Við erum ekki komnir upp til að bara berjast um einhver stig Árni Jóhannsson skrifar 2. maí 2022 21:40 Guðmundur fagnar marki sínu. Vísir/Vilhelm „Já já, fínt að fá fyrsta stigið í sumar enda búnir að vera að leita eftir því í síðustu tveimur leikjum“, sagði Guðmundur Magnússon markaskorari Fram eftir 1-1 jafntefli þeirra við ÍA í þriðju umferð Bestu deildarinnar fyrr í kvöld. Eins og komið hefur fram var hann sáttur við stigið og frammistaða Framara kætti hann einnig. „Frammistöðulega séð fannst mér við vera betri aðilinn mikinn part í fyrri hálfleiknum. Eftir markið dettum við aðeins niður og þeir ná að jafna með ódýru marki. Í seinni hálfleik þá var þetta stál í stál til að byrja með en mér fannst við vera hættulegri þó að þeir hafi náð að skapa sér eitthvað smá með löngum boltum. Fótboltalega séð fannst mér við vera betri í kvöld.“ Það er bæting í leik Framara og jákvæð teikn á lofti en hvernig sér Guðmundur þróunina vera á liðinu? „Við erum nýliðar og það er alltaf erfitt að koma inn í deildina og mæta KR og FH sem eru betri lið en við erum. Mér finnst við samt hafa sýnt ágætis spilamennsku framan af og þurfum síðan að byggja ofan á frammistöður eins og í kvöld. Það er langt eftir og nægur tími til að bæta okkar leik.“ Guðmundur skoraði eitt mark og setti svo knöttinn yfir línuna öðru sinni 50. mínútu en var dæmdur rangstæður. Rangstæðan var tæp og var Guðmundur spurður út í hans álit á atvikinu. „Mér fannst það tæpt. Sóknarmanni finnst hann náttúrlega aldrei rangstæður en tilfinningin var þannig að ég var ekki fyrir innan. En ég var síðan nokkrum sinnum tæpur eftir það þannig að vonandi er þetta eins og með tómatsósuna að þetta komi bara núna.“ Framarar fara í Garðabæinn næst og geta verið bjartsýnir fyrir þann leik eftir leikinn í kvöld. Eða hvað? „Við getum haldið áfram í því sem við erum að gera. Við viljum spila fótbolta. Við erum ekki komnir upp til að bara berjast um einhver stig með því að vera í einhverri baráttu. Við viljum spila fótbolta og erum með gott fótbolta lið. Við erum bara að byggja upp sjálfstraustið hjá okkur og halda áfram. Ég hef engar áhyggjur af þessu.“ Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér. Besta deild karla Fram Íslenski boltinn Tengdar fréttir Leik lokið: Fram - ÍA 1-1 | Allt jafnt í Safamýri Fram og ÍA sættust á jafnan hlut í viðureign þeirra fyrr í kvöld. Leikar enduðu 1-1 í leik sem hafði ekki upp á mörg færi að bjóða. 2. maí 2022 20:15 Mest lesið Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn „Betra er seint en aldrei“ Enski boltinn „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Fótbolti Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Fótbolti Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Körfubolti Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Fótbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Fleiri fréttir „Allt er þegar þrennt er“ Allar tilfinningarnar í gangi Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjá meira
Eins og komið hefur fram var hann sáttur við stigið og frammistaða Framara kætti hann einnig. „Frammistöðulega séð fannst mér við vera betri aðilinn mikinn part í fyrri hálfleiknum. Eftir markið dettum við aðeins niður og þeir ná að jafna með ódýru marki. Í seinni hálfleik þá var þetta stál í stál til að byrja með en mér fannst við vera hættulegri þó að þeir hafi náð að skapa sér eitthvað smá með löngum boltum. Fótboltalega séð fannst mér við vera betri í kvöld.“ Það er bæting í leik Framara og jákvæð teikn á lofti en hvernig sér Guðmundur þróunina vera á liðinu? „Við erum nýliðar og það er alltaf erfitt að koma inn í deildina og mæta KR og FH sem eru betri lið en við erum. Mér finnst við samt hafa sýnt ágætis spilamennsku framan af og þurfum síðan að byggja ofan á frammistöður eins og í kvöld. Það er langt eftir og nægur tími til að bæta okkar leik.“ Guðmundur skoraði eitt mark og setti svo knöttinn yfir línuna öðru sinni 50. mínútu en var dæmdur rangstæður. Rangstæðan var tæp og var Guðmundur spurður út í hans álit á atvikinu. „Mér fannst það tæpt. Sóknarmanni finnst hann náttúrlega aldrei rangstæður en tilfinningin var þannig að ég var ekki fyrir innan. En ég var síðan nokkrum sinnum tæpur eftir það þannig að vonandi er þetta eins og með tómatsósuna að þetta komi bara núna.“ Framarar fara í Garðabæinn næst og geta verið bjartsýnir fyrir þann leik eftir leikinn í kvöld. Eða hvað? „Við getum haldið áfram í því sem við erum að gera. Við viljum spila fótbolta. Við erum ekki komnir upp til að bara berjast um einhver stig með því að vera í einhverri baráttu. Við viljum spila fótbolta og erum með gott fótbolta lið. Við erum bara að byggja upp sjálfstraustið hjá okkur og halda áfram. Ég hef engar áhyggjur af þessu.“ Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deild karla Fram Íslenski boltinn Tengdar fréttir Leik lokið: Fram - ÍA 1-1 | Allt jafnt í Safamýri Fram og ÍA sættust á jafnan hlut í viðureign þeirra fyrr í kvöld. Leikar enduðu 1-1 í leik sem hafði ekki upp á mörg færi að bjóða. 2. maí 2022 20:15 Mest lesið Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn „Betra er seint en aldrei“ Enski boltinn „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Fótbolti Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Fótbolti Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Körfubolti Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Fótbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Fleiri fréttir „Allt er þegar þrennt er“ Allar tilfinningarnar í gangi Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjá meira
Leik lokið: Fram - ÍA 1-1 | Allt jafnt í Safamýri Fram og ÍA sættust á jafnan hlut í viðureign þeirra fyrr í kvöld. Leikar enduðu 1-1 í leik sem hafði ekki upp á mörg færi að bjóða. 2. maí 2022 20:15