Söguleg hækkun á aðföngum sé forsendubrestur sem gæti hægt á uppbyggingu Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 27. apríl 2022 14:22 Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins. Vísitalan fyrir innflutt byggingarefni hækkaði um 5,5 prósent í mánuðinum og verð á stáli hefur fjórfaldast á skömmum tíma. Framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins segir að sögulegar hækkanir á aðföngum séu í mörgum tilvikum forsendubrestur. Ríki og sveitarfélög verði að grípa inn í til að ófremdarástand á húsnæðismarkaði versni ekki enn meira. Innherji fjallaði í morgun um hinar sögulegu hækkanir en viðlíka hækkun á verði innflutts byggingarefnis hefur ekki sést frá því Hagstofan hóf að birta sundurliðun byggingarvísitölunnar árið 2010. Sigurður Hannesson framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins segir að það séu nokkrir þættir sem valdi hækkunum á aðföngum. „Annars vegar röskun á aðfangakeðju og hins vegar miklar hækkanir vegna stríðsátaka í Evrópu sem kemur í kjölfar verðhækkana sem við sáum á síðasta ári út af COVID. Eitt hefur tekið við af öðru og með stríðsátökunum í Evrópu hafa stórir markaðir hreinlega lokast þannig að það þarf þá að finna nýja markaði sem eru talsvert dýrari.“ Þetta séu afar krefjandi aðstæður Verð á stáli hafi til dæmis fjórfaldast á afar skömmum tíma. „Verktakar eru með samninga sem taka ekki tillit til atvika sem þessa, þetta er í rauninni bara forsendubrestur í mörgum tilvikum sem hefur átt sér stað sem getur skapað talsverð vandræði hjá verktökum í þeim verkefnum sem þau eru í nú þegar.“ Það gefur augaleið að hækkun á aðföngum mun stuðla að hærra húsnæðisverði. Hann segir að stjórnvöld geti hæglega gripið inn í. „Með því að taka tillit til aðstæðna varðandi þá samninga sem nú þegar eru í gildi og koma þannig til móts við samningsaðila, verktakana. Þegar kemur að íbúðauppbyggingunni þá er hættan sú að það verði minna byggt og nú þegar er verið að byggja allt of lítið.“ Vill byggja á nýjum svæðum - ekki á þéttingarreitum Sigurður biðlar til ríkis og sveitarfélaga að bjóða upp á byggingaland sem hagkvæmt sé að byggja íbúðir á. „Slík byggingalönd, ef marka má verktakana sem best þekkja til, eru auðvitað fyrst og fremst á nýjum svæðum eða allavega ekki á þéttingarreitum þar sem þarf að fjarlægja mannvirki eða byggingar og fara í uppbyggingu þar sem er erfitt að athafna sig inn í miðri byggð og svo framvegis.“ Byggingariðnaður Fasteignamarkaður Verðlag Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Verðhækkun á innfluttu byggingarefni brýst fram með látum Vísitalan fyrir innflutt byggingarefni hækkaði um 5,5 prósent í apríl en ekki hefur sést viðlíka hækkun á verði innflutts byggingarefnis frá því að Hagstofan byrjaði að birta sundurliðun byggingarvísitölunnar í byrjun árs 2010. 27. apríl 2022 06:00 Félagsbústaðir geta byggt 3000 íbúðir Sósíalistar vilja að Félagsbústaðir byggi þrjú þúsund nýjar íbúðir sem allra fyrst. 27. apríl 2022 14:00 Hart tekist á um húsnæðis- og velferðarmál í Hafnarfirði Hart var tekist á um húsnæðis- og velferðarmál þegar fulltrúar þriggja flokka í Hafnarfirði mættust í Pallborðinu á Vísi í dag. Oddviti Samfylkingarinnar er sannfærður um að flokknum takist að tvöfalda fylgi sitt og mynda meirihluta í bænum eftir kosningar. 26. apríl 2022 19:31 Mest lesið Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Sjá meira
Innherji fjallaði í morgun um hinar sögulegu hækkanir en viðlíka hækkun á verði innflutts byggingarefnis hefur ekki sést frá því Hagstofan hóf að birta sundurliðun byggingarvísitölunnar árið 2010. Sigurður Hannesson framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins segir að það séu nokkrir þættir sem valdi hækkunum á aðföngum. „Annars vegar röskun á aðfangakeðju og hins vegar miklar hækkanir vegna stríðsátaka í Evrópu sem kemur í kjölfar verðhækkana sem við sáum á síðasta ári út af COVID. Eitt hefur tekið við af öðru og með stríðsátökunum í Evrópu hafa stórir markaðir hreinlega lokast þannig að það þarf þá að finna nýja markaði sem eru talsvert dýrari.“ Þetta séu afar krefjandi aðstæður Verð á stáli hafi til dæmis fjórfaldast á afar skömmum tíma. „Verktakar eru með samninga sem taka ekki tillit til atvika sem þessa, þetta er í rauninni bara forsendubrestur í mörgum tilvikum sem hefur átt sér stað sem getur skapað talsverð vandræði hjá verktökum í þeim verkefnum sem þau eru í nú þegar.“ Það gefur augaleið að hækkun á aðföngum mun stuðla að hærra húsnæðisverði. Hann segir að stjórnvöld geti hæglega gripið inn í. „Með því að taka tillit til aðstæðna varðandi þá samninga sem nú þegar eru í gildi og koma þannig til móts við samningsaðila, verktakana. Þegar kemur að íbúðauppbyggingunni þá er hættan sú að það verði minna byggt og nú þegar er verið að byggja allt of lítið.“ Vill byggja á nýjum svæðum - ekki á þéttingarreitum Sigurður biðlar til ríkis og sveitarfélaga að bjóða upp á byggingaland sem hagkvæmt sé að byggja íbúðir á. „Slík byggingalönd, ef marka má verktakana sem best þekkja til, eru auðvitað fyrst og fremst á nýjum svæðum eða allavega ekki á þéttingarreitum þar sem þarf að fjarlægja mannvirki eða byggingar og fara í uppbyggingu þar sem er erfitt að athafna sig inn í miðri byggð og svo framvegis.“
Byggingariðnaður Fasteignamarkaður Verðlag Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Verðhækkun á innfluttu byggingarefni brýst fram með látum Vísitalan fyrir innflutt byggingarefni hækkaði um 5,5 prósent í apríl en ekki hefur sést viðlíka hækkun á verði innflutts byggingarefnis frá því að Hagstofan byrjaði að birta sundurliðun byggingarvísitölunnar í byrjun árs 2010. 27. apríl 2022 06:00 Félagsbústaðir geta byggt 3000 íbúðir Sósíalistar vilja að Félagsbústaðir byggi þrjú þúsund nýjar íbúðir sem allra fyrst. 27. apríl 2022 14:00 Hart tekist á um húsnæðis- og velferðarmál í Hafnarfirði Hart var tekist á um húsnæðis- og velferðarmál þegar fulltrúar þriggja flokka í Hafnarfirði mættust í Pallborðinu á Vísi í dag. Oddviti Samfylkingarinnar er sannfærður um að flokknum takist að tvöfalda fylgi sitt og mynda meirihluta í bænum eftir kosningar. 26. apríl 2022 19:31 Mest lesið Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Sjá meira
Verðhækkun á innfluttu byggingarefni brýst fram með látum Vísitalan fyrir innflutt byggingarefni hækkaði um 5,5 prósent í apríl en ekki hefur sést viðlíka hækkun á verði innflutts byggingarefnis frá því að Hagstofan byrjaði að birta sundurliðun byggingarvísitölunnar í byrjun árs 2010. 27. apríl 2022 06:00
Félagsbústaðir geta byggt 3000 íbúðir Sósíalistar vilja að Félagsbústaðir byggi þrjú þúsund nýjar íbúðir sem allra fyrst. 27. apríl 2022 14:00
Hart tekist á um húsnæðis- og velferðarmál í Hafnarfirði Hart var tekist á um húsnæðis- og velferðarmál þegar fulltrúar þriggja flokka í Hafnarfirði mættust í Pallborðinu á Vísi í dag. Oddviti Samfylkingarinnar er sannfærður um að flokknum takist að tvöfalda fylgi sitt og mynda meirihluta í bænum eftir kosningar. 26. apríl 2022 19:31