Tekst að kæla heitasta markað landsins? Halldór Kári Sigurðarson skrifar 2. maí 2022 07:31 Húsnæðisverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 3,1% í mars sem er næstum því fjórföld hækkun m.v. meðalmánuðinn undanfarin 7 ár. Þrátt fyrir það lækkar árshækkunartakturinn aðeins, þ.e. úr 22,5% í 22,2% en það skýrist af því að húsnæðisverð hækkaði enn þá meira í mars í fyrra. Það er skörp áminning um hve lengi þessi seljendamarkaður hefur varað. Heimildir: Þjóðskrá Íslands og Greiningardeild Húsaskjóls Aprílmæling Hagstofu Íslands leiddi í ljós að verðbólgan er komin upp í 7,2% en næsta vaxtaákvörðun Seðlabanka Íslands er núna á miðvikudaginn 4. maí. Sennilegt er að peningastefnunefnd sjái sig tilneydda til að hækka stýrivexti um 1%, eða upp í 3,75%, til að viðhalda trúverðugleika á verðbólgumarkmiðinu. Hækkandi vaxtastig mun hafa þó nokkur neikvæð áhrif á getu kaupenda til skuldsetningar og að sama skapi mun greiðslubyrði heimila með óverðtryggð jafngreiðslulán með breytilegum vöxtum hækka um 11-13% m.v. 30-40 ára lán ef lánveitendur velta stýrivaxtahækkuninni að fullu leyti út í vaxtakjörin. Heimildir: Greiningardeild Húsaskjóls Breytilegir vextir á óverðtryggðum lánum fóru hvað lægst niður í kringum 3,5% en gætu vel verið komnir upp í kringum 6% á næstu mánuðum. Það þýðir að greiðslubyrði á 30-40 ára óverðtryggðum jafngreiðslulánum á breytilegum vöxtum hefur þá vaxið um 33-42% á tæplega einu og hálfu ári. Það mun að sjálfsögðu kæla markaðinn. Við það bætist að talning Samtaka iðnaðarins sýnir fram á að aukið framboð á íbúðum er framundan. Tvöfalt fleiri íbúðir eru á fyrri byggingarstigum en fyrir ári síðan og Samtök iðnaðarins spá því að rúmlega 2.200 nýjar íbúðir komi inn á markaðinn á höfuðborgarsvæðinu á næsta ári sem er tæplega 40% vöxtur m.v. áætlanir fyrir árið í ár. Heimildir: Samtök iðnaðarins og Greiningardeild Húsaskjóls Horft fram á við má vænta þess að draga taki úr krafti verðhækkana á næstum mánuðum og að árshækkunartakturinn fari lækkandi. Stökkbreyting á vaxtakostnaði lántakenda ofan í aukið framboð er til þess fallið að draga heitasta markað landsins niður á jörðina. Undirritaður væntir þess þ.a.l. að framundan sé ákveðinn vendipunktur á húsnæðismarkaði og að markaðurinn stefni í meira jafnvægi með haustinu. Höfundur er hagfræðingur Húsaskjóls fasteignasölu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halldór Kári Sigurðarson Húsnæðismál Fasteignamarkaður Mest lesið Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson Skoðun Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Veiðiráðgjöf byggð á ágiskunum Sigurjón Þórðarson Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Loftgæði mæld í Breiðholti - í fyrsta sinn í 12 ár Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem skrifar Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason skrifar Skoðun Veiðiráðgjöf byggð á ágiskunum Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Loftgæði mæld í Breiðholti - í fyrsta sinn í 12 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Sjá meira
Húsnæðisverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 3,1% í mars sem er næstum því fjórföld hækkun m.v. meðalmánuðinn undanfarin 7 ár. Þrátt fyrir það lækkar árshækkunartakturinn aðeins, þ.e. úr 22,5% í 22,2% en það skýrist af því að húsnæðisverð hækkaði enn þá meira í mars í fyrra. Það er skörp áminning um hve lengi þessi seljendamarkaður hefur varað. Heimildir: Þjóðskrá Íslands og Greiningardeild Húsaskjóls Aprílmæling Hagstofu Íslands leiddi í ljós að verðbólgan er komin upp í 7,2% en næsta vaxtaákvörðun Seðlabanka Íslands er núna á miðvikudaginn 4. maí. Sennilegt er að peningastefnunefnd sjái sig tilneydda til að hækka stýrivexti um 1%, eða upp í 3,75%, til að viðhalda trúverðugleika á verðbólgumarkmiðinu. Hækkandi vaxtastig mun hafa þó nokkur neikvæð áhrif á getu kaupenda til skuldsetningar og að sama skapi mun greiðslubyrði heimila með óverðtryggð jafngreiðslulán með breytilegum vöxtum hækka um 11-13% m.v. 30-40 ára lán ef lánveitendur velta stýrivaxtahækkuninni að fullu leyti út í vaxtakjörin. Heimildir: Greiningardeild Húsaskjóls Breytilegir vextir á óverðtryggðum lánum fóru hvað lægst niður í kringum 3,5% en gætu vel verið komnir upp í kringum 6% á næstu mánuðum. Það þýðir að greiðslubyrði á 30-40 ára óverðtryggðum jafngreiðslulánum á breytilegum vöxtum hefur þá vaxið um 33-42% á tæplega einu og hálfu ári. Það mun að sjálfsögðu kæla markaðinn. Við það bætist að talning Samtaka iðnaðarins sýnir fram á að aukið framboð á íbúðum er framundan. Tvöfalt fleiri íbúðir eru á fyrri byggingarstigum en fyrir ári síðan og Samtök iðnaðarins spá því að rúmlega 2.200 nýjar íbúðir komi inn á markaðinn á höfuðborgarsvæðinu á næsta ári sem er tæplega 40% vöxtur m.v. áætlanir fyrir árið í ár. Heimildir: Samtök iðnaðarins og Greiningardeild Húsaskjóls Horft fram á við má vænta þess að draga taki úr krafti verðhækkana á næstum mánuðum og að árshækkunartakturinn fari lækkandi. Stökkbreyting á vaxtakostnaði lántakenda ofan í aukið framboð er til þess fallið að draga heitasta markað landsins niður á jörðina. Undirritaður væntir þess þ.a.l. að framundan sé ákveðinn vendipunktur á húsnæðismarkaði og að markaðurinn stefni í meira jafnvægi með haustinu. Höfundur er hagfræðingur Húsaskjóls fasteignasölu.
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun
Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun