Lífið

Villi Neto ráðinn til Borgarleikhússins og fer beina leið í Kattholt

Elísabet Hanna skrifar
Nýráðinn Villi Neto stígur beint á Stóra svið Borgarleikhússins. 
Nýráðinn Villi Neto stígur beint á Stóra svið Borgarleikhússins.  Vísir/Vilhelm

Leikarinn Vilhelm Neto mun stíga á svið næstu helgi eftir að hafa gert samning við Borgarleikhúsið. Þar mun hann meðal annars taka við hlutverki leikarans Hjartar Jóhanns Jónssonar í leikritinu um Emil í Kattholti þar sem hann heldur í önnur verkefni.

Tilfinningaflóð

Sjálfur var Villi mikill aðdáandi verksins í æsku og nýtur þess að rifja það upp. Hlutverkið verður frumraun Villa Neto á Stóra sviði Borgarleikhússins en uppselt er á allar sýningar leikritsins fram á haust. 

Villi lærði leiklist í Danmörku og hefur verið áberandi í íslensku grínsenunni á samfélagsmiðlum, í auglýsingum og áramótaskaupinu svo eitthvað sé nefnt. Aðspurður hvernig ráðningin sé að leggjast í hann sagði Villi:

„Vel, ég væri að ljúga ef ég væri ekki að segja að það væri ákveðið tilfinningaflóð í gangi. Spenna, stress, ákveðið impostor syndrome, ótrúlega mikil gleði, þakklæti og allsskonar skemmtilegar tilfinningasveiflur.“
Borgarleikhúsið

Nýr gamanleikur í haust

Villi mun ekki aðeins taka við hlutverki Hjartar heldur einnig leika í nýjum gamanleik á Stóra sviði Borgarleikhússins sem settur verður upp í haust. 

Síðustu vikur hefur Uppistandshópurinn VHS sem hann er hluti af verið með sýningar hérlendis og einnig í Danmörku. Hann segist spenntur fyrir framtíðinni og öllum verkefnunum framundan:

„Ég er vægast sagt spenntur! Þvílíka ævintýrið sem lífið er að bjóða upp á!“

Tengdar fréttir

Villi Neto og Tinna Ýr nýtt par

Leikarinn og grínistinn Vilhelm Neto hefur fundið ástina í faðmi Tinnu Ýrar. Villi hefur verið áberandi í grín senunni og slegið í gegn á samfélagsmiðlum og áramótaskaupinu svo eitthvað sé nefnt.

„Af hverju er ég að gera mér þetta“

Vilhelm Neto er einn vinsælasti skemmtikraftur landsins sem hefur meðal annars vakið mikla athygli í síðustu tveimur Áramótaskaupum. Vilhelm er gestur vikunnar í Einkalífinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×