Umfjöllun og viðtöl: KA - Keflavík 3-2 | Nökkvi Þeyr tryggði Akureyringum sigur í háspennuleik Árni Gísli Magnússon skrifar 2. maí 2022 21:05 Nökkvi Þeyr tryggði KA dramatískan sigur. Vísir/Hulda Margrét KA lagði Keflavík að velli í hádramatískum leik á Dalvíkurvelli í kvöld. 3-2 urðu lokatölur en gestirnir leiddu þegar einungis fimm míníutur lifðu leiks. Leikurinn fór mjög rólega af stað og afar lítið gerðist fyrsta hálftímann eða svo. Ásgeir Sigurgeirsson þurfti að fara meiddur af velli strax á 18. mínútu en hann missti einmitt af síðasta leik vegna meiðsla. Inn í hans stað kom Hallgrímur Mar Bergmann. Eftir hálftíma leik fóru heimamenn í skyndisókn og geystist Eflar Árni upp völlinn og renndi honum til hægri á Hallgrím Mar sem virtist vera einn á auðum sjó að fara skjóta á markið en þá kom varnarmaður á fullri ferð og renndi sér í boltann og bjargaði mögulega marki. KA menn heimtuðu víti en dómarinn sá þetta vel og dæmdi ekkert. Rúmum fimm mínútum seinna fékk Hallgrímur Mar aftur boltann inn í teig í úrvalsfæri en hitti boltann mjög illa og skotið laust fram hjá. Stuttu seinna var svo Þorri Mar í góðu færi eftir flott samspil við bróður sinn en enn og aftur nýttu KA menn sér færið ekki og skotið fram hjá. Það var svo á 42. mínútu sem fyrsta mark leiksins kom. Nökkvi Þeyr fékk þá boltann úti vinstra megin og kom inn á völlin og sendi fastan bolta á Daníel Hafsteinsson sem var beint fyrir framan miðjan vítateiginn en hann átti þunga snertingu og boltinn skaust upp í loftið og varnarmaður Keflavíkur á vonda snertingu á boltann og þá kemur Þorri á ferðinni og á fast skot sem fer í varnarmann og í nærhornið. Spurning hvort þetta verði skráð á Þorra eða sem sjálfsmark. Keflvíkingar voru ekki lengi að jafna en það gerðu þeir í uppbótartíma fyrri hálfleiks. Joey Gibbs var þá með boltann rétt innan við vítateig og renndi honum út á Ingimund Aron sem setti boltann innanfótar uppi í hægra hornið og jafnaði leikinn. Staðan 1-1 í hálfleik. Heimamenn stjórnuðu leiknum áfram í seinni hálfleik en gestirnir voru oft hættulegir í skyndisóknum og áttu oft að gera betur í færunum sem þeir fengu. KA menn náðu ekki að skapa sér mikið og áttu erfitt með að komast í gegnum vel skipulagt lið Keflvíkinga. Á 69. mínútu tók Sindri Kristinn langa markspyrnu þar sem boltinn endaði að lokum hjá varamanninum Edon Osmani sem fór framhjá einum varnarmanni og setti svo boltann til vinstri á Patrik Johannesen sem setti boltann örugglega niðri í fjærhornið og Keflvíkingar skyndliega komnir yfir. Á 83. mínútu gat Adam Ægir svo gott sem gert út um leikinn en setti boltann fram hjá þegar hann var einn í teignum í frábæru færi. Þetta reyndist dýrt því rosalegar lokamínútur tóku við. Á 86. mínútu fékk KA dæmda vítaspyrnu þar sem Magnús Þór braut á Daníeli Hafsteinssyni innan teigs. Nökkvi Þeyr fór á punktinn, spyrnan var föst og Sindri náði að slæma hönd í boltann en hann fór þó inn og leikurinn jafn, 2-2. KA menn leituðu að sigurmarki og fundu það að lokum á síðustu mínútu venjulegs leiktíma. Það kom langur bolti inn í teig frá hægri þar sem Rodri reis hæst og skallaði boltann til baka á Nökkva Þey sem átti fast skot með jörðinni sem Sindri réði ekki við og tryggði KA ótrúlegan 3-2 sigur. Af hverju vann KA ? Þeir unnu alls ekki á neinni glæsi spilamennsku heldur virtist viljinn til að sækja öll stigin í lokin skila sigrinum. Þeir skora tvö mörk á síðustu fimm mínútum leiksins þar sem þeir sóttu mikið á Keflvíkinga. Hverjir stóðu upp úr? Nökkvi Þeyr er hetja KA liðsins eftir að hafa skorað tvö mörk í lokin. Bróðir hans, Þorri Mar, átti einnig flottan leik sóknarlega og skoraði fyrsta markið. Gefum bara heimamönnunum þetta í dag. Hvað gekk illa? Þó að fimm mörk hafi verið skoruð í leiknum var eins og leikmenn beggja liða hafi verið eitthvað stressaðir í færunum sínum í dag en þau fóru nokkur forgörðum. Þá voru KA menn lengi vel ekki að finna taktinn sóknarlega. Hvað gerist næst? KA mætir KR á Meistaravöllum laugardaginn 7. maí kl. 16:15. Keflavík fær ÍBV í heimsókn sama dag kl. 16:00. Frábært að vera með níu stig Arnar Grétarsson, þjálfari KA.Vísir/Hulda Margrét Arnar Grétarsson, þjálfari KA, gat ekki annað en brosað eftir dramatískan sigur. „Mér líður náttúrulega mjög vel að hafa unnið en svona frammistaðan hefði alveg getað verið betri. Mér fannst við, sérstaklega í fyrri hálfleik þrátt fyrir að hafa fengið einhver færi, vera svolítið daufir og ákvarðanatökur á síðasta þriðjung og sendingar vantaði aðeins upp á. Við vorum búnir að ógna þeim nokkrum sinnum áður en við skoruðum fyrsta markið og það var búið að gera kröfur um að fá víti og svona, mér fannst við vera með undirtökin en það vantaði svolítið upp á svona ákvörðunartöku og meiri klókindi á síðasta þriðjung og kannski að láta boltann ganga aðeins hraðar.” „Við komum okkar í góða stöðu í 1-0 og svo erum við í bullandi sókn og þá taka menn sprett fram á við, svo töpum við boltanum og þá gerir Ívar mjög vel í sínum varnarleik með (Joey) Gibbs, nær að stoppa hann og svona aðeins stoppa sóknina, þá þurfa menn náttúrulega að vera komnir til baka sem þeir voru ekki og þá kom Ingimundur og skoraði gott mark og kom þeim inn í leikinn. Mér fannst við byrja seinni hálfleikinn mjög vel en svo gerum við stór mistök í öðru markinu, hann Þorri sem var búinn að vera mjög flottur í leiknum og þeir refsa okkur fyrir það og þá sá maður að það var svona eins og vítamínsprauta í þá. Þeir voru með leik í miðri viku og ættu að vera þreyttari en mér fannst þeir bara fá aukinn kraft og voru mjög duglegir og hlupu en sem betur fer fengum við víti sem kom okkur aftur inn í leikinn og það gaf okkur aukinn kraft og það er rosalega sætt í fótbolta að skora tvö mörk nánast í uppbótartíman og ná að klára leikinn og það er virkilega sætt en við verðum að ná að sýna betri frammistöður. Við eigum næsta leik í vesturbænum og við verðum klárlega að sýna betri frammistöðu en þetta ef við ætlum að taka eitthvað út úr þeim leik.” Keflvíkingar komust nokkrum sinnum inn fyrir vörn KA í skyndisóknum sínum og fannst Arnari það gerast fulloft. „Það kom allavega of oft fyrir að við vorum að sækja hratt, eins og í fyrsta og öðru markinu, og það er bara eitthvað sem við þurfum aðeins að skoða. Við vorum alveg búnir að fara yfir það hvernig við ætluðum að bregðast við en það er líka þannig þegar þú ert að spila við lið sem er með tvo framherja að það þýðir að ef þú ferð með marga upp þá eru þeir með tvo og svo er oft ekkert langt í kantmennina þeirra þannig þá eru þeir komnir með ansi marga til að sækja hratt og planið var náttúrulega að vera með Rodri ekki langt fyrir framan hafsentana okkar og þá ertu í yfirtölu en svo gerist það bara nokkrum sinnum í leiknum að við erum ekki í skipulagi og þeir refsa okkur þarna í tvö skipti. Svolítill klaufaskapur í seinna markinu en þetta er bara eitthvað sem við verðum að skoða og laga fyrir næsta leik.” KA er með fullt hús stiga eftir þrjá leiki en Arnar minnir menn á að þetta sé langt mót. „Frábært að vera með 9 stig eftir þrjá leiki og þau verða ekki tekin af okkur en þetta er langt mót og það er bara næstu leikur og það eru allir leikir erfiðir í þessu. Við höfum sagt það að við viljum reyna keppa að einhverju og þetta er allavega góð leið, að sigra leiki, og það er gott þegar menn venja sig á það en það er mikið eftir og við erum ekki að fara fagna neitt, þetta er langt mót. „Erum búnir að spila við þrjú bestu lið landsins” Sigurður Ragnar er þjálfari Keflavíkur.Vísir/Vilhelm Sigurður Ragnar Eyjólfsson gat ekki leynt vonbrigðum sínum eftir grátlegt tap „Við gátum alveg unnið þennan leik og áttum klárlega skilið að fá meira út úr leiknum en þetta og bara ánægður með liðið að hafa spilað vel og barist vel. Við lentum undir en við jöfnuðum og komumst yfir en í stöðunni 2-1 þá fáum við tvö dauðafæri en förum illa með þau og okkur er refsað, fáum á okkur víti og þetta er bara leikur sem við þurftum alls ekki að tapa og það er svekkjandi.” Keflvíkingar fóru illa með nokkur afbragðs færi í dag sem reyndist dýrkeypt. „Auðvitað verðum við að nýta færin betur, þú færð ekki það mörg á móti KA, þeir spila það góðan varnarleik yfirleitt og fá fá mörk á sig þannig mér fannst við bara spila virkilega vel, lögðum leikinn taktískt vel upp og vorum þéttir, vörðumst vel, hættulegar skyndisóknir og skoruðum góð mörk og mjög svekkjandi að fá ekkert út úr þessu.” Keflavík var 2-1 yfir þegar 5 mínútur lifðu leiks. Hvað fór úrskeiðis á lokakaflanum sem varð til þess að KA sigraði leikinn að lokum? „Við fáum dæmt á okkur víti, ég á eftir að sjá það aftur hvað var málið þar, við vorum kannski orðnir smá þreyttir og það riðlaðist aðeins leikurinn okkar. Nacho (Ígnacio Heras) þurfti að fara út af, stífnaði upp, og það svona kannski skemmdi aðeins fyrir okkur í varnarleiknum en það á alltaf að koma maður í manns stað og við eigum að geta leyst það en vorum bara orðnir þreyttir.” Keflvíkingar hafa tapað öllum sínum leikjum hingað til og verið nokkuð mikið gangrýndir, þá aðallega fyrir varnarleik liðsins, en Sigurður segir liðið geta tekið helling með sér úr leiknum í kvöld. „Með fullri virðingu fyrir öllum liðum í deildinni þá erum við búnir að spila við þrjú bestu lið landsins, Breiðablik úti, Víkingur úti og Valur heima, það myndi vera gríðarlega erfið byrjun fyrir öll lið í deildinni og ég held að við munum alveg sjá það að þegar þessi lið spila fleiri leiki. Auðvitað eigum við líka inni en þetta er auðvitað erfið byrjun á móti virkilega sterkum liðum og í dag sýndum við bara mjög góðan leik, virkilega góðan leik, ég er mjög ánægður með leikinn en við getum alltaf bætt okkur og fengið meira út úr leiknum.” Fannst honum vítaspyrnudómurinn réttur? „Ég heyrði að þetta hafi verið víti en ég sá það ekki nógu vel sjálfur. Auðvitað finnst manni að maður eigi aldrei að þurfa að gefa víti en Sindri var í þessum bolta líka og var mjög svekktur.” Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér. Besta deild karla KA Keflavík ÍF Íslenski boltinn
KA lagði Keflavík að velli í hádramatískum leik á Dalvíkurvelli í kvöld. 3-2 urðu lokatölur en gestirnir leiddu þegar einungis fimm míníutur lifðu leiks. Leikurinn fór mjög rólega af stað og afar lítið gerðist fyrsta hálftímann eða svo. Ásgeir Sigurgeirsson þurfti að fara meiddur af velli strax á 18. mínútu en hann missti einmitt af síðasta leik vegna meiðsla. Inn í hans stað kom Hallgrímur Mar Bergmann. Eftir hálftíma leik fóru heimamenn í skyndisókn og geystist Eflar Árni upp völlinn og renndi honum til hægri á Hallgrím Mar sem virtist vera einn á auðum sjó að fara skjóta á markið en þá kom varnarmaður á fullri ferð og renndi sér í boltann og bjargaði mögulega marki. KA menn heimtuðu víti en dómarinn sá þetta vel og dæmdi ekkert. Rúmum fimm mínútum seinna fékk Hallgrímur Mar aftur boltann inn í teig í úrvalsfæri en hitti boltann mjög illa og skotið laust fram hjá. Stuttu seinna var svo Þorri Mar í góðu færi eftir flott samspil við bróður sinn en enn og aftur nýttu KA menn sér færið ekki og skotið fram hjá. Það var svo á 42. mínútu sem fyrsta mark leiksins kom. Nökkvi Þeyr fékk þá boltann úti vinstra megin og kom inn á völlin og sendi fastan bolta á Daníel Hafsteinsson sem var beint fyrir framan miðjan vítateiginn en hann átti þunga snertingu og boltinn skaust upp í loftið og varnarmaður Keflavíkur á vonda snertingu á boltann og þá kemur Þorri á ferðinni og á fast skot sem fer í varnarmann og í nærhornið. Spurning hvort þetta verði skráð á Þorra eða sem sjálfsmark. Keflvíkingar voru ekki lengi að jafna en það gerðu þeir í uppbótartíma fyrri hálfleiks. Joey Gibbs var þá með boltann rétt innan við vítateig og renndi honum út á Ingimund Aron sem setti boltann innanfótar uppi í hægra hornið og jafnaði leikinn. Staðan 1-1 í hálfleik. Heimamenn stjórnuðu leiknum áfram í seinni hálfleik en gestirnir voru oft hættulegir í skyndisóknum og áttu oft að gera betur í færunum sem þeir fengu. KA menn náðu ekki að skapa sér mikið og áttu erfitt með að komast í gegnum vel skipulagt lið Keflvíkinga. Á 69. mínútu tók Sindri Kristinn langa markspyrnu þar sem boltinn endaði að lokum hjá varamanninum Edon Osmani sem fór framhjá einum varnarmanni og setti svo boltann til vinstri á Patrik Johannesen sem setti boltann örugglega niðri í fjærhornið og Keflvíkingar skyndliega komnir yfir. Á 83. mínútu gat Adam Ægir svo gott sem gert út um leikinn en setti boltann fram hjá þegar hann var einn í teignum í frábæru færi. Þetta reyndist dýrt því rosalegar lokamínútur tóku við. Á 86. mínútu fékk KA dæmda vítaspyrnu þar sem Magnús Þór braut á Daníeli Hafsteinssyni innan teigs. Nökkvi Þeyr fór á punktinn, spyrnan var föst og Sindri náði að slæma hönd í boltann en hann fór þó inn og leikurinn jafn, 2-2. KA menn leituðu að sigurmarki og fundu það að lokum á síðustu mínútu venjulegs leiktíma. Það kom langur bolti inn í teig frá hægri þar sem Rodri reis hæst og skallaði boltann til baka á Nökkva Þey sem átti fast skot með jörðinni sem Sindri réði ekki við og tryggði KA ótrúlegan 3-2 sigur. Af hverju vann KA ? Þeir unnu alls ekki á neinni glæsi spilamennsku heldur virtist viljinn til að sækja öll stigin í lokin skila sigrinum. Þeir skora tvö mörk á síðustu fimm mínútum leiksins þar sem þeir sóttu mikið á Keflvíkinga. Hverjir stóðu upp úr? Nökkvi Þeyr er hetja KA liðsins eftir að hafa skorað tvö mörk í lokin. Bróðir hans, Þorri Mar, átti einnig flottan leik sóknarlega og skoraði fyrsta markið. Gefum bara heimamönnunum þetta í dag. Hvað gekk illa? Þó að fimm mörk hafi verið skoruð í leiknum var eins og leikmenn beggja liða hafi verið eitthvað stressaðir í færunum sínum í dag en þau fóru nokkur forgörðum. Þá voru KA menn lengi vel ekki að finna taktinn sóknarlega. Hvað gerist næst? KA mætir KR á Meistaravöllum laugardaginn 7. maí kl. 16:15. Keflavík fær ÍBV í heimsókn sama dag kl. 16:00. Frábært að vera með níu stig Arnar Grétarsson, þjálfari KA.Vísir/Hulda Margrét Arnar Grétarsson, þjálfari KA, gat ekki annað en brosað eftir dramatískan sigur. „Mér líður náttúrulega mjög vel að hafa unnið en svona frammistaðan hefði alveg getað verið betri. Mér fannst við, sérstaklega í fyrri hálfleik þrátt fyrir að hafa fengið einhver færi, vera svolítið daufir og ákvarðanatökur á síðasta þriðjung og sendingar vantaði aðeins upp á. Við vorum búnir að ógna þeim nokkrum sinnum áður en við skoruðum fyrsta markið og það var búið að gera kröfur um að fá víti og svona, mér fannst við vera með undirtökin en það vantaði svolítið upp á svona ákvörðunartöku og meiri klókindi á síðasta þriðjung og kannski að láta boltann ganga aðeins hraðar.” „Við komum okkar í góða stöðu í 1-0 og svo erum við í bullandi sókn og þá taka menn sprett fram á við, svo töpum við boltanum og þá gerir Ívar mjög vel í sínum varnarleik með (Joey) Gibbs, nær að stoppa hann og svona aðeins stoppa sóknina, þá þurfa menn náttúrulega að vera komnir til baka sem þeir voru ekki og þá kom Ingimundur og skoraði gott mark og kom þeim inn í leikinn. Mér fannst við byrja seinni hálfleikinn mjög vel en svo gerum við stór mistök í öðru markinu, hann Þorri sem var búinn að vera mjög flottur í leiknum og þeir refsa okkur fyrir það og þá sá maður að það var svona eins og vítamínsprauta í þá. Þeir voru með leik í miðri viku og ættu að vera þreyttari en mér fannst þeir bara fá aukinn kraft og voru mjög duglegir og hlupu en sem betur fer fengum við víti sem kom okkur aftur inn í leikinn og það gaf okkur aukinn kraft og það er rosalega sætt í fótbolta að skora tvö mörk nánast í uppbótartíman og ná að klára leikinn og það er virkilega sætt en við verðum að ná að sýna betri frammistöður. Við eigum næsta leik í vesturbænum og við verðum klárlega að sýna betri frammistöðu en þetta ef við ætlum að taka eitthvað út úr þeim leik.” Keflvíkingar komust nokkrum sinnum inn fyrir vörn KA í skyndisóknum sínum og fannst Arnari það gerast fulloft. „Það kom allavega of oft fyrir að við vorum að sækja hratt, eins og í fyrsta og öðru markinu, og það er bara eitthvað sem við þurfum aðeins að skoða. Við vorum alveg búnir að fara yfir það hvernig við ætluðum að bregðast við en það er líka þannig þegar þú ert að spila við lið sem er með tvo framherja að það þýðir að ef þú ferð með marga upp þá eru þeir með tvo og svo er oft ekkert langt í kantmennina þeirra þannig þá eru þeir komnir með ansi marga til að sækja hratt og planið var náttúrulega að vera með Rodri ekki langt fyrir framan hafsentana okkar og þá ertu í yfirtölu en svo gerist það bara nokkrum sinnum í leiknum að við erum ekki í skipulagi og þeir refsa okkur þarna í tvö skipti. Svolítill klaufaskapur í seinna markinu en þetta er bara eitthvað sem við verðum að skoða og laga fyrir næsta leik.” KA er með fullt hús stiga eftir þrjá leiki en Arnar minnir menn á að þetta sé langt mót. „Frábært að vera með 9 stig eftir þrjá leiki og þau verða ekki tekin af okkur en þetta er langt mót og það er bara næstu leikur og það eru allir leikir erfiðir í þessu. Við höfum sagt það að við viljum reyna keppa að einhverju og þetta er allavega góð leið, að sigra leiki, og það er gott þegar menn venja sig á það en það er mikið eftir og við erum ekki að fara fagna neitt, þetta er langt mót. „Erum búnir að spila við þrjú bestu lið landsins” Sigurður Ragnar er þjálfari Keflavíkur.Vísir/Vilhelm Sigurður Ragnar Eyjólfsson gat ekki leynt vonbrigðum sínum eftir grátlegt tap „Við gátum alveg unnið þennan leik og áttum klárlega skilið að fá meira út úr leiknum en þetta og bara ánægður með liðið að hafa spilað vel og barist vel. Við lentum undir en við jöfnuðum og komumst yfir en í stöðunni 2-1 þá fáum við tvö dauðafæri en förum illa með þau og okkur er refsað, fáum á okkur víti og þetta er bara leikur sem við þurftum alls ekki að tapa og það er svekkjandi.” Keflvíkingar fóru illa með nokkur afbragðs færi í dag sem reyndist dýrkeypt. „Auðvitað verðum við að nýta færin betur, þú færð ekki það mörg á móti KA, þeir spila það góðan varnarleik yfirleitt og fá fá mörk á sig þannig mér fannst við bara spila virkilega vel, lögðum leikinn taktískt vel upp og vorum þéttir, vörðumst vel, hættulegar skyndisóknir og skoruðum góð mörk og mjög svekkjandi að fá ekkert út úr þessu.” Keflavík var 2-1 yfir þegar 5 mínútur lifðu leiks. Hvað fór úrskeiðis á lokakaflanum sem varð til þess að KA sigraði leikinn að lokum? „Við fáum dæmt á okkur víti, ég á eftir að sjá það aftur hvað var málið þar, við vorum kannski orðnir smá þreyttir og það riðlaðist aðeins leikurinn okkar. Nacho (Ígnacio Heras) þurfti að fara út af, stífnaði upp, og það svona kannski skemmdi aðeins fyrir okkur í varnarleiknum en það á alltaf að koma maður í manns stað og við eigum að geta leyst það en vorum bara orðnir þreyttir.” Keflvíkingar hafa tapað öllum sínum leikjum hingað til og verið nokkuð mikið gangrýndir, þá aðallega fyrir varnarleik liðsins, en Sigurður segir liðið geta tekið helling með sér úr leiknum í kvöld. „Með fullri virðingu fyrir öllum liðum í deildinni þá erum við búnir að spila við þrjú bestu lið landsins, Breiðablik úti, Víkingur úti og Valur heima, það myndi vera gríðarlega erfið byrjun fyrir öll lið í deildinni og ég held að við munum alveg sjá það að þegar þessi lið spila fleiri leiki. Auðvitað eigum við líka inni en þetta er auðvitað erfið byrjun á móti virkilega sterkum liðum og í dag sýndum við bara mjög góðan leik, virkilega góðan leik, ég er mjög ánægður með leikinn en við getum alltaf bætt okkur og fengið meira út úr leiknum.” Fannst honum vítaspyrnudómurinn réttur? „Ég heyrði að þetta hafi verið víti en ég sá það ekki nógu vel sjálfur. Auðvitað finnst manni að maður eigi aldrei að þurfa að gefa víti en Sindri var í þessum bolta líka og var mjög svekktur.” Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti