Það er verk að vinna í Hafnarfirði Guðmundur Árni Stefánsson skrifar 27. apríl 2022 15:30 Það þarf margt að laga í Hafnarfirði. Það þarf nýja sýn við stjórn bæjarins, þar sem verikin verða látin tala. Kröftuga uppbyggingu í góðu samráði og samvinnu við bæjarbúa, samtök og atvinnulíf. Jafnaðarmenn eru tilbúnir í það verkefni að leiða nýjan meirihluta í bæjarstjórn Hafnarfirði. Það er kominn tími til að hvíla Sjálfstæðisflokkinn eftir að hafa stýrt bænum síðustu átta ár. Til að nýr meirihluti taki við stjórn bæjarins með manngildi og réttlæti að leiðarljósi, þarf að kjósa Samfylkinguna í Hafnarfirði 14.maí næstkomandi. Jafnaðarmenn nálgast það viðfangsefni af alvöru, en með bjartsýni. Okkur er ljóst að það er víða verk að vinna. Mörg mál hafa verið látin reka á reiðanum og of lítið verið sinnt. Eða þá hreinlega illa unnin. Íbúamálin þarf að taka föstu tökum og tryggj jafnt og traust framboð á lóðum og íbúðum. Það mun aldrei verða undir stjórn jafnaðarmanna að það fækki í bænum eins og gerðist í valdatíð Sjálfstæðisflokksins árið 2020 vegna óstjórnar í málaflokkum. Eins munum við tryggja fjölbreytt val íbúðaforma og þess vegna kalla að verki óhagnaðardrifin félög sem reisi íbúðir á félagslegum grunni, en ekki með hámarksgróða ,heldur á sanngjörnu verði til ungs fólks, meðaltekjufólks, fólks sem höllum fæti stendur og annarra sem þurfa þak yfir höfuðið. Við jafnaðarmenn tryggjum jafna og stöðuga fjölgun íbúða og munum gera allt sem í okkar valdi stendur til að ná niður íbúðaverði. Átak í leikskólamálum Við ætlum að lyfta leikskólanum og hlúa að honum, starfsfólki hans og skapa fleiri skólarými fyrir börnin okkar. Við munum reisa nýja leikskóla. Til að flýta fyrir inntöku barna strax við 12 mánaða aldur, þegar fæðingarorlofi foreldra lýkur, þá munum við kappkosta að bjóða upp á valkosti í ungbarnavistun hjá bænum og eins efla og styrkja dagforeldrakerfið. Það verði brúin yfir í hefðbundna leikskóla, þannig að yngstu börnin fái skjól strax við 12 mánaða aldurinn. Mikils virði er líka ná sátt við starfsfólk leikskólanna og bæta vinnuumhverfi þess. Við vinnum með starfsfólki bæjarins í þeirra þjónustustörfum. Það verður forgangsmál. Úrræði fyrir fatlaða þarf að taka föstu tökum og tryggja aðgengi þeirra að þjónustu, þar sem manneskjan er í öndvegi. Þar skiptir rétt hugarfar miklu máli hjá þeiim sem veitir þjónustuna og kostar hana. Allir með Jafnaðarstefnan er lífsstefna, þar sem samhjálp og samstarf eru lykilatriði. Við segjum líka: öflugt atvinnulíf skapar velferð, en um leið þarf öfluga velferð til að tryggja gott atvinnulíf. Og í samfélagi okkar eiga allir að vera með - enginn skilinn eftir. Samfylkingin er tilbúin í verkin með Hafnfirðingum. Stöndum saman um það að gera Hafnarfjarðarbæ að fyrirmyndarbæjarfélagi á landsvísu á velflestum sviðum. Við eigum samleið í því verkefni. XS að sjálfsögðu! Höfundur er oddviti Samfylkingarinnar og fyrrum bæjarstjóri í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Árni Stefánsson Samfylkingin Hafnarfjörður Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir Skoðun Ólögleg meðvirkni lækna Teitur Ari Theodórsson Skoðun Verklausi milljónakennarinn Þórunn Sveinbjarnardóttir Skoðun Afleiðingar verkfallsaðgerða á minnstu börnin - krafa um svör Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Fólk, fjárfestingar og framfarir Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Húsnæðis- og skipulagsmál Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Skattlögð þegar við þénum, eigum og eyðum Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson skrifar Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist skrifar Skoðun Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Kyrrstöðuna verður að rjúfa! Lausn fyrir verðandi innviðaráðherra Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Íslenskan og menningararfurinn Sólveig Dagmar Þórisdóttir skrifar Skoðun Mannúðlegri úrræði Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Læknar á landsbyggðinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íslensk verðtrygging á mannamáli! Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Varðhundar kerfisins Lára Herborg Ólafsdóttir skrifar Skoðun Mótum stefnu um iðn- og tæknimenntun á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Stýrir gervigreind málflutningi stjórnmálamanna og semur stefnur stjórnmálaflokkanna? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Kolkrabbinn og fjármálafjötrar Íslands Ágústa Árnadóttir skrifar Sjá meira
Það þarf margt að laga í Hafnarfirði. Það þarf nýja sýn við stjórn bæjarins, þar sem verikin verða látin tala. Kröftuga uppbyggingu í góðu samráði og samvinnu við bæjarbúa, samtök og atvinnulíf. Jafnaðarmenn eru tilbúnir í það verkefni að leiða nýjan meirihluta í bæjarstjórn Hafnarfirði. Það er kominn tími til að hvíla Sjálfstæðisflokkinn eftir að hafa stýrt bænum síðustu átta ár. Til að nýr meirihluti taki við stjórn bæjarins með manngildi og réttlæti að leiðarljósi, þarf að kjósa Samfylkinguna í Hafnarfirði 14.maí næstkomandi. Jafnaðarmenn nálgast það viðfangsefni af alvöru, en með bjartsýni. Okkur er ljóst að það er víða verk að vinna. Mörg mál hafa verið látin reka á reiðanum og of lítið verið sinnt. Eða þá hreinlega illa unnin. Íbúamálin þarf að taka föstu tökum og tryggj jafnt og traust framboð á lóðum og íbúðum. Það mun aldrei verða undir stjórn jafnaðarmanna að það fækki í bænum eins og gerðist í valdatíð Sjálfstæðisflokksins árið 2020 vegna óstjórnar í málaflokkum. Eins munum við tryggja fjölbreytt val íbúðaforma og þess vegna kalla að verki óhagnaðardrifin félög sem reisi íbúðir á félagslegum grunni, en ekki með hámarksgróða ,heldur á sanngjörnu verði til ungs fólks, meðaltekjufólks, fólks sem höllum fæti stendur og annarra sem þurfa þak yfir höfuðið. Við jafnaðarmenn tryggjum jafna og stöðuga fjölgun íbúða og munum gera allt sem í okkar valdi stendur til að ná niður íbúðaverði. Átak í leikskólamálum Við ætlum að lyfta leikskólanum og hlúa að honum, starfsfólki hans og skapa fleiri skólarými fyrir börnin okkar. Við munum reisa nýja leikskóla. Til að flýta fyrir inntöku barna strax við 12 mánaða aldur, þegar fæðingarorlofi foreldra lýkur, þá munum við kappkosta að bjóða upp á valkosti í ungbarnavistun hjá bænum og eins efla og styrkja dagforeldrakerfið. Það verði brúin yfir í hefðbundna leikskóla, þannig að yngstu börnin fái skjól strax við 12 mánaða aldurinn. Mikils virði er líka ná sátt við starfsfólk leikskólanna og bæta vinnuumhverfi þess. Við vinnum með starfsfólki bæjarins í þeirra þjónustustörfum. Það verður forgangsmál. Úrræði fyrir fatlaða þarf að taka föstu tökum og tryggja aðgengi þeirra að þjónustu, þar sem manneskjan er í öndvegi. Þar skiptir rétt hugarfar miklu máli hjá þeiim sem veitir þjónustuna og kostar hana. Allir með Jafnaðarstefnan er lífsstefna, þar sem samhjálp og samstarf eru lykilatriði. Við segjum líka: öflugt atvinnulíf skapar velferð, en um leið þarf öfluga velferð til að tryggja gott atvinnulíf. Og í samfélagi okkar eiga allir að vera með - enginn skilinn eftir. Samfylkingin er tilbúin í verkin með Hafnfirðingum. Stöndum saman um það að gera Hafnarfjarðarbæ að fyrirmyndarbæjarfélagi á landsvísu á velflestum sviðum. Við eigum samleið í því verkefni. XS að sjálfsögðu! Höfundur er oddviti Samfylkingarinnar og fyrrum bæjarstjóri í Hafnarfirði.
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Stýrir gervigreind málflutningi stjórnmálamanna og semur stefnur stjórnmálaflokkanna? Tómas Ellert Tómasson skrifar