Stöndum vörð um Hafnarfjörð! Guðmundur Árni Stefánsson skrifar 2. maí 2022 09:30 Það þarf öfluga velferð fyrir fólk þannig að kröftugt atvinnulíf nái að blómstra. En um leið þarf heilbrigt atvinnulíf að vera til staðar, þannig að velferðin njóti sín. Þetta samspil er mikilvægt, enda grunntónn í allri nálgun okkar jafnaðarmanna að verkefnum til heilla fyrir fólk og til að auka lífsgæði almennings. Mörgum þykir þetta svo sjálfsagt að ekki þurfi að ræða, en samt eru þessi grunngildi í miklu ójafnvægi alltof víða - því miður. Þetta er klassísk jafnaðarstefna og Samfylkingin mun tryggja að hún verði til staðar í Hafnarfirði á komandi kjörtímabili. Þannig munu jafnaðarmenn í Hafnarfirði nálgast viðamikil og mikilvæg verkefni á komandi kjörtímabili við stjórn bæjarins - allir með! Jafnaðarmenn vilja sjá Hafnarfjörð fyrir alla; unga sem eldri, fólk úr öllum stéttum, þá sem höllum fæti standa, almennt launafólk, fólk í rekstri lítilla og stærri fyrirtækja, fjölskyldur og einstaklingar. Það verður engin útundan hjá okkur jafnaðarmönnum. Við viljum ekki steypa alla í sama mótið, heldur að einstaklingar og hópar fái að njóta sín til fullnustu; hafi frelsi til að velja. Og um leið viljum við sjá samhjálp í verki gagnvart þeim sem aðstoð þurfa. Hafnarfjörður er fyrir alla og allir eiga að vera með. Að selja eignir fólksins Kosningarnar í Hafnarfirði snúast um fólk - og þjónustu við það. Þar er kosið um trúverðugleika og traust á frambjóðendum og flokkum í bænum. En Hafnarfjörður er ekki eyland. Mörg verkefni skarast við þjónustu ríkisvaldsins. Núverandi ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins, Framsóknarflokksins og Vinstri grænna hefur ekki skilað nægum fjármunum til Hafnarfjarðar eins og vera ber til að unnt sé að sinna ýmsum verkefnum. Þar má nefna gríðarlega mikilvæga þjónustu við fatlaða. Eins hafa samgönguverkefni á hendi ríkisins setið á hakanum. Reykjanesbrautin skiptir þar miklu máli. Þar ganga vegabætur allt of seint. Það sama má segja um Bláfjallaveginn, sem núverandi meirihluti lokaði á síðasta ári. Hann þarf að opna aftur. Þá þarf að berjast af hörku gegn áformum um lokun Flóttamannavegar. Það má ekki gerast. Hafnarfjarðarbær seldi á kjörtímabilinu hlut Hafnarfjarðar í HS veitum til að fjármagna rekstur bæjarins. Samt hækka skuldir og íbúum fækkar. Sú sala meirihluta Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks minnir að sumu leyti á algjörlega misheppnaða sölu ríkisstjórnarinnar á Íslandsbanka á dögunum. Í Hafnarfirði gekk erfiðlega að fá upplýsingar um kostnað við söluna. Alveg eins og í Íslandsbankaklúðrinu hjá ríkisstjórnarflokkunum, þar sem leynd og klíkuskapur réði för. Hugsanlega var sú sala lögleg, en alveg örugglega var hún siðlaus. Staðreyndin er sú að þessir flokkar selja almannaeignir - það sýnir sagan okkur aftur og aftur. Og gjarnan til vildarvina. Þetta þarf að muna á kjördag í maí. Það þarf að stöðva sérhygli og spillingu hjá ríki og bæ! Eins er slegið slöku við þegar komið er að heilsugæslu í bænum. Það nær ekki nokkurri átt að það taki 4-6 vikur að ná tíma hjá lækni, eins og raunin er. Starfsfólk heilsugæslunnar gerir sitt besta, en fleira starfsfólk, fleiri stöðvar og fjármagn vantar frá ríkisstjórninni - hjá sömu flokkunum og stjórnað hafa Hafnarfirði.. Hér er vitlaust gefið. Þarna þarf að gefa í. Það er hægt að gera svo miklu betur. Hafnarfjörður á alla möguleika Mér þykir vænt um bæinn minn og fólkið í honum. Hafnarfjörður er minn bær! Þess vegna sneri ég til baka til þátttöku í bæjarpólitíkinni eftir 16 ára fjarveru frá stjórnmálum, eftir að ég gegndi áhugaverðum störfum sendiherra um víða veröld. Það er gott að vera kominn heim! Mig langar einfaldlega að hjálpa til, leggja mitt að mörkum. Að gera góðan bæ betri. Vinna með sveitungum mínum. Það er nefnilega hægt að gera miklu betur, en gert hefur verið í 8 ára stjórnartíð sjálfstæðismanna og framsóknar. Snúum við blaði og hefjum nýja og betri vegferð. Jafnaðarmenn koma til dyranna eins og þeir eru klæddir. Hafnfirðíngar þekkja til starfa þeirra fyrr og síðar. Þar eru almannahagsmunir á oddinum. Við höfum engra sérhagsmuna að gæta - við gætum bara hagsmuna venjulegs fólks, fólks sem við viljum þjóna. Stöndum vörð um Hafnarfjörð, þennan fallega og góða bæ og íbúa hans. Samfylkingin er tilbúin í verkin. Vertu með okkur jafnaðarmönnum í sókninni! Nú er tækifærið. Breytum og bætum þann 14.maí næstkomandi. XS... að sjálfsögðu. Höfundur er oddviti Samfylkingarinnar, jafnaðarmannaflokks Íslands í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Árni Stefánsson Hafnarfjörður Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Samfylkingin Mest lesið VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson Skoðun Að kenna eða ekki kenna Helga Margrét Marzellíusardóttir Skoðun Nú ertu á (síðasta) séns! Halla Gunnarsdóttir Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir Skoðun Táknrænar 350 milljónir Sigmar Guðmundsson Skoðun Opið bréf til allra félagsmanna VR Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun Eigandinn smánaður Sigurjón Þórðarson Skoðun Skoðun Skoðun Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð Björn Ólafsson skrifar Skoðun VR-members, exercise your right to vote! Christopher Eva skrifar Skoðun Stöðvum það sem gott er Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Kjósum Kolbrúnu – Styrk stjórnun á tímum breytinga Margrét Sigrún Sigurðardóttir skrifar Skoðun Vanfjármögnun Háskóla Íslands verður að breyta Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með börnum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun „Án orku verður ekki hagvöxtur“ Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson skrifar Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar Skoðun Flosa í formanninn Jónas Már Torfason skrifar Skoðun VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir skrifar Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson skrifar Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Takk fyrir stuðninginn félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni og mikilvægi háskóla Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að kenna eða ekki kenna Helga Margrét Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Þúsund hjúkrunarrými óskast strax í gær Aríel Pétursson skrifar Skoðun Nú ertu á (síðasta) séns! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til allra félagsmanna VR Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Líffræðileg fjölbreytni og tækifæri Íslands Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Táknrænar 350 milljónir Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Átök Bandaríkjanna við Evrópu Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Þjóðin tapar, bankarnir græða – Innleiðing RÍR og mótspyrna bankanna Aron Heiðar Steinsson skrifar Skoðun „Varðar mest, til allra orða undirstaðan sé réttlig fundin“ – í kjallaranum á Vesturgötu Gísli Sigurðsson,Svanhildur Óskarsdóttir skrifar Skoðun Gull og gráir skógar Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Afstaða háskólans Björn Þorsteinsson skrifar Skoðun Rektor sem hlustar og miðlar: X-Björn Gunnar Þór Jóhannesson,Katrín Anna Lund skrifar Skoðun Aldur notaður sem vopn í formannskosningu VR Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Sjá meira
Það þarf öfluga velferð fyrir fólk þannig að kröftugt atvinnulíf nái að blómstra. En um leið þarf heilbrigt atvinnulíf að vera til staðar, þannig að velferðin njóti sín. Þetta samspil er mikilvægt, enda grunntónn í allri nálgun okkar jafnaðarmanna að verkefnum til heilla fyrir fólk og til að auka lífsgæði almennings. Mörgum þykir þetta svo sjálfsagt að ekki þurfi að ræða, en samt eru þessi grunngildi í miklu ójafnvægi alltof víða - því miður. Þetta er klassísk jafnaðarstefna og Samfylkingin mun tryggja að hún verði til staðar í Hafnarfirði á komandi kjörtímabili. Þannig munu jafnaðarmenn í Hafnarfirði nálgast viðamikil og mikilvæg verkefni á komandi kjörtímabili við stjórn bæjarins - allir með! Jafnaðarmenn vilja sjá Hafnarfjörð fyrir alla; unga sem eldri, fólk úr öllum stéttum, þá sem höllum fæti standa, almennt launafólk, fólk í rekstri lítilla og stærri fyrirtækja, fjölskyldur og einstaklingar. Það verður engin útundan hjá okkur jafnaðarmönnum. Við viljum ekki steypa alla í sama mótið, heldur að einstaklingar og hópar fái að njóta sín til fullnustu; hafi frelsi til að velja. Og um leið viljum við sjá samhjálp í verki gagnvart þeim sem aðstoð þurfa. Hafnarfjörður er fyrir alla og allir eiga að vera með. Að selja eignir fólksins Kosningarnar í Hafnarfirði snúast um fólk - og þjónustu við það. Þar er kosið um trúverðugleika og traust á frambjóðendum og flokkum í bænum. En Hafnarfjörður er ekki eyland. Mörg verkefni skarast við þjónustu ríkisvaldsins. Núverandi ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins, Framsóknarflokksins og Vinstri grænna hefur ekki skilað nægum fjármunum til Hafnarfjarðar eins og vera ber til að unnt sé að sinna ýmsum verkefnum. Þar má nefna gríðarlega mikilvæga þjónustu við fatlaða. Eins hafa samgönguverkefni á hendi ríkisins setið á hakanum. Reykjanesbrautin skiptir þar miklu máli. Þar ganga vegabætur allt of seint. Það sama má segja um Bláfjallaveginn, sem núverandi meirihluti lokaði á síðasta ári. Hann þarf að opna aftur. Þá þarf að berjast af hörku gegn áformum um lokun Flóttamannavegar. Það má ekki gerast. Hafnarfjarðarbær seldi á kjörtímabilinu hlut Hafnarfjarðar í HS veitum til að fjármagna rekstur bæjarins. Samt hækka skuldir og íbúum fækkar. Sú sala meirihluta Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks minnir að sumu leyti á algjörlega misheppnaða sölu ríkisstjórnarinnar á Íslandsbanka á dögunum. Í Hafnarfirði gekk erfiðlega að fá upplýsingar um kostnað við söluna. Alveg eins og í Íslandsbankaklúðrinu hjá ríkisstjórnarflokkunum, þar sem leynd og klíkuskapur réði för. Hugsanlega var sú sala lögleg, en alveg örugglega var hún siðlaus. Staðreyndin er sú að þessir flokkar selja almannaeignir - það sýnir sagan okkur aftur og aftur. Og gjarnan til vildarvina. Þetta þarf að muna á kjördag í maí. Það þarf að stöðva sérhygli og spillingu hjá ríki og bæ! Eins er slegið slöku við þegar komið er að heilsugæslu í bænum. Það nær ekki nokkurri átt að það taki 4-6 vikur að ná tíma hjá lækni, eins og raunin er. Starfsfólk heilsugæslunnar gerir sitt besta, en fleira starfsfólk, fleiri stöðvar og fjármagn vantar frá ríkisstjórninni - hjá sömu flokkunum og stjórnað hafa Hafnarfirði.. Hér er vitlaust gefið. Þarna þarf að gefa í. Það er hægt að gera svo miklu betur. Hafnarfjörður á alla möguleika Mér þykir vænt um bæinn minn og fólkið í honum. Hafnarfjörður er minn bær! Þess vegna sneri ég til baka til þátttöku í bæjarpólitíkinni eftir 16 ára fjarveru frá stjórnmálum, eftir að ég gegndi áhugaverðum störfum sendiherra um víða veröld. Það er gott að vera kominn heim! Mig langar einfaldlega að hjálpa til, leggja mitt að mörkum. Að gera góðan bæ betri. Vinna með sveitungum mínum. Það er nefnilega hægt að gera miklu betur, en gert hefur verið í 8 ára stjórnartíð sjálfstæðismanna og framsóknar. Snúum við blaði og hefjum nýja og betri vegferð. Jafnaðarmenn koma til dyranna eins og þeir eru klæddir. Hafnfirðíngar þekkja til starfa þeirra fyrr og síðar. Þar eru almannahagsmunir á oddinum. Við höfum engra sérhagsmuna að gæta - við gætum bara hagsmuna venjulegs fólks, fólks sem við viljum þjóna. Stöndum vörð um Hafnarfjörð, þennan fallega og góða bæ og íbúa hans. Samfylkingin er tilbúin í verkin. Vertu með okkur jafnaðarmönnum í sókninni! Nú er tækifærið. Breytum og bætum þann 14.maí næstkomandi. XS... að sjálfsögðu. Höfundur er oddviti Samfylkingarinnar, jafnaðarmannaflokks Íslands í Hafnarfirði.
Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir Skoðun
Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar
Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðin tapar, bankarnir græða – Innleiðing RÍR og mótspyrna bankanna Aron Heiðar Steinsson skrifar
Skoðun „Varðar mest, til allra orða undirstaðan sé réttlig fundin“ – í kjallaranum á Vesturgötu Gísli Sigurðsson,Svanhildur Óskarsdóttir skrifar
Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir Skoðun