Innlent

Al­var­lega slasaður eftir að hafa fallið af vinnu­palli í Þor­láks­höfn

Atli Ísleifsson skrifar
Í vikuskýrslu lögreglunnar á Suðurlandi segir frá tveimur vinnuslysum.
Í vikuskýrslu lögreglunnar á Suðurlandi segir frá tveimur vinnuslysum. Vísir/Vilhelm

Maður slasaðist alvarlega eftir að hafa fallið af vinnupalli við malarhörpu við Þorlákshöfn síðastliðinn fimmtudag.

Frá þessu segir í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurlandi. Þar segir að fallið hafi verið þrír til fjórir metrar.

Maðurinn var fluttur á sjúkrahús til aðhlynningar og voru starfsmenn Vinnueftirlitsins kallaðir til til frekari rannsóknar á vettvangi.

Í tilkynningunni segir að svo virðist sem að handrið á pallinum hafi gefið sig með þessum afleiðingum.

„Deginum áður hafði karlmaður fallið úr um 3 m hæð úr stiga við vinnu sína í nýbyggingu, einnig í Þorlákshöfn. Hann með áverka á höfði og fluttur á sjúkrahús. Vinnueftirliti gert viðvart um slysið.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×