Við erum búin að borga, hvar eru innviðirnir okkar? Hjördís Guðmundsdóttir skrifar 30. apríl 2022 16:00 Þegar uppbygging Urriðaholts hófst var gerður samningur þess efnis að íbúar hverfisins tækju beinan þátt í uppbyggingu innviða með sérstöku innviðagjaldi. Gjald sem var lagt á íbúa umfram hefðbundin innviðagjöld á við gatnagerðargjöld. Upphæðin sem íbúar eiga í sérstökum innviðasjóði eru rétt tæpir 2 milljarðar. Þolinmæðin er á þrotum 2000 milljónir sem íbúar í Urriðaholti greiddu sérstaklega úr eigin vasa til að fá skóla, íþróttahús og sundlaug í hverfið sitt strax. Samhliða annarri uppbyggingu hverfisins. Hvar eru þessi mannvirki? Nú er hverfið að mestu uppbyggt en enn bíða íbúar eftir innviðunum sem þeim var lofað strax frá upphafi. Fyrsti fasi skólabyggingar er hálfnaður og stendur til að hefja seinni hluta fyrsta fasa nú á næstu misserum. Skólinn er sprunginn, unglingadeildin getur ekki farið af stað í haust með góðu móti og skólaeldhúsið fer í gáma sem nú er búið að koma fyrir við horn skólahúsnæðisins. Íþróttamannvirki, almenningssundlaug Íþróttir stunda nemendur utandyra fyrst á morgnana - það er að segja þegar veður leyfir. Smá gola breytist fljótt í gula, appelsínugula eða rauða viðvörun í kringum Urriðaholtsskóla og þá er engum út sigandi og börnin þurfa fylgd inn í og úr skólanum. Það er skýlaus krafa íbúa að vandað sé til verka og uppbygging þjóni þörfum ört vaxandi hverfis og þörfum allra íbúa á þjónustu í nærumhverfi. Sagði einhver almenningslaug? Já hana viljum við íbúar og hennar krefjumst við og munum við i Framsókn berjast fyrir því að lítil kennslulaug sem vart annar skólasundi allra árganga verði teiknuð upp sem hverfislaug lýðheilsu allra okkar íbúa til heilla. Framsókn í innviðauppbyggingu! Íbúar Urriðaholts gera þá réttlátu kröfu að bærinn standi við gefin loforð og flýti fyrir uppbyggingu nauðsynlegra innviða svo samfélagið í Urriðaholti fái tíma og rúm til að mótast og eflast sem best skyldi. Það leggjum við í Framsókn áherslu á og munum berjast fyrir. Setjum X við B þann 14. maí fyrir Framsókn í Garðabæ! Höfundur er grunnskólakennari, íbúi í Urriðaholti og skipar 5. sæti á lista Framsóknar í Garðabæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sveitarstjórnarkosningar 2022 Framsóknarflokkurinn Skoðun: Kosningar 2022 Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Þegar uppbygging Urriðaholts hófst var gerður samningur þess efnis að íbúar hverfisins tækju beinan þátt í uppbyggingu innviða með sérstöku innviðagjaldi. Gjald sem var lagt á íbúa umfram hefðbundin innviðagjöld á við gatnagerðargjöld. Upphæðin sem íbúar eiga í sérstökum innviðasjóði eru rétt tæpir 2 milljarðar. Þolinmæðin er á þrotum 2000 milljónir sem íbúar í Urriðaholti greiddu sérstaklega úr eigin vasa til að fá skóla, íþróttahús og sundlaug í hverfið sitt strax. Samhliða annarri uppbyggingu hverfisins. Hvar eru þessi mannvirki? Nú er hverfið að mestu uppbyggt en enn bíða íbúar eftir innviðunum sem þeim var lofað strax frá upphafi. Fyrsti fasi skólabyggingar er hálfnaður og stendur til að hefja seinni hluta fyrsta fasa nú á næstu misserum. Skólinn er sprunginn, unglingadeildin getur ekki farið af stað í haust með góðu móti og skólaeldhúsið fer í gáma sem nú er búið að koma fyrir við horn skólahúsnæðisins. Íþróttamannvirki, almenningssundlaug Íþróttir stunda nemendur utandyra fyrst á morgnana - það er að segja þegar veður leyfir. Smá gola breytist fljótt í gula, appelsínugula eða rauða viðvörun í kringum Urriðaholtsskóla og þá er engum út sigandi og börnin þurfa fylgd inn í og úr skólanum. Það er skýlaus krafa íbúa að vandað sé til verka og uppbygging þjóni þörfum ört vaxandi hverfis og þörfum allra íbúa á þjónustu í nærumhverfi. Sagði einhver almenningslaug? Já hana viljum við íbúar og hennar krefjumst við og munum við i Framsókn berjast fyrir því að lítil kennslulaug sem vart annar skólasundi allra árganga verði teiknuð upp sem hverfislaug lýðheilsu allra okkar íbúa til heilla. Framsókn í innviðauppbyggingu! Íbúar Urriðaholts gera þá réttlátu kröfu að bærinn standi við gefin loforð og flýti fyrir uppbyggingu nauðsynlegra innviða svo samfélagið í Urriðaholti fái tíma og rúm til að mótast og eflast sem best skyldi. Það leggjum við í Framsókn áherslu á og munum berjast fyrir. Setjum X við B þann 14. maí fyrir Framsókn í Garðabæ! Höfundur er grunnskólakennari, íbúi í Urriðaholti og skipar 5. sæti á lista Framsóknar í Garðabæ.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun