Fjárfestum markvisst í hverfum Theodóra S. Þorsteinsdóttir og Einar Þorvarðarson skrifa 29. apríl 2022 10:30 Síðustu ár höfum við í Viðreisn lagt áherslu á að framtíðarsýn Kópavogsbæjar sé skýr. Að bæjarstjórn og starfsfólk sveitarfélagsins gangi í takt með ábyrgum rekstri, ábyrgum ákvörðunum og skýrum stefnum fyrir öll meginsvið í rekstri sveitarfélagsins. Þessar áherslur hafa þegar skilað sér með breytingum og endurspeglast áhersla okkar m.a. í nýstofnuðu fjármálasviði þar sem markvisst mat fer fram á nýtingu fjármagns og ákvarðanir eru teknar á grundvelli stefnumarkandi áætlana. Við mælum svo frammistöðu okkar stöðugt í nákvæmu upplýsingakerfi sem er sýnilegt öllum Kópavogsbúum á grundvelli gagnsæis. Fækkum nefndum og stofnum umhverfisráð allra hverfa. Til að fylgja vinnu okkar eftir leggjum við nú einnig til einföldun á nefndarkerfi sveitarélagsins til aukinnar skilvirkni. Þannig viljum við fækka nefndum innan stjórnsýslunnar og færa verkefni þeirra til ráðanna sem þegar eru starfandi. Við viljum einnig stofna umhverfisráð í öllum hverfum þar sem íbúar fá greitt fyrir vinnu sína til að tryggja aukna samvinnu á milli íbúa og bæjarins. Markmiðið er að tryggja að viðhald eldri hverfa verði í takti við þarfir og væntingar íbúa og að vistvæn og heilsueflandi hverfi verði þróuð í víðtæku og metnaðarfullu samráði. Við boðum einnig róttækar breytingar á undirbúningi skipulagsmála þar sem samráð við íbúa verði tryggt á fyrstu stigum. Nú bíður okkar að gera hverfisáætlanir fyrir öll fimm hverfi Kópavogs. Við viljum efla nærþjónustu og styrkja miðsvæði sem hjörtu hverfanna. Breyta þarf flokkun á úrgangi og tryggja nýjar lausnir við úrgangsstjórnun. Við ætlum að tryggja betur öryggi á svæðum í umsjón bæjarins og koma hundagerðum í öll hverfi. Þá þarf að auka og bæta viðhald gatna, stíga og leiksvæða. Umhverfi og lýðheilsa eru samtvinnuð. Við í Viðreisn teljum mikilvægt að vinna lýðheilsuáætlanir fyrir öll skólahverfi sem m.a. byggja á mælingum sem birtar eru í mælaborði barna. Við leggjum áherslu á viðhald og varðveislu grænna svæða til leiks, íþrótta, samvista og útiveru og viljum leitast við að skapa aðstæður sem hjálpa börnum jafnt sem fullorðnum til að stunda hreyfingu, leik og útivist í sínu nánasta umhverfi. Viljum hugsa hið byggða umhverfi sem hringrás þar sem samgöngur, skipulag og húsnæði er hugsað sem ein heild og að fólk hafi val um að sækja verslun, þjónustu og atvinnu með virkum ferðamátum. Mikil uppbygging framundan Það er gríðarlega mikilvæg uppbygging framundan í Kópavogi. Má þar nefna þéttingarverkefni eins og seinni hluta Glaðheima þar sem verðlaunahugmynd gerir ráð fyrir að Reykjanesbrautin verði lögð í stokk og Linda- og Smárahverfi tengd saman með göngu- og hjólastígum og grænum svæðum. Við viljum hefja þegar í stað undirbúning deiliskipulags á nýrri íbúabyggð í Vatnsendahlíð til að þar sé unnt að byrja að byggja um leið og færi gefst. Skipulag við Vatnsendahvarf þarf hins vegar að endurskoða og vinna þarf nýja skipulagslýsingu fyrir Kársnes áður en frekari ákvarðanir verða teknar fyrir það svæði. Við viljum standa að hugmyndasamkeppni fyrir íþrótta- og útivistarsvæðin okkar í Smáranum og Kórnum þar sem m.a. þarf að vinna með samgöngulausnir og horfa þarf til möguleika á menntaskóla á þeim svæðum og annari framtíðaruppbyggingu í samráði við íbúa og íþróttafélögin. Viðreisn í Kópavogi vill fjárfesta til framtíðar með íbúum! Theodóra S. Þorsteinsdóttir - Oddviti Viðreisnar í KópavogiEinar Þorvarðarson - Skipar annað sæti á lista Viðreisnar í Kópavogi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kópavogur Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Viðreisn Theódóra S. Þorsteinsdóttir Mest lesið Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Síðustu ár höfum við í Viðreisn lagt áherslu á að framtíðarsýn Kópavogsbæjar sé skýr. Að bæjarstjórn og starfsfólk sveitarfélagsins gangi í takt með ábyrgum rekstri, ábyrgum ákvörðunum og skýrum stefnum fyrir öll meginsvið í rekstri sveitarfélagsins. Þessar áherslur hafa þegar skilað sér með breytingum og endurspeglast áhersla okkar m.a. í nýstofnuðu fjármálasviði þar sem markvisst mat fer fram á nýtingu fjármagns og ákvarðanir eru teknar á grundvelli stefnumarkandi áætlana. Við mælum svo frammistöðu okkar stöðugt í nákvæmu upplýsingakerfi sem er sýnilegt öllum Kópavogsbúum á grundvelli gagnsæis. Fækkum nefndum og stofnum umhverfisráð allra hverfa. Til að fylgja vinnu okkar eftir leggjum við nú einnig til einföldun á nefndarkerfi sveitarélagsins til aukinnar skilvirkni. Þannig viljum við fækka nefndum innan stjórnsýslunnar og færa verkefni þeirra til ráðanna sem þegar eru starfandi. Við viljum einnig stofna umhverfisráð í öllum hverfum þar sem íbúar fá greitt fyrir vinnu sína til að tryggja aukna samvinnu á milli íbúa og bæjarins. Markmiðið er að tryggja að viðhald eldri hverfa verði í takti við þarfir og væntingar íbúa og að vistvæn og heilsueflandi hverfi verði þróuð í víðtæku og metnaðarfullu samráði. Við boðum einnig róttækar breytingar á undirbúningi skipulagsmála þar sem samráð við íbúa verði tryggt á fyrstu stigum. Nú bíður okkar að gera hverfisáætlanir fyrir öll fimm hverfi Kópavogs. Við viljum efla nærþjónustu og styrkja miðsvæði sem hjörtu hverfanna. Breyta þarf flokkun á úrgangi og tryggja nýjar lausnir við úrgangsstjórnun. Við ætlum að tryggja betur öryggi á svæðum í umsjón bæjarins og koma hundagerðum í öll hverfi. Þá þarf að auka og bæta viðhald gatna, stíga og leiksvæða. Umhverfi og lýðheilsa eru samtvinnuð. Við í Viðreisn teljum mikilvægt að vinna lýðheilsuáætlanir fyrir öll skólahverfi sem m.a. byggja á mælingum sem birtar eru í mælaborði barna. Við leggjum áherslu á viðhald og varðveislu grænna svæða til leiks, íþrótta, samvista og útiveru og viljum leitast við að skapa aðstæður sem hjálpa börnum jafnt sem fullorðnum til að stunda hreyfingu, leik og útivist í sínu nánasta umhverfi. Viljum hugsa hið byggða umhverfi sem hringrás þar sem samgöngur, skipulag og húsnæði er hugsað sem ein heild og að fólk hafi val um að sækja verslun, þjónustu og atvinnu með virkum ferðamátum. Mikil uppbygging framundan Það er gríðarlega mikilvæg uppbygging framundan í Kópavogi. Má þar nefna þéttingarverkefni eins og seinni hluta Glaðheima þar sem verðlaunahugmynd gerir ráð fyrir að Reykjanesbrautin verði lögð í stokk og Linda- og Smárahverfi tengd saman með göngu- og hjólastígum og grænum svæðum. Við viljum hefja þegar í stað undirbúning deiliskipulags á nýrri íbúabyggð í Vatnsendahlíð til að þar sé unnt að byrja að byggja um leið og færi gefst. Skipulag við Vatnsendahvarf þarf hins vegar að endurskoða og vinna þarf nýja skipulagslýsingu fyrir Kársnes áður en frekari ákvarðanir verða teknar fyrir það svæði. Við viljum standa að hugmyndasamkeppni fyrir íþrótta- og útivistarsvæðin okkar í Smáranum og Kórnum þar sem m.a. þarf að vinna með samgöngulausnir og horfa þarf til möguleika á menntaskóla á þeim svæðum og annari framtíðaruppbyggingu í samráði við íbúa og íþróttafélögin. Viðreisn í Kópavogi vill fjárfesta til framtíðar með íbúum! Theodóra S. Þorsteinsdóttir - Oddviti Viðreisnar í KópavogiEinar Þorvarðarson - Skipar annað sæti á lista Viðreisnar í Kópavogi
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun