Styrkleikar Krabbameinsfélagsins í sólarhring á Selfossi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 29. apríl 2022 21:02 Svanhildur (t.v.) og Eva Íris eru mjög spenntar fyrir helginni á Selfossi. Magnús Hlynur Hreiðarsson Það fæst engin hvíld frá krabbameini og sá eða sú sem tekst á við krabbamein gerir það allan sólarhringinn. Í ljósi þessa þá verða Styrkleikarnir haldnir í fyrsta skipti á Íslandi í heilan sólarhring um helgina til að styðja við, heiðra eða minnast þeirra, sem hafa fengið krabbamein. Styrkleikarnir eru hluti af alþjóðlega viðburðinum “Relay for Life”, sem fram fer árlega á yfir 5000 mismunandi stöðum í yfir 30 löndum um allan heim. Styrkleikarnir eru fjölskylduviðburður sem snýst um að styðja við, heiðra eða minnast þeirra sem hafa fengið krabbamein. Krabbameinsfélags Íslands stendur að leikunum, sem fara fram í nýju Selfosshöllinni, fjölnota íþróttahúsi á Selfossi 30. apríl og 1. maí. “Þarna geta lið skráð sig til leiks og tekið þátt í heilan sólarhring með boðhlaupskefli með sér og sýnt þannig stuðning við fólk að krabbamein tekur ekki pásu, heldur er fólk að eiga við það allan sólarhringinn þegar það greinist,” segir Eva Íris Eyjólfsdóttir, verkefnisstjóri Styrkleikanna. Öflugt starf fer fram hjá Krabbameinsfélagi Árnessýslu með fjölbreyttum stuðningshópum, m.a. kemur fólk saman til að mála myndir. Félagið tekur að sjálfsögðu þátt í Styrkleikanum á Selfossi. “Okkur líst rosalega vel á þetta, við erum ofsaleg spennt og það er mikill heiður að fá að vera gestgjafar fyrstu Styrkleikanna,” segir Svanhildur Ólafsdóttir, formaður Krabbameinsfélags Árnessýslu. Krabbameinsfélags Árnessýslu er með mjög fjölbreytt og skemmtilegt starf fyrir sitt fólk.Magnús Hlynur Hreiðarsson 16 lið eru nú þegar skráð til leiks og enn er hægt að skrá sig og vera með. “Liðin og þeir, sem ætla að taka þátt eru að fara að ganga og vera á hreyfingu með kefli leikanna en það er í raun táknrænt fyrir að vera með krabbamein, þannig að þau bera krabbameinið fyrir viðkomandi einstakling, sem er í tengslum við liðið,” bætir Eva Íris við. “Við erum að safna áheitum líka og einmitt inn á Facbook erum við að reyna að vera dugleg að deila því. Við skorum á fólk að heita á okkur, taka þátt í þessu með okkur á einn eða annan hátt,” segir Svanhildur. Styrkleikarnir hefjast á hádegi á morgun, á laugardaginn og standa fram á hádegi á sunnudag, 1. maí. Allir eru velkomnir að mæta á staðinn og fylgjast með. Heimasíða Styrkleikanna Leikarnir fara fram í Selfosshöllinni, nýju fjölnotaíþróttahúsi á staðnum.Aðsend Árborg Hreyfum okkur saman Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Fleiri fréttir Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Sjá meira
Styrkleikarnir eru hluti af alþjóðlega viðburðinum “Relay for Life”, sem fram fer árlega á yfir 5000 mismunandi stöðum í yfir 30 löndum um allan heim. Styrkleikarnir eru fjölskylduviðburður sem snýst um að styðja við, heiðra eða minnast þeirra sem hafa fengið krabbamein. Krabbameinsfélags Íslands stendur að leikunum, sem fara fram í nýju Selfosshöllinni, fjölnota íþróttahúsi á Selfossi 30. apríl og 1. maí. “Þarna geta lið skráð sig til leiks og tekið þátt í heilan sólarhring með boðhlaupskefli með sér og sýnt þannig stuðning við fólk að krabbamein tekur ekki pásu, heldur er fólk að eiga við það allan sólarhringinn þegar það greinist,” segir Eva Íris Eyjólfsdóttir, verkefnisstjóri Styrkleikanna. Öflugt starf fer fram hjá Krabbameinsfélagi Árnessýslu með fjölbreyttum stuðningshópum, m.a. kemur fólk saman til að mála myndir. Félagið tekur að sjálfsögðu þátt í Styrkleikanum á Selfossi. “Okkur líst rosalega vel á þetta, við erum ofsaleg spennt og það er mikill heiður að fá að vera gestgjafar fyrstu Styrkleikanna,” segir Svanhildur Ólafsdóttir, formaður Krabbameinsfélags Árnessýslu. Krabbameinsfélags Árnessýslu er með mjög fjölbreytt og skemmtilegt starf fyrir sitt fólk.Magnús Hlynur Hreiðarsson 16 lið eru nú þegar skráð til leiks og enn er hægt að skrá sig og vera með. “Liðin og þeir, sem ætla að taka þátt eru að fara að ganga og vera á hreyfingu með kefli leikanna en það er í raun táknrænt fyrir að vera með krabbamein, þannig að þau bera krabbameinið fyrir viðkomandi einstakling, sem er í tengslum við liðið,” bætir Eva Íris við. “Við erum að safna áheitum líka og einmitt inn á Facbook erum við að reyna að vera dugleg að deila því. Við skorum á fólk að heita á okkur, taka þátt í þessu með okkur á einn eða annan hátt,” segir Svanhildur. Styrkleikarnir hefjast á hádegi á morgun, á laugardaginn og standa fram á hádegi á sunnudag, 1. maí. Allir eru velkomnir að mæta á staðinn og fylgjast með. Heimasíða Styrkleikanna Leikarnir fara fram í Selfosshöllinni, nýju fjölnotaíþróttahúsi á staðnum.Aðsend
Árborg Hreyfum okkur saman Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Fleiri fréttir Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Sjá meira