaðsráðherra.
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar
Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar
Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun