Vissi strax að meiðslin væru alvarleg þegar hann heyrði brak í öxlinni Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 29. apríl 2022 09:00 Elvar Örn Jónsson hefur verið lykilmaður í íslenska landsliðinu síðan 2018. getty/Sanjin Strukic Elvar Örn Jónsson, leikmaður íslenska handboltalandsliðsins og Melsungen, verður frá keppni næsta hálfa árið eða svo vegna axlarmeiðsla. Hann er staðráðinn í að koma sterkari til baka og er handviss um að hann verði kominn í toppform fyrir HM í janúar á næsta ári. Elvar er núna staddur heima á Selfossi eftir að hafa gengist undir aðgerð á þriðjudaginn. Hann meiddist á öxl í leik Íslands og Austurríkis í Bregenz í umspili um sæti á HM þann 13. apríl síðastliðinn. „Þetta var mjög skrítið. Ég var að spila vörn, boltinn var dæmdur af Austurríki, ég teygði mig í hann, gaurinn féll fyrir framan mig og ég datt yfir hann. Ég lá ofan á honum, hann var að standa upp, fæturnar á mér lyftast upp, ég studdi mig við með höndunum og þá gerðist eitthvað í öxlinni og ég heyrði brak,“ sagði Elvar við Vísi í gær. Hann sagði að hljóðið í öxlinni hafi gefið til kynna að meiðslin hafi verið alvarleg. „Mig grunaði það og fann strax mikinn sársauka. En ég vonaði að þetta væri bara tognun.“ Svo reyndist ekki vera. Örnólfur Valdimarsson, læknir landsliðsins, og Jón Birgir Guðmundsson, sjúkraþjálfari og faðir Elvars, skoðuðu hann strax eftir leikinn í Bregenz og hann var svo sendur í myndatöku. Eina vitið að fara í aðgerð „Ég fór í segulómskoðun og þá sáust skemmdir á liðpokunum sem höfðu færst eitthvað til. Þá var seinni leikurinn úr sögunni og eina vitið að fara í aðgerð til laga þetta,“ sagði Elvar sem býst við að vera frá keppni í fimm til sex mánuði. Selfyssingurinn vonast til að vera kominn aftur á ferðina í október, þegar tímabilið 2022-23 verður nýhafið. Elvar hefur engar áhyggjur af því að þátttaka hans á HM 2023 sé í hættu. Elvar fagnar með Silvio Heinevetter, hinum þrautreynda markverði Melsungen.getty/Florian Pohl „Nei, ég ætti að vera kominn til baka þá. Ég verð mættur þangað,“ sagði Elvar sem hefur lokið leik á sínu fyrsta tímabili með Melsungen. Hann gekk í raðir liðsins frá Skjern í Danmörku síðasta sumar. Elvar segir að tímabilið, sem nú er senn á enda, hafi verið krefjandi hjá Melsungen, mikið um meiðsli og þá urðu þjálfaraskipti í haust þegar Guðmundur Guðmundsson var látinn fara frá liðinu. Skrautlegt fyrsta tímabil í Þýskalandi „Þetta hefur verið lærdómsríkt og skemmtilegt. Ég hef fengið stórt hlutverk í vörn og sókn. En tímabilið hefur verið skrítið hjá okkur, mjög mikil meiðsli og við höfum verið fámennir. Nú er ég dottinn út og þá erum við enn færri.“ Að sögn Elvars er þýska úrvalsdeildin erfiðari en sú danska, allavega þegar kemur að líkamlega þættinum. „Leikmenn eru sterkari og boltinn er harðari,“ sagði Selfyssingurinn sem hefur verið nokkuð heppinn með meiðsli á sínum ferli. „Ég var einu sinni frá í fjóra mánuði hérna heima vegna bakmeiðsla en þetta eru alvarlegustu meiðslin sem ég hef orðið fyrir. Þetta er bara reynsla, maður tæklar þetta og mætir sterkari til baka,“ sagði Elvar að endingu. Þýski handboltinn Landslið karla í handbolta HM 2023 í handbolta Mest lesið „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Handbolti Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Fótbolti „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Íslenski boltinn Segir dómarana bara hafa verið að giska Enski boltinn Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Enski boltinn Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Enski boltinn Mest lesið í innlenda sportinu: Danskar bullur, oddaleikur á Króknum og miskátir hlauparar Sport Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Alls ekki síðasti leikur Semenyo Enski boltinn Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Enski boltinn Fleiri fréttir „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar Sjá meira
Elvar er núna staddur heima á Selfossi eftir að hafa gengist undir aðgerð á þriðjudaginn. Hann meiddist á öxl í leik Íslands og Austurríkis í Bregenz í umspili um sæti á HM þann 13. apríl síðastliðinn. „Þetta var mjög skrítið. Ég var að spila vörn, boltinn var dæmdur af Austurríki, ég teygði mig í hann, gaurinn féll fyrir framan mig og ég datt yfir hann. Ég lá ofan á honum, hann var að standa upp, fæturnar á mér lyftast upp, ég studdi mig við með höndunum og þá gerðist eitthvað í öxlinni og ég heyrði brak,“ sagði Elvar við Vísi í gær. Hann sagði að hljóðið í öxlinni hafi gefið til kynna að meiðslin hafi verið alvarleg. „Mig grunaði það og fann strax mikinn sársauka. En ég vonaði að þetta væri bara tognun.“ Svo reyndist ekki vera. Örnólfur Valdimarsson, læknir landsliðsins, og Jón Birgir Guðmundsson, sjúkraþjálfari og faðir Elvars, skoðuðu hann strax eftir leikinn í Bregenz og hann var svo sendur í myndatöku. Eina vitið að fara í aðgerð „Ég fór í segulómskoðun og þá sáust skemmdir á liðpokunum sem höfðu færst eitthvað til. Þá var seinni leikurinn úr sögunni og eina vitið að fara í aðgerð til laga þetta,“ sagði Elvar sem býst við að vera frá keppni í fimm til sex mánuði. Selfyssingurinn vonast til að vera kominn aftur á ferðina í október, þegar tímabilið 2022-23 verður nýhafið. Elvar hefur engar áhyggjur af því að þátttaka hans á HM 2023 sé í hættu. Elvar fagnar með Silvio Heinevetter, hinum þrautreynda markverði Melsungen.getty/Florian Pohl „Nei, ég ætti að vera kominn til baka þá. Ég verð mættur þangað,“ sagði Elvar sem hefur lokið leik á sínu fyrsta tímabili með Melsungen. Hann gekk í raðir liðsins frá Skjern í Danmörku síðasta sumar. Elvar segir að tímabilið, sem nú er senn á enda, hafi verið krefjandi hjá Melsungen, mikið um meiðsli og þá urðu þjálfaraskipti í haust þegar Guðmundur Guðmundsson var látinn fara frá liðinu. Skrautlegt fyrsta tímabil í Þýskalandi „Þetta hefur verið lærdómsríkt og skemmtilegt. Ég hef fengið stórt hlutverk í vörn og sókn. En tímabilið hefur verið skrítið hjá okkur, mjög mikil meiðsli og við höfum verið fámennir. Nú er ég dottinn út og þá erum við enn færri.“ Að sögn Elvars er þýska úrvalsdeildin erfiðari en sú danska, allavega þegar kemur að líkamlega þættinum. „Leikmenn eru sterkari og boltinn er harðari,“ sagði Selfyssingurinn sem hefur verið nokkuð heppinn með meiðsli á sínum ferli. „Ég var einu sinni frá í fjóra mánuði hérna heima vegna bakmeiðsla en þetta eru alvarlegustu meiðslin sem ég hef orðið fyrir. Þetta er bara reynsla, maður tæklar þetta og mætir sterkari til baka,“ sagði Elvar að endingu.
Þýski handboltinn Landslið karla í handbolta HM 2023 í handbolta Mest lesið „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Handbolti Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Fótbolti „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Íslenski boltinn Segir dómarana bara hafa verið að giska Enski boltinn Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Enski boltinn Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Enski boltinn Mest lesið í innlenda sportinu: Danskar bullur, oddaleikur á Króknum og miskátir hlauparar Sport Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Alls ekki síðasti leikur Semenyo Enski boltinn Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Enski boltinn Fleiri fréttir „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar Sjá meira