Kunnuglegt stef í Kópavogi Ólafur Þór Gunnarsson skrifar 2. maí 2022 07:46 Nú þegar kosningar til sveitarstjórna nálgast og frambjóðendur kynna sig og stefnu sinna framboða er mikilvægt að leggja við hlustir og heyra hvað frambjóðendur eru raunverulega að segja. Ekkert ákall eftir einkarekstri Ýmsir flokkar sem bjóða fram í Kópavogi vilja bæta þjónustu og jafnframt lækka skatta. Á mannamáli þýðir það að fólk vill hækka þjónustugjöld, því kostnaður við leikskóla lækkar ekki við að bæta þjónustuna. Ef foreldrar eiga ekki að borga brúsann við bætta þjónustu þarf fjármagn að koma úr bæjarsjóði og til þess þarf tekjur. Vinstri græn vilja að leikskólinn sé gjaldfrjáls og fjármagnaður að fullu af sveitarfélaginu. Það er líklegt að þetta þurfi að gera í skrefum, en leikskólinn verður ekki gjaldfrjáls nema við sem samfélag tökum ákvörðun um að þannig eigi það að vera. Þá vilja sumir flokkarnir að horft verði í meira mæli til einkarekstrar við rekstur leikskóla. Vinstri græn hafna því að lengra verði gengið í að einkavæða grunnþjónustu samfélagsins. Í gegnum tíðina hafa hægri flokkarnir í Kópavogi ítrekað reynt að útvista þjónustu sem Vinstri græn vilja að sveitarfélagið reki. Nægir þar að nefna sundlaugarnar og leikskóla. Það er hvergi ákall meðal notenda þjónustu um að hún verði sett í hendurnar á aðilum sem ætla að hagnast á henni. Í Kópavogi eru góðir leik- og grunnskólar með metnaðarfullu starfi og frábæru starfsfólki. Við eigum að hlúa að því starfi með því að bæta aðstöðu og og kjör starfsfólks. Heimgreiðslur eru gamaldags hugsun Annað kunnuglegt stef heyrðist svo í útvarpsþætti um daginn þar sem flestir flokkarnir vildu endurvekja hugmynd frá síðustu öld um heimgreiðslur til foreldra eftir að fæðingarorlofi lýkur. Heimgreiðslu hugmyndin hefur skotið upp kollinum öðru hverju, en jafnan verið bent á vankanta þeirrar hugmyndar. Bent hefur verið á, og reynslan hefur sýnt,að það væru fyrst og fremst konur sem fara inn á heimilin. Heimgreiðslur eru semsagt tæki sem ýtir konum út af vinnumarkaði á kostnað karla. Samfélagið á ekki að nota þessa leið til að leysa leikskólavandann eða brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla. Við eigum miklu frekar að finna leiðir í samvinnu við ríkið til að taka fyrr á móti börnum í leikskólana, strax að loknu fæðingarorlofi og byrja þá vinnu að lengja fæðingarorlofið í 18 mánuði. Dagforeldrar sem hafa verið valkostur margra eiga að niðurgreiðast á sama hátt og leikskólinn. Skólinn er hornsteinn velferðar og jöfnuðar í samfélaginu og á að vera það áfram. Vandi leikskóla verður hvorki leystur með auknum einkarekstri né heimgreiðslum. Hann verður leystur með samfélagslegu átaki um að viðurkenna í raun að leikskólinn sé fyrsta skólastigið, fjármagnað af sveitarfélögunum að fullu, rétt eins og grunnskólinn. Höfundur er læknir er oddviti Vinstri grænna í Kópavogi við kosningarnar 14. maí. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Þór Gunnarsson Skoðun: Kosningar 2022 Kópavogur Vinstri græn Mest lesið Rödd Íslands athlægi um allan heim Ástþór Magnússon Skoðun Skipulagsslys í Garðabæ Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Stöndum frekar með selum en syndaselum og pólitískum klækjarefum Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Við styðjum Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor Háskóla Íslands Hópur starfsmanna Háskóla Íslands Skoðun Týndir hælisleitendur Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Don Quixote og veruleikafirring evrópskra stjórnmálamanna Gunnar Bragi Sveinsson Skoðun Hvar eru verndarar tjáningarfrelsisins nú? Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Flosa til formennsku í VR Pétur Hrafn Sigurðsson Skoðun Hvað segir ein mynd af barni okkur? Anna María Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir – magnaður árangur Bryndís Eva Birgisdóttir skrifar Skoðun Hvar eru verndarar tjáningarfrelsisins nú? Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Flosa til formennsku í VR Pétur Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Konur gegn hernaði og nýlenduhyggju Lea María Lemarquis skrifar Skoðun Týndir hælisleitendur Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stenzt ekki stjórnarskrána Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Skipulagsslys í Garðabæ Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Langþráður áfangi að hefja skimun fyrir ristilkrabbameini Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Don Quixote og veruleikafirring evrópskra stjórnmálamanna Gunnar Bragi Sveinsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Jósefssagan og einelti Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Við styðjum Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor Háskóla Íslands Hópur starfsmanna Háskóla Íslands skrifar Skoðun Innanlandsflug eru almenningssamgöngur ! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stígamót í 35 ár Drífa Snædal skrifar Skoðun Nýtum atkvæði okkar VR-ingar Ásgeir Geirsson skrifar Skoðun Hvað segir ein mynd af barni okkur? Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum frekar með selum en syndaselum og pólitískum klækjarefum Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl: Fyrsta flokks kennari, fyrsta flokks rektor Þorri Geir Rúnarsson skrifar Skoðun Er seinnivélin komin? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Rektor með framtíðarsýn fyrir Háskola Íslands Ármann Höskuldsson skrifar Skoðun Rödd Íslands athlægi um allan heim Ástþór Magnússon skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Ágúst Arnar Þráinsson,Kolbrún Lára Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lokað á lausnir í leikskólamálum Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Ég styð Magnús Karl Jón Gnarr skrifar Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Samningamaðurinn Trump & narssisisminn Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Hver er hin raunverulega barátta Bandaríkjastjórnar? Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Hættum að segja „Flýttu þér“ Einar Sverrisson skrifar Skoðun Bókasafnið: hjartað í hverjum skóla Stefán Pálsson skrifar Skoðun Áhrif gervigreindar á störf tæknimenntaðra Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Bið eftir talmeinaþjónustu er allt of löng Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Sjá meira
Nú þegar kosningar til sveitarstjórna nálgast og frambjóðendur kynna sig og stefnu sinna framboða er mikilvægt að leggja við hlustir og heyra hvað frambjóðendur eru raunverulega að segja. Ekkert ákall eftir einkarekstri Ýmsir flokkar sem bjóða fram í Kópavogi vilja bæta þjónustu og jafnframt lækka skatta. Á mannamáli þýðir það að fólk vill hækka þjónustugjöld, því kostnaður við leikskóla lækkar ekki við að bæta þjónustuna. Ef foreldrar eiga ekki að borga brúsann við bætta þjónustu þarf fjármagn að koma úr bæjarsjóði og til þess þarf tekjur. Vinstri græn vilja að leikskólinn sé gjaldfrjáls og fjármagnaður að fullu af sveitarfélaginu. Það er líklegt að þetta þurfi að gera í skrefum, en leikskólinn verður ekki gjaldfrjáls nema við sem samfélag tökum ákvörðun um að þannig eigi það að vera. Þá vilja sumir flokkarnir að horft verði í meira mæli til einkarekstrar við rekstur leikskóla. Vinstri græn hafna því að lengra verði gengið í að einkavæða grunnþjónustu samfélagsins. Í gegnum tíðina hafa hægri flokkarnir í Kópavogi ítrekað reynt að útvista þjónustu sem Vinstri græn vilja að sveitarfélagið reki. Nægir þar að nefna sundlaugarnar og leikskóla. Það er hvergi ákall meðal notenda þjónustu um að hún verði sett í hendurnar á aðilum sem ætla að hagnast á henni. Í Kópavogi eru góðir leik- og grunnskólar með metnaðarfullu starfi og frábæru starfsfólki. Við eigum að hlúa að því starfi með því að bæta aðstöðu og og kjör starfsfólks. Heimgreiðslur eru gamaldags hugsun Annað kunnuglegt stef heyrðist svo í útvarpsþætti um daginn þar sem flestir flokkarnir vildu endurvekja hugmynd frá síðustu öld um heimgreiðslur til foreldra eftir að fæðingarorlofi lýkur. Heimgreiðslu hugmyndin hefur skotið upp kollinum öðru hverju, en jafnan verið bent á vankanta þeirrar hugmyndar. Bent hefur verið á, og reynslan hefur sýnt,að það væru fyrst og fremst konur sem fara inn á heimilin. Heimgreiðslur eru semsagt tæki sem ýtir konum út af vinnumarkaði á kostnað karla. Samfélagið á ekki að nota þessa leið til að leysa leikskólavandann eða brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla. Við eigum miklu frekar að finna leiðir í samvinnu við ríkið til að taka fyrr á móti börnum í leikskólana, strax að loknu fæðingarorlofi og byrja þá vinnu að lengja fæðingarorlofið í 18 mánuði. Dagforeldrar sem hafa verið valkostur margra eiga að niðurgreiðast á sama hátt og leikskólinn. Skólinn er hornsteinn velferðar og jöfnuðar í samfélaginu og á að vera það áfram. Vandi leikskóla verður hvorki leystur með auknum einkarekstri né heimgreiðslum. Hann verður leystur með samfélagslegu átaki um að viðurkenna í raun að leikskólinn sé fyrsta skólastigið, fjármagnað af sveitarfélögunum að fullu, rétt eins og grunnskólinn. Höfundur er læknir er oddviti Vinstri grænna í Kópavogi við kosningarnar 14. maí.
Við styðjum Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor Háskóla Íslands Hópur starfsmanna Háskóla Íslands Skoðun
Skoðun Don Quixote og veruleikafirring evrópskra stjórnmálamanna Gunnar Bragi Sveinsson skrifar
Skoðun Við styðjum Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor Háskóla Íslands Hópur starfsmanna Háskóla Íslands skrifar
Skoðun Stöndum frekar með selum en syndaselum og pólitískum klækjarefum Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Rektor með framtíðarsýn fyrir Háskola Íslands Ármann Höskuldsson skrifar
Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Ágúst Arnar Þráinsson,Kolbrún Lára Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar
Við styðjum Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor Háskóla Íslands Hópur starfsmanna Háskóla Íslands Skoðun