Notalega flugfélagið Reynir Heiðar Antonsson skrifar 2. maí 2022 11:30 Fimmtudaginn 2.júní verður stór dagur í samgöngumálum Akureyringa og raunar landsbyggðarinnar allrar, en þá hefur sig til flugs vél fyrsta millilandaflugfélagsins á Íslandi með höfuðstöðvar utan suðvesturhornsins. Fyrsta flug hins notalega Niceair flugfélags verður til Kaupmannahafnar og er það dáldið skemmtileg tilviljun að gamli höfuðstaðurinn skuli verða fyrir valinu. Því Akureyri hefur löngum verið talinn dálítið danskur bær og þarf ekki nema að nema nefna Ráðhústorgið sem dæmi. Jafnvel eru til kenningar um það að sjálft nafnið Akureyri sé af dönskum uppruna. Upphaf þessa millilandaflugs héðan frá Akureyri mun án efa hafa mikil og góð áhrif fyrir bæinn og raunar norðuland allt. Hér mun væntanlega fjölga ferðamönnum sem kallar á meiri innviðauppbyggingu t.d Hótel og gististaði en þetta mun einnig breyta miklu fyrir fólkið á svæðinu. Líklegt er að Reykjavík muni nú fá samkeppni bæði frá London og Kaupmannahöfn hvað varðar hvers konar þjónustu og verslun. Það er ekki dýrara að skreppa til London eða Köben en til Reykjavíkur og ólíklegt að fargjöldin suður munu lækka í kjölfarið meðan þeir sem sjá um innanlandsflugið í dag gera það. Einnig er hugsanlegt að hægt væri að sækja aukna heilbrigðisþjónustu til þessara borga en að vísu fylgir sá böggull skammrifi að Sjúkratryggingar Íslands eru vægast sagt tregar til að greiða fyrir heilbrigðisþjónustu erlendis þó slíkt myndi án efa létta á biðlistum hér. Hér kæmi aðild að Evrópusambandinu sér vel. Þá munu möguleikarnir til að halda ráðstefnur, tónleika og aðra menningarviðburði hér aukast af því gefnu að einhverjir innviðir verði uppbyggðir t.d. stærri tónleikahús líkt og Atli Örvars hefur sagt að þetta beina flug muni breyta miklu fyrir hans starfssemi. Við höfum þegar misst af viðburðum vegna skorts á gistirými og má nefna nýlegt heimsmeistaramót í íshokkí sem líklega hefur ekki verið haldið á Akureyri vegna skorts á aðstöðu. Þetta nýja millilandaflug er mjög í anda þess að Akureyri verði sú græna svæðisborg sem vilji er til að hún verði því greiðar samgöngur eru alltaf lykillinn að sjálfstæðri tilveru. Höfundur er stjórnmálafræðingur og skipar 16. sæti á lista Samfylkingarinnar á Akureyri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Akureyri Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Samfylkingin Samgöngur Niceair Mest lesið Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Fræðsluskylda í stað skólaskyldu Eldur Smári Kristinsson Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Sjá meira
Fimmtudaginn 2.júní verður stór dagur í samgöngumálum Akureyringa og raunar landsbyggðarinnar allrar, en þá hefur sig til flugs vél fyrsta millilandaflugfélagsins á Íslandi með höfuðstöðvar utan suðvesturhornsins. Fyrsta flug hins notalega Niceair flugfélags verður til Kaupmannahafnar og er það dáldið skemmtileg tilviljun að gamli höfuðstaðurinn skuli verða fyrir valinu. Því Akureyri hefur löngum verið talinn dálítið danskur bær og þarf ekki nema að nema nefna Ráðhústorgið sem dæmi. Jafnvel eru til kenningar um það að sjálft nafnið Akureyri sé af dönskum uppruna. Upphaf þessa millilandaflugs héðan frá Akureyri mun án efa hafa mikil og góð áhrif fyrir bæinn og raunar norðuland allt. Hér mun væntanlega fjölga ferðamönnum sem kallar á meiri innviðauppbyggingu t.d Hótel og gististaði en þetta mun einnig breyta miklu fyrir fólkið á svæðinu. Líklegt er að Reykjavík muni nú fá samkeppni bæði frá London og Kaupmannahöfn hvað varðar hvers konar þjónustu og verslun. Það er ekki dýrara að skreppa til London eða Köben en til Reykjavíkur og ólíklegt að fargjöldin suður munu lækka í kjölfarið meðan þeir sem sjá um innanlandsflugið í dag gera það. Einnig er hugsanlegt að hægt væri að sækja aukna heilbrigðisþjónustu til þessara borga en að vísu fylgir sá böggull skammrifi að Sjúkratryggingar Íslands eru vægast sagt tregar til að greiða fyrir heilbrigðisþjónustu erlendis þó slíkt myndi án efa létta á biðlistum hér. Hér kæmi aðild að Evrópusambandinu sér vel. Þá munu möguleikarnir til að halda ráðstefnur, tónleika og aðra menningarviðburði hér aukast af því gefnu að einhverjir innviðir verði uppbyggðir t.d. stærri tónleikahús líkt og Atli Örvars hefur sagt að þetta beina flug muni breyta miklu fyrir hans starfssemi. Við höfum þegar misst af viðburðum vegna skorts á gistirými og má nefna nýlegt heimsmeistaramót í íshokkí sem líklega hefur ekki verið haldið á Akureyri vegna skorts á aðstöðu. Þetta nýja millilandaflug er mjög í anda þess að Akureyri verði sú græna svæðisborg sem vilji er til að hún verði því greiðar samgöngur eru alltaf lykillinn að sjálfstæðri tilveru. Höfundur er stjórnmálafræðingur og skipar 16. sæti á lista Samfylkingarinnar á Akureyri.
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar