Meirihlutinn heldur velli og Sjálfstæðisflokkurinn missir þrjá samkvæmt nýrri könnun Gunnar Reynir Valþórsson og Atli Ísleifsson skrifa 28. apríl 2022 07:48 Þeir flokkar sem mynda núverandi meirihluta – það er Samfylking, Viðreisn, Píratar og Vinstri græn – fá samkvæmt könnuninni 52,2 prósent og tólf af 23 borgarfulltrúum. Vísir/Vilhelm Meirihlutinn í Reykjavík heldur velli í nýrri könnun Fréttablaðsins sem Prósent framkvæmdi fyrir blaðið. Þeir flokkar sem mynda núverandi meirihluta – það er Samfylking, Viðreisn, Píratar og Vinstri græn – fá 52,2 prósent og tólf af 23 borgarfulltrúum. Sjálfstæðisflokkurinn bíður hins vegar afhroð í könnuninni og mælist aðeins með 19,4 prósent og hefur ekki mælst lægri allt kjörtímabilið en hann fékk rúm þrjátíu prósent í síðustu kosningum. Flokkurinn fengi fimm menn kjörna af úrslitin yrðu á þennan veg en hefur átta fulltrúa í dag. Framsóknarflokkurinn er hins vegar á siglingu og nær inn þremur mönnum á kostnað Sjálfstæðisflokks. Sósíalistar bæta einnig töluverðu við sig og ná tveimur mönnum í borgarstjórn. Flokkurinn náði einum manni inn síðast. Samfylkingin er samkvæmt þessari könnun stærsti flokkurinn í borginni en missir þó nokkuð fylgi frá kosningum og missir einn mann. Píratar bæta hins vegar verulega við sig frá síðustu kosningum og bæta við sig einum manni. Vinstri græn standa í stað og halda sínum eina manni með 6,3 prósent atkvæða en Viðreisn dalar heldur frá síðustu kosningum og missir annan sinna manna með 6,7 prósent. Flokkur fólksins mælist yfir kjörfylgi sínu og heldur sínum borgarfulltrúa og eins og undanfarið mælist Miðflokkurinn ekki með mann inni í borgarstjórn. Þrettán prósent vilja Einar sem næsta borgarstjóra Í könnuninni var einnig spurt hvern fólk myndi helst vilja sjá sem næsta borgarstjóra. Þar sögðust 30 prósent aðspurðra vilja sjá Dag B. Eggertsson áfram gegna embættinu. Nítján prósent sögðust vilja sjá Hildi Björnsdóttur, oddvita á lista Sjálfstæðismanna, sem næsta borgarstjóra og þá sögðust þrettán prósent vilja sjá Einar Þorsteinsson, oddvita á lista Framsóknar, sem næsta borgarstjóra. Reykjavík Borgarstjórn Skoðanakannanir Samfylkingin Píratar Viðreisn Vinstri græn Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Miðflokkurinn Sósíalistaflokkurinn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Innlent Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Sjá meira
Sjálfstæðisflokkurinn bíður hins vegar afhroð í könnuninni og mælist aðeins með 19,4 prósent og hefur ekki mælst lægri allt kjörtímabilið en hann fékk rúm þrjátíu prósent í síðustu kosningum. Flokkurinn fengi fimm menn kjörna af úrslitin yrðu á þennan veg en hefur átta fulltrúa í dag. Framsóknarflokkurinn er hins vegar á siglingu og nær inn þremur mönnum á kostnað Sjálfstæðisflokks. Sósíalistar bæta einnig töluverðu við sig og ná tveimur mönnum í borgarstjórn. Flokkurinn náði einum manni inn síðast. Samfylkingin er samkvæmt þessari könnun stærsti flokkurinn í borginni en missir þó nokkuð fylgi frá kosningum og missir einn mann. Píratar bæta hins vegar verulega við sig frá síðustu kosningum og bæta við sig einum manni. Vinstri græn standa í stað og halda sínum eina manni með 6,3 prósent atkvæða en Viðreisn dalar heldur frá síðustu kosningum og missir annan sinna manna með 6,7 prósent. Flokkur fólksins mælist yfir kjörfylgi sínu og heldur sínum borgarfulltrúa og eins og undanfarið mælist Miðflokkurinn ekki með mann inni í borgarstjórn. Þrettán prósent vilja Einar sem næsta borgarstjóra Í könnuninni var einnig spurt hvern fólk myndi helst vilja sjá sem næsta borgarstjóra. Þar sögðust 30 prósent aðspurðra vilja sjá Dag B. Eggertsson áfram gegna embættinu. Nítján prósent sögðust vilja sjá Hildi Björnsdóttur, oddvita á lista Sjálfstæðismanna, sem næsta borgarstjóra og þá sögðust þrettán prósent vilja sjá Einar Þorsteinsson, oddvita á lista Framsóknar, sem næsta borgarstjóra.
Reykjavík Borgarstjórn Skoðanakannanir Samfylkingin Píratar Viðreisn Vinstri græn Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Miðflokkurinn Sósíalistaflokkurinn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Innlent Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent