Erfið byrjun hjá Bayern: „Mamma kom til mín í heilan mánuð til að styrkja mig andlega“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 3. maí 2022 09:00 Karólína Lea Vilhjálmsdóttir og móðir hennar, Fjóla Rún Þorleifsdóttir, fagna þýska meistaratitlinum síðasta vor. instagram-síða karólínu Karólína Lea Vilhjálmsdóttir, landsliðskona í fótbolta, viðurkennir að fyrstu mánuðirnar hjá Bayern München hafi reynt á. Það hafi hins vegar hjálpað mikið þegar hún fékk tvo íslenska samherja. Eftir að hafa orðið Íslandsmeistari með Breiðabliki 2020 gekk Karólína í raðir þýska stórliðsins Bayern München. Í júlí 2021 samdi Glódís Perla Viggósdóttir við Bayern og í janúar á þessu ári bættist markvörðurinn Cecilía Rán Rúnarsdóttir í hópinn. Karólína segir gott að hafa stuðning frá stöllum sínum í íslenska landsliðinu og það hjálpi mikið eftir erfiða fyrstu mánuði hjá Bayern. „Það er allt annað. Fyrstu sex mánuðirnir voru mjög erfiðir. Ég þori alveg að segja að mamma kom til mín í heilan mánuð til að styrkja mig andlega,“ sagði Karólína í samtali við Vísi í Prag þar sem íslenska landsliðið dvaldi fyrir leikinn gegn Tékklandi í undankeppni HM. „Núna er ég með tvo Íslendinga með mér, þannig það er allt annað líf að vera þarna núna. Þetta er orðin lítil fjölskylda. Ég er meira með þeim en minni eigin fjölskyldu. Það hefur verið mjög skemmtilegt að fá tvo Íslendinga með.“ Mótlætið gerir mann sterkari Þrátt fyrir að hafa ekki alltaf spilað mikið með Bayern hefur Karólína bætt sig mikið síðan hún fór til liðsins. „Bæði tæknilega og svo hlaupagetan meiri. Þegar maður kemur út í atvinnumennsku reynir maður bara að einbeita sér hundrað prósent að fótboltanum. Maður æfir með mögnuðum leikmönnum og það hjálpar mér þegar ég kem inn í landsliðið, þá er ég vanari hærra tempói. Það er erfitt að segja sjálf en ég hef heyrt að fólk sér mun á mér sem er bara jákvætt,“ sagði Karólína. Klippa: Karólína um Bayern München „Ég er að keppa við bestu miðjumenn í heimi þannig að það er erfitt að fá spiltíma. En mótlætið gerir mann sterkari og þá er maður betur undirbúinn fyrir landsliðið, þegar maður fær spiltíma.“ Karólína kveðst ánægð með þetta stóra skref sem hún tók, að fara úr íslensku deildinni í eitt besta lið heims. Hún segir að það hafi ekki komið til tals að fara á lán til liðs í aðeins lakari deild til að fá fleiri mínútur. Milliskrefið ekki málið fyrir mig „Ég fór strax til Bayern frá Breiðabliki. Svo hefur verið mikið mótlæti en mér finnst ég hafa bætt mig þótt ég hafi ekki fengið nógu mikinn spiltíma. En það er alltaf hægt að segja: hún hefði átt að fara á lán en það var ekki í boði fyrir mig. Ég fékk ekki að fara þannig ég þurfti að vera mjög sterk andlega,“ sagði Karólína. „Ég hef bætt mig mikið í líkamlega þættinum; meiri tími í líkamsrækt þegar maður er ekki að spila. En þetta milliskref var ekki alveg málið fyrir mig þótt það sé kannski auðveldara en að fara beint í stærstu deildina.“ Þýski boltinn Mest lesið Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Enski boltinn Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Metár í hlaupum á Íslandi 2025 og unga fólkinu að þakka Sport Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Tómas Bent gulltryggði sigurinn Fótbolti Dagskráin í dag: Big Ben fylgir á eftir stórleikjum í Bónus deildinni Sport Fleiri fréttir Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Sjá meira
Eftir að hafa orðið Íslandsmeistari með Breiðabliki 2020 gekk Karólína í raðir þýska stórliðsins Bayern München. Í júlí 2021 samdi Glódís Perla Viggósdóttir við Bayern og í janúar á þessu ári bættist markvörðurinn Cecilía Rán Rúnarsdóttir í hópinn. Karólína segir gott að hafa stuðning frá stöllum sínum í íslenska landsliðinu og það hjálpi mikið eftir erfiða fyrstu mánuði hjá Bayern. „Það er allt annað. Fyrstu sex mánuðirnir voru mjög erfiðir. Ég þori alveg að segja að mamma kom til mín í heilan mánuð til að styrkja mig andlega,“ sagði Karólína í samtali við Vísi í Prag þar sem íslenska landsliðið dvaldi fyrir leikinn gegn Tékklandi í undankeppni HM. „Núna er ég með tvo Íslendinga með mér, þannig það er allt annað líf að vera þarna núna. Þetta er orðin lítil fjölskylda. Ég er meira með þeim en minni eigin fjölskyldu. Það hefur verið mjög skemmtilegt að fá tvo Íslendinga með.“ Mótlætið gerir mann sterkari Þrátt fyrir að hafa ekki alltaf spilað mikið með Bayern hefur Karólína bætt sig mikið síðan hún fór til liðsins. „Bæði tæknilega og svo hlaupagetan meiri. Þegar maður kemur út í atvinnumennsku reynir maður bara að einbeita sér hundrað prósent að fótboltanum. Maður æfir með mögnuðum leikmönnum og það hjálpar mér þegar ég kem inn í landsliðið, þá er ég vanari hærra tempói. Það er erfitt að segja sjálf en ég hef heyrt að fólk sér mun á mér sem er bara jákvætt,“ sagði Karólína. Klippa: Karólína um Bayern München „Ég er að keppa við bestu miðjumenn í heimi þannig að það er erfitt að fá spiltíma. En mótlætið gerir mann sterkari og þá er maður betur undirbúinn fyrir landsliðið, þegar maður fær spiltíma.“ Karólína kveðst ánægð með þetta stóra skref sem hún tók, að fara úr íslensku deildinni í eitt besta lið heims. Hún segir að það hafi ekki komið til tals að fara á lán til liðs í aðeins lakari deild til að fá fleiri mínútur. Milliskrefið ekki málið fyrir mig „Ég fór strax til Bayern frá Breiðabliki. Svo hefur verið mikið mótlæti en mér finnst ég hafa bætt mig þótt ég hafi ekki fengið nógu mikinn spiltíma. En það er alltaf hægt að segja: hún hefði átt að fara á lán en það var ekki í boði fyrir mig. Ég fékk ekki að fara þannig ég þurfti að vera mjög sterk andlega,“ sagði Karólína. „Ég hef bætt mig mikið í líkamlega þættinum; meiri tími í líkamsrækt þegar maður er ekki að spila. En þetta milliskref var ekki alveg málið fyrir mig þótt það sé kannski auðveldara en að fara beint í stærstu deildina.“
Þýski boltinn Mest lesið Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Enski boltinn Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Metár í hlaupum á Íslandi 2025 og unga fólkinu að þakka Sport Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Tómas Bent gulltryggði sigurinn Fótbolti Dagskráin í dag: Big Ben fylgir á eftir stórleikjum í Bónus deildinni Sport Fleiri fréttir Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Sjá meira