Umfjöllun og viðtöl: Haukar - ÍBV 30-35 | Eyjamenn frábærir í síðari hálfleik Andri Már Eggertsson skrifar 1. maí 2022 20:14 Rúnar Kárason var frábær í dag. Vísir/Vilhelm ÍBV byrjaði einvígið á móti Haukum af krafti en liðið vann fyrsta leik liðanna í undanúrslitum Olís-deildar karla í handbolta sannfærandi. Heimir Óli Heimisson lét ÍBV vita af sér strax í upphafi leiks með fyrstu tveimur mörkum heimamanna. Haukar komust snemma tveimur mörkum yfir en það forskot stóð stutt yfir og var allt orðið jafnt 5-5. Í fyrri hálfleik áttu bæði lið snörp áhlaup. ÍBV komst tveimur mörkum yfir 8-10 en Haukar voru ekki lengi að kvitta fyrir það. Akkilesarhæll ÍBV voru töpuðu boltarnir. ÍBV tapaði 12 boltum í fyrri hálfleik sem var sex boltum meira en Haukar. En þrátt fyrir marga tapaða bolta var það ÍBV sem ógnaði meira með hröðum sóknum. Það er alltaf mikil stemning þegar þessi lið mætast og létu stuðningsmannasveitir beggja liða vel í sér heyra. Það þurfti að gera hlé á leiknum þar sem það þurfti að ræða við stuðningsmenn ÍBV vegna orðbragðs og átti að vísa nokkrum úr húsi en málið var leyst á endanum. Haukar voru einu marki yfir í hálfleik 15-14 Haukar byrjuðu seinni hálfleik betur og komust þremur mörkum yfir þegar átta mínútur voru liðnar af síðari hálfleik. ÍBV svaraði með fjórum mörkum í röð sem neyddi Aron Kristjánsson til að taka leikhlé. ÍBV hélt áfram að hamra járnið meðan það var heitt og komst fjórum mörkum yfir þegar tæplega tíu mínútur voru eftir af leiknum. Þegar tæplega sjö mínútur voru eftir fékk Stefán Rafn Sigurmannsson, leikmaður Hauka, beint rautt spjald þar sem hann fór aftan í Dag Arnarsson sem endaði í gólfinu. ÍBV fór á kostum á síðasta korterinu sem gestirnir unnu 6-11 sem skilaði sér í fimm marka sigri á Ásvöllum 30-35. Af hverju vann ÍBV? ÍBV tapaði tólf boltum í fyrri hálfleik en aðeins fjórum í seinni hálfleik. Eyjamenn voru í ótrúlegum gír í seinni hálfleik og á síðasta korteri leiksins héldu þeim engin bönd. ÍBV vann síðasta fjórðung með fimm mörkum 6-11. Hverjir stóðu upp úr? Rúnar Kárason og Sigtryggur Daði Rúnarsson fóru á kostum gerðu sitthvor tíu mörkin. Sigtryggur klikkaði á aðeins einu skoti. Rúnar var rólegur í fyrri hálfleik en minnti á sig í síðari hálfleik þar sem hann gerði sjö mörk. Eyjamenn voru að skjóta vel fyrir utan og skoruðu þar 18 mörk úr 72 prósent nýtingu. Hvað gekk illa? Bæði lið fengu litla markvörslu. Stefán Huldar Stefánsson, markmaður Hauka, varði 11 skot [27.5 prósent] Markverðir ÍBV Petar Jokanovic og Björn Viðar Björnsson vörðu samanlagt ellefu skot. Varnarleikur Hauka var ekki góður í seinni hálfleik sem endaði með að ÍBV skoraði 21 mark. Hvað gerist næst? Liðin mætast næst í Vestmannaeyjum á miðvikudaginn klukkan 18:00. Erlingur: Erum alltaf á heimavelli með þessa stuðningsmenn Erlingur Richardsson, var ánægður með sigur á Haukum.Vísir/Hulda Margrét Erlingur Richardsson, þjálfari ÍBV, var afar sáttur með fimm marka sigur á Ásvöllum en tapaði sér samt ekkert í gleðinni og vissi að það væri nóg eftir af einvíginu. „Þetta var bara fyrsti leikurinn í einvíginu og það þarf að vinna þrjá. Þrátt fyrir að vera á útivelli þá erum við alltaf á heimavelli þar sem við erum með svo frábæra áhorfendur,“ sagði Erlingur eftir leik. ÍBV var með 12 tapaða bolta í fyrri hálfleik en aðeins fjóra í seinni hálfleik og var Erlingur ánægður með þá breytingu. „Leikurinn er aðeins öðruvísi í úrslitakeppninni, maður svitnar meira og spennustigið er hærra.“ Erlingur var ánægður með fjögurra marka áhlaup ÍBV sem snéri leiknum við. „Mig minnir að á þessum kafla vorum við með mann fyrir framan í vörninni sem gekk vel.“ Stefán Rafn Sigurmannsson, leikmaður Hauka, fékk beint rautt spjald í seinni hálfleik og fannst Erlingi hann fara í sinn mann. „Mér sýndist Stefán fara í hendina á honum frá mínu sjónarhorni en dómararnir fóru í skjáinn og kíktu á atvikið,“ sagði Erlingur eftir leik. Darri: Varnarleikurinn okkar í seinni hálfleik tapaði leiknum Darri Aronsson, leikmaður Hauka.Vísir/Hulda Margrét Darri Aronsson, leikmaður Hauka, var afar svekktur eftir fimm marka tap gegn ÍBV. „Mér fannst vörnin ekki góð í leiknum, sóknin var fín en leikurinn tapast á varnarleik,“ sagði Darri Aronsson svekktur eftir leik. Darri var ekki sáttur með varnarleik Hauka og fannst honum allt of mikið bil milli manna. „Mér fannst vörnin betri í fyrri hálfleik. Mér fannst vörnin fara úr því að vera ógeðslega góð yfir í það að vera mjög slöpp.“ „Það var ekki nógu mikil ákefð í okkar liði sem er magnað í svona leik. Það vantaði herslumuninn að koma í hjálpina og bakka liðsfélagann upp sem mér fannst leiðinlegt að sjá gerast.“ Haukar byrjuðu seinni hálfleik vel en ÍBV tók fljótlega yfir leikinn sem gerði heimamönnum erfitt fyrir. „ÍBV nýtti sér góða stemmningu í stúkunni og þetta ÍBV lið er mjög gott. Rúnar [Kárason] þrumaði á 130 km hraða sem er erfitt að verja.“ Darri var spenntur fyrir næsta leik í Vestmannaeyjum og var hann sannfærður um að Haukar munu bæta sinn leik og sækja sigur. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Handbolti Olís-deild karla Haukar ÍBV
ÍBV byrjaði einvígið á móti Haukum af krafti en liðið vann fyrsta leik liðanna í undanúrslitum Olís-deildar karla í handbolta sannfærandi. Heimir Óli Heimisson lét ÍBV vita af sér strax í upphafi leiks með fyrstu tveimur mörkum heimamanna. Haukar komust snemma tveimur mörkum yfir en það forskot stóð stutt yfir og var allt orðið jafnt 5-5. Í fyrri hálfleik áttu bæði lið snörp áhlaup. ÍBV komst tveimur mörkum yfir 8-10 en Haukar voru ekki lengi að kvitta fyrir það. Akkilesarhæll ÍBV voru töpuðu boltarnir. ÍBV tapaði 12 boltum í fyrri hálfleik sem var sex boltum meira en Haukar. En þrátt fyrir marga tapaða bolta var það ÍBV sem ógnaði meira með hröðum sóknum. Það er alltaf mikil stemning þegar þessi lið mætast og létu stuðningsmannasveitir beggja liða vel í sér heyra. Það þurfti að gera hlé á leiknum þar sem það þurfti að ræða við stuðningsmenn ÍBV vegna orðbragðs og átti að vísa nokkrum úr húsi en málið var leyst á endanum. Haukar voru einu marki yfir í hálfleik 15-14 Haukar byrjuðu seinni hálfleik betur og komust þremur mörkum yfir þegar átta mínútur voru liðnar af síðari hálfleik. ÍBV svaraði með fjórum mörkum í röð sem neyddi Aron Kristjánsson til að taka leikhlé. ÍBV hélt áfram að hamra járnið meðan það var heitt og komst fjórum mörkum yfir þegar tæplega tíu mínútur voru eftir af leiknum. Þegar tæplega sjö mínútur voru eftir fékk Stefán Rafn Sigurmannsson, leikmaður Hauka, beint rautt spjald þar sem hann fór aftan í Dag Arnarsson sem endaði í gólfinu. ÍBV fór á kostum á síðasta korterinu sem gestirnir unnu 6-11 sem skilaði sér í fimm marka sigri á Ásvöllum 30-35. Af hverju vann ÍBV? ÍBV tapaði tólf boltum í fyrri hálfleik en aðeins fjórum í seinni hálfleik. Eyjamenn voru í ótrúlegum gír í seinni hálfleik og á síðasta korteri leiksins héldu þeim engin bönd. ÍBV vann síðasta fjórðung með fimm mörkum 6-11. Hverjir stóðu upp úr? Rúnar Kárason og Sigtryggur Daði Rúnarsson fóru á kostum gerðu sitthvor tíu mörkin. Sigtryggur klikkaði á aðeins einu skoti. Rúnar var rólegur í fyrri hálfleik en minnti á sig í síðari hálfleik þar sem hann gerði sjö mörk. Eyjamenn voru að skjóta vel fyrir utan og skoruðu þar 18 mörk úr 72 prósent nýtingu. Hvað gekk illa? Bæði lið fengu litla markvörslu. Stefán Huldar Stefánsson, markmaður Hauka, varði 11 skot [27.5 prósent] Markverðir ÍBV Petar Jokanovic og Björn Viðar Björnsson vörðu samanlagt ellefu skot. Varnarleikur Hauka var ekki góður í seinni hálfleik sem endaði með að ÍBV skoraði 21 mark. Hvað gerist næst? Liðin mætast næst í Vestmannaeyjum á miðvikudaginn klukkan 18:00. Erlingur: Erum alltaf á heimavelli með þessa stuðningsmenn Erlingur Richardsson, var ánægður með sigur á Haukum.Vísir/Hulda Margrét Erlingur Richardsson, þjálfari ÍBV, var afar sáttur með fimm marka sigur á Ásvöllum en tapaði sér samt ekkert í gleðinni og vissi að það væri nóg eftir af einvíginu. „Þetta var bara fyrsti leikurinn í einvíginu og það þarf að vinna þrjá. Þrátt fyrir að vera á útivelli þá erum við alltaf á heimavelli þar sem við erum með svo frábæra áhorfendur,“ sagði Erlingur eftir leik. ÍBV var með 12 tapaða bolta í fyrri hálfleik en aðeins fjóra í seinni hálfleik og var Erlingur ánægður með þá breytingu. „Leikurinn er aðeins öðruvísi í úrslitakeppninni, maður svitnar meira og spennustigið er hærra.“ Erlingur var ánægður með fjögurra marka áhlaup ÍBV sem snéri leiknum við. „Mig minnir að á þessum kafla vorum við með mann fyrir framan í vörninni sem gekk vel.“ Stefán Rafn Sigurmannsson, leikmaður Hauka, fékk beint rautt spjald í seinni hálfleik og fannst Erlingi hann fara í sinn mann. „Mér sýndist Stefán fara í hendina á honum frá mínu sjónarhorni en dómararnir fóru í skjáinn og kíktu á atvikið,“ sagði Erlingur eftir leik. Darri: Varnarleikurinn okkar í seinni hálfleik tapaði leiknum Darri Aronsson, leikmaður Hauka.Vísir/Hulda Margrét Darri Aronsson, leikmaður Hauka, var afar svekktur eftir fimm marka tap gegn ÍBV. „Mér fannst vörnin ekki góð í leiknum, sóknin var fín en leikurinn tapast á varnarleik,“ sagði Darri Aronsson svekktur eftir leik. Darri var ekki sáttur með varnarleik Hauka og fannst honum allt of mikið bil milli manna. „Mér fannst vörnin betri í fyrri hálfleik. Mér fannst vörnin fara úr því að vera ógeðslega góð yfir í það að vera mjög slöpp.“ „Það var ekki nógu mikil ákefð í okkar liði sem er magnað í svona leik. Það vantaði herslumuninn að koma í hjálpina og bakka liðsfélagann upp sem mér fannst leiðinlegt að sjá gerast.“ Haukar byrjuðu seinni hálfleik vel en ÍBV tók fljótlega yfir leikinn sem gerði heimamönnum erfitt fyrir. „ÍBV nýtti sér góða stemmningu í stúkunni og þetta ÍBV lið er mjög gott. Rúnar [Kárason] þrumaði á 130 km hraða sem er erfitt að verja.“ Darri var spenntur fyrir næsta leik í Vestmannaeyjum og var hann sannfærður um að Haukar munu bæta sinn leik og sækja sigur. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti