Ætlaði að henda stuðningsmönnum ÍBV úr húsi Sindri Sverrisson skrifar 2. maí 2022 12:01 Kári Kristján Kristjánsson kom til að ræða við stuðningsmenn svo að hægt væri að koma leiknum aftur í gang. Stöð 2 Sport Gera þurfti hlé á leik Hauka og ÍBV á Ásvöllum í gær á meðan að formaður dómaranefndar HSÍ, Kristján Gaukur Kristjánsson, reyndi að hemja stuðningsmenn ÍBV. Það gekk lítið þar til að sáttasemjarinn Kári Kristján Kristjánsson kom til aðstoðar. Stuðningsmenn ÍBV, Hvítu riddararnir, ætla greinilega að stíga bensínið í botn í úrslitakeppni Olís-deildarinnar í handbolta eins og þeir hafa gert í gegnum árin. Þeir voru áberandi á Ásvöllum í gær og létu vel í sér heyra, líkt og reyndar heimamenn, og fögnuðu að lokum sigri svo að ÍBV er 1-0 yfir fyrir næsta leik einvígisins, í Eyjum á miðvikudag. Það var því ekki bara mikil barátta innan vallar hjá liðunum sem eldað hafa grátt silfur saman í gegnum árin. Hléið á leiknum kom eftir að Ólafur Ægir Ólafsson fékk tveggja mínútna brottvísun um miðjan fyrri hálfleik, eftir að hafa rekið hnéð í Kára Kristján Kristjánsson þar sem Kári lá eftir baráttu þeirra á línunni. Hér að neðan má sjá brot Ólafs og þegar reynt var að róa Hvítu riddarana í kjölfarið. Klippa: Reyndi að róa stuðningsmenn ÍBV Á þessum tímapunkti voru mikil læti í Hvítu riddurunum og fyrrnefndur Kristján Gaukur sá þann kost vænstan að reyna að róa þá niður, og koma þeim fjær vellinum. Á endanum mun hann hafa hótað því að vísa stuðningsmönnunum úr húsi. Kristján Gaukur ætlaði að henda okkur öllum út af Ásvöllum. Alvöru hugmynd þar á ferð. https://t.co/iuWH7dB5yy— Hvítu Riddararnir (@riddararnir) May 1, 2022 Úr því varð hins vegar ekki og þeir Kári Kristján og Rúnar Kárason hjálpuðu til við að stilla mannskapinn í stúkunni, svo að hægt væri að halda áfram að spila leikinn. Liðin mætast næst klukkan 18 á miðvikudag í Eyjum, í beinni og veglegri útsendingu á Stöð 2 Sport. Vinna þarf þrjá leiki til að vinna einvígið og komast í úrslit. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Olís-deild karla ÍBV Haukar Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Haukar - ÍBV 30-35 | Eyjamenn frábærir í síðari hálfleik ÍBV byrjaði einvígið á móti Haukum af krafti en liðið vann fyrsta leik liðanna í undanúrslitum Olís-deildar karla í handbolta sannfærandi. 1. maí 2022 20:14 „Gat ekki óskað mér betri byrjun á einvíginu“ ÍBV tók forystuna í undanúrslitaeinvíginu gegn Haukum eftir fimm marka sigur á Ásvöllum 30-35. Sigtryggur Daði Rúnarsson, leikmaður ÍBV, var í skýjunum eftir leik. 1. maí 2022 19:19 Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Fótbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Fleiri fréttir Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Haukur og félagar unnu baráttuna um Búkarest Sjá meira
Stuðningsmenn ÍBV, Hvítu riddararnir, ætla greinilega að stíga bensínið í botn í úrslitakeppni Olís-deildarinnar í handbolta eins og þeir hafa gert í gegnum árin. Þeir voru áberandi á Ásvöllum í gær og létu vel í sér heyra, líkt og reyndar heimamenn, og fögnuðu að lokum sigri svo að ÍBV er 1-0 yfir fyrir næsta leik einvígisins, í Eyjum á miðvikudag. Það var því ekki bara mikil barátta innan vallar hjá liðunum sem eldað hafa grátt silfur saman í gegnum árin. Hléið á leiknum kom eftir að Ólafur Ægir Ólafsson fékk tveggja mínútna brottvísun um miðjan fyrri hálfleik, eftir að hafa rekið hnéð í Kára Kristján Kristjánsson þar sem Kári lá eftir baráttu þeirra á línunni. Hér að neðan má sjá brot Ólafs og þegar reynt var að róa Hvítu riddarana í kjölfarið. Klippa: Reyndi að róa stuðningsmenn ÍBV Á þessum tímapunkti voru mikil læti í Hvítu riddurunum og fyrrnefndur Kristján Gaukur sá þann kost vænstan að reyna að róa þá niður, og koma þeim fjær vellinum. Á endanum mun hann hafa hótað því að vísa stuðningsmönnunum úr húsi. Kristján Gaukur ætlaði að henda okkur öllum út af Ásvöllum. Alvöru hugmynd þar á ferð. https://t.co/iuWH7dB5yy— Hvítu Riddararnir (@riddararnir) May 1, 2022 Úr því varð hins vegar ekki og þeir Kári Kristján og Rúnar Kárason hjálpuðu til við að stilla mannskapinn í stúkunni, svo að hægt væri að halda áfram að spila leikinn. Liðin mætast næst klukkan 18 á miðvikudag í Eyjum, í beinni og veglegri útsendingu á Stöð 2 Sport. Vinna þarf þrjá leiki til að vinna einvígið og komast í úrslit. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Olís-deild karla ÍBV Haukar Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Haukar - ÍBV 30-35 | Eyjamenn frábærir í síðari hálfleik ÍBV byrjaði einvígið á móti Haukum af krafti en liðið vann fyrsta leik liðanna í undanúrslitum Olís-deildar karla í handbolta sannfærandi. 1. maí 2022 20:14 „Gat ekki óskað mér betri byrjun á einvíginu“ ÍBV tók forystuna í undanúrslitaeinvíginu gegn Haukum eftir fimm marka sigur á Ásvöllum 30-35. Sigtryggur Daði Rúnarsson, leikmaður ÍBV, var í skýjunum eftir leik. 1. maí 2022 19:19 Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Fótbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Fleiri fréttir Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Haukur og félagar unnu baráttuna um Búkarest Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Haukar - ÍBV 30-35 | Eyjamenn frábærir í síðari hálfleik ÍBV byrjaði einvígið á móti Haukum af krafti en liðið vann fyrsta leik liðanna í undanúrslitum Olís-deildar karla í handbolta sannfærandi. 1. maí 2022 20:14
„Gat ekki óskað mér betri byrjun á einvíginu“ ÍBV tók forystuna í undanúrslitaeinvíginu gegn Haukum eftir fimm marka sigur á Ásvöllum 30-35. Sigtryggur Daði Rúnarsson, leikmaður ÍBV, var í skýjunum eftir leik. 1. maí 2022 19:19