Hafnarfjörður er kranafjörður Orri Björnsson skrifar 30. apríl 2022 00:01 Það er spennandi og gaman að fylgjast með þeim gríðarlega krafti sem er í uppbyggingu Hafnarfjarðar þessi misserin. Nýjar íbúðir þjóta upp og íbúum fjölgar dag frá degi. Í dag eru á annað þúsund íbúðir í byggingu og búið að úthluta lóðum undir meira en tvö þúsund til viðbótar. Spennandi þróunarsvæði fara fljótlega í gang á Hrauni vestur og á hafnarsvæðinu. Byggingarkrönum fjölgar stöðugt og í dag eru meira en 15% af öllum skráðum krönum landsins staðsettir í Hafnarfirði. Það skiptir máli hverjir stjórna Þegar mesta uppbyggingarskeið í sögu bæjarins stendur yfir er gríðarlega mikilvægt að vel sé haldið á spilunum og góð stjórn sé jafnt á framkvæmdum sem fjármálum bæjarfélagsins. Síðustu tvö kjörtímabil hefur Sjálfstæðisflokkurinn verið í meirihluta og okkur hefur gengið vel. Skuldir hafa lækkað, framkvæmdir hafa verið miklar og markvissar og hið mikla uppbyggingarskeið, sem nú er hafið, hefur verið undirbúið gaumgæfilega. Við Sjálfstæðismenn sækjumst nú eftir umboði til að sitja áfram við stjórnvölinn og sigla þessari miklu stækkun bæjarfélagsins í örugga höfn. Það er mikið undir og óumræðilega mikilvægt að vel takist til. Fögnum nýjum Hafnfirðingum Á næstu 4-5 árum mun Hafnfirðingum fjölga um fjórðung og þá skiptir máli að þjónusta og umhverfi fylgi með og að okkar nýju samborgurum líði vel frá fyrsta degi. Sjálfstæðisflokkurinn er reiðubúinn og mun beita sér af alefli til að svo megi verða. Góðir skólar, snyrtilegt umhverfi, greiðar samgöngur og öflugt samfélag er það sem fólk sækir í. Allt þetta er til staðar og við viljum halda áfram með bæjarbúum að gera það besta fyrir Hafnarfjörð. Höfundur skipar 2. sæti Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sveitarstjórnarkosningar 2022 Hafnarfjörður Sjálfstæðisflokkurinn Skoðun: Kosningar 2022 Mest lesið Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen Skoðun Fræðsluskylda í stað skólaskyldu Eldur Smári Kristinsson Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Það er spennandi og gaman að fylgjast með þeim gríðarlega krafti sem er í uppbyggingu Hafnarfjarðar þessi misserin. Nýjar íbúðir þjóta upp og íbúum fjölgar dag frá degi. Í dag eru á annað þúsund íbúðir í byggingu og búið að úthluta lóðum undir meira en tvö þúsund til viðbótar. Spennandi þróunarsvæði fara fljótlega í gang á Hrauni vestur og á hafnarsvæðinu. Byggingarkrönum fjölgar stöðugt og í dag eru meira en 15% af öllum skráðum krönum landsins staðsettir í Hafnarfirði. Það skiptir máli hverjir stjórna Þegar mesta uppbyggingarskeið í sögu bæjarins stendur yfir er gríðarlega mikilvægt að vel sé haldið á spilunum og góð stjórn sé jafnt á framkvæmdum sem fjármálum bæjarfélagsins. Síðustu tvö kjörtímabil hefur Sjálfstæðisflokkurinn verið í meirihluta og okkur hefur gengið vel. Skuldir hafa lækkað, framkvæmdir hafa verið miklar og markvissar og hið mikla uppbyggingarskeið, sem nú er hafið, hefur verið undirbúið gaumgæfilega. Við Sjálfstæðismenn sækjumst nú eftir umboði til að sitja áfram við stjórnvölinn og sigla þessari miklu stækkun bæjarfélagsins í örugga höfn. Það er mikið undir og óumræðilega mikilvægt að vel takist til. Fögnum nýjum Hafnfirðingum Á næstu 4-5 árum mun Hafnfirðingum fjölga um fjórðung og þá skiptir máli að þjónusta og umhverfi fylgi með og að okkar nýju samborgurum líði vel frá fyrsta degi. Sjálfstæðisflokkurinn er reiðubúinn og mun beita sér af alefli til að svo megi verða. Góðir skólar, snyrtilegt umhverfi, greiðar samgöngur og öflugt samfélag er það sem fólk sækir í. Allt þetta er til staðar og við viljum halda áfram með bæjarbúum að gera það besta fyrir Hafnarfjörð. Höfundur skipar 2. sæti Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði.
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar