Matvæli eða öskuhaugar Guðmundur Oddgeirsson skrifar 3. maí 2022 07:45 Uppistaða atvinnulífs í Þorlákshöfn byggist á fiskvinnslu, umskipun á fiski til útflutnings og ýmiskonar iðnaði. Ferðamennska er enn í litlum mæli hér við ströndina en fer vaxandi. Framsýni við breytingar á höfninni á kjörtímabilinu 2014 til 2018 leiddi til þess að Þorlákshöfn varð að vöruhöfn með tilkomu Smyril Line. Ótrúlegt en satt þá var það ekki baráttulaust þar sem nokkur nátttröll, svokallaðir máttarstólpar hér í bæ, töluðu gegn breytingunum á þeim tíma. Nýr meirihluti D-listans tók við árið 2018 og til að byrja með var það sem var í gangi í hafnarmálunum og starf hafnarstjóra talað niður af bæjarstjóranum, draumaprinsinum frá Vestmannaeyjum, og hans aðdáendum í meirihlutanum. Þurfti minnihluti bæjarstjórnar að standa í harðri baráttu fyrir höfninni og verja starf hafnarstjóra í upphafi kjörtímabilsins sem er að ljúka. En svo var eins og meirihlutinn áttaði sig á mikilvægi þess sem var unnið að og sneri algjörlega við blaðinu, meira að segja bæjarstjórinn. Nú fór í hönd sá tími, sem enn stendur yfir, að eigna sér það sem á undan er gengið. Tímatalið hjá D-listanum er nú ekki lengur bundið við eftir Krist heldur við það þegar bæjarstjórinn, sem var hafnað í Eyjum, tók til starfa. Tími sérhagsmuna er núna í algleymingi. Fiski allsstaðar af landinu er ekið til Þorlákshafnar, auk þess sem landað er hér, til útflutnings. Fiskiskipin landa fiskinum í opnum körum og þá skiptir miklu máli að tekið sé mið af því á hafnarsvæðinu, fjúkandi ryk og eldfjallaaska (sandur) fer ekki saman við óvarin matvæli. Ekkert lát er á umsvifum í höfninni þegar horft er til fyrirhugaðs landeldis á laxi upp á tugi þúsunda tonna á ári, á stórum lóðum vestur með ströndinni sem voru settar inn á skipulag á kjörtímabilinu 2014 til 2018. Smyril Line er nú með þrjú skip í vikulegum ferðum til Evrópu og horfa eldisfyrirtækin til þess. Tvær milljónir tonna af jarðvegi í gegnum sveitarfélagið Við hér í Þorlákshöfn könnumst öll við öskuhaugana hjá Jarðefnaiðnaði sem sífellt fýkur úr yfir allt og alla, og ekki er einu sinni fyrir því haft að þrífa bryggjuna eftir útskipun. Eins og það sé ekki nóg þá er í bígerð að bæta verulega í jarðefnaflutninga, allt að tveimur milljónum tonna á ári, sem á að aka til Þorlákshafnar og haugsetja þar. Milljón tonn eiga að koma frá Hjörleifshöfða á Mýrdalssandi og annað eins ofan úr Þrengslum á vegum Jarðefnaiðnaðar/BM. Vallá/Hornsteins/Björgunar þar sem hver á í öðrum og með einhverjum snúningi við Eden-námur. Tvær milljónir tonna eru ekkert smáræði, ígildi 240 bílfarma á hverjum virkum degi ársins og auk ferðar til baka. Sem sagt trukkur á mínútu fresti og slit á vegum sem jafngildir því að 28 milljónir fólksbíla fari um vegina á hverjum degi. Til að fegra þetta allt saman stendur til að setja upp mölunarverksmiðju sem á að mala efnið allan sólarhringinn í verksmiðju sem yrði staðsett við höfnina, steinsnar frá fyrirhugaðari íbúðabyggð í Móanum. Sjáið fyrir ykkur hvaða áhrif það muni hafa á lífsgæði íbúa Þorlákshafnar, hljóðmengunin, rykið og hávaði frá vinnuvélum og verksmiðjunni alla daga ársins auk hávaða frá trukkum og vinnuvélum. Réttlætingin er sú að verið sé að búa til vistvænt íblöndunarefni í sement og þegar þetta er skrifað er alls ekki víst að það gangi upp. Getum við ekki kallað þetta fögur orð um ófagurt. Höfundur er bæjarfulltrúi O-listans og frambjóðandi Íbúalistans í 10. sæti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Ölfus Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Halldór 28.12.2024 Halldór Veðurstofa Sjálfstæðisflokksins frestar fundi Daníel Hjörvar Guðmundsson Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Orkuverð og sæstrengir Anna Sofía Kristjánsdóttir Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson Skoðun Enginn á að vera hryggur um jólin Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Orkuverð og sæstrengir Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Veðurstofa Sjálfstæðisflokksins frestar fundi Daníel Hjörvar Guðmundsson skrifar Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson skrifar Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Uppistaða atvinnulífs í Þorlákshöfn byggist á fiskvinnslu, umskipun á fiski til útflutnings og ýmiskonar iðnaði. Ferðamennska er enn í litlum mæli hér við ströndina en fer vaxandi. Framsýni við breytingar á höfninni á kjörtímabilinu 2014 til 2018 leiddi til þess að Þorlákshöfn varð að vöruhöfn með tilkomu Smyril Line. Ótrúlegt en satt þá var það ekki baráttulaust þar sem nokkur nátttröll, svokallaðir máttarstólpar hér í bæ, töluðu gegn breytingunum á þeim tíma. Nýr meirihluti D-listans tók við árið 2018 og til að byrja með var það sem var í gangi í hafnarmálunum og starf hafnarstjóra talað niður af bæjarstjóranum, draumaprinsinum frá Vestmannaeyjum, og hans aðdáendum í meirihlutanum. Þurfti minnihluti bæjarstjórnar að standa í harðri baráttu fyrir höfninni og verja starf hafnarstjóra í upphafi kjörtímabilsins sem er að ljúka. En svo var eins og meirihlutinn áttaði sig á mikilvægi þess sem var unnið að og sneri algjörlega við blaðinu, meira að segja bæjarstjórinn. Nú fór í hönd sá tími, sem enn stendur yfir, að eigna sér það sem á undan er gengið. Tímatalið hjá D-listanum er nú ekki lengur bundið við eftir Krist heldur við það þegar bæjarstjórinn, sem var hafnað í Eyjum, tók til starfa. Tími sérhagsmuna er núna í algleymingi. Fiski allsstaðar af landinu er ekið til Þorlákshafnar, auk þess sem landað er hér, til útflutnings. Fiskiskipin landa fiskinum í opnum körum og þá skiptir miklu máli að tekið sé mið af því á hafnarsvæðinu, fjúkandi ryk og eldfjallaaska (sandur) fer ekki saman við óvarin matvæli. Ekkert lát er á umsvifum í höfninni þegar horft er til fyrirhugaðs landeldis á laxi upp á tugi þúsunda tonna á ári, á stórum lóðum vestur með ströndinni sem voru settar inn á skipulag á kjörtímabilinu 2014 til 2018. Smyril Line er nú með þrjú skip í vikulegum ferðum til Evrópu og horfa eldisfyrirtækin til þess. Tvær milljónir tonna af jarðvegi í gegnum sveitarfélagið Við hér í Þorlákshöfn könnumst öll við öskuhaugana hjá Jarðefnaiðnaði sem sífellt fýkur úr yfir allt og alla, og ekki er einu sinni fyrir því haft að þrífa bryggjuna eftir útskipun. Eins og það sé ekki nóg þá er í bígerð að bæta verulega í jarðefnaflutninga, allt að tveimur milljónum tonna á ári, sem á að aka til Þorlákshafnar og haugsetja þar. Milljón tonn eiga að koma frá Hjörleifshöfða á Mýrdalssandi og annað eins ofan úr Þrengslum á vegum Jarðefnaiðnaðar/BM. Vallá/Hornsteins/Björgunar þar sem hver á í öðrum og með einhverjum snúningi við Eden-námur. Tvær milljónir tonna eru ekkert smáræði, ígildi 240 bílfarma á hverjum virkum degi ársins og auk ferðar til baka. Sem sagt trukkur á mínútu fresti og slit á vegum sem jafngildir því að 28 milljónir fólksbíla fari um vegina á hverjum degi. Til að fegra þetta allt saman stendur til að setja upp mölunarverksmiðju sem á að mala efnið allan sólarhringinn í verksmiðju sem yrði staðsett við höfnina, steinsnar frá fyrirhugaðari íbúðabyggð í Móanum. Sjáið fyrir ykkur hvaða áhrif það muni hafa á lífsgæði íbúa Þorlákshafnar, hljóðmengunin, rykið og hávaði frá vinnuvélum og verksmiðjunni alla daga ársins auk hávaða frá trukkum og vinnuvélum. Réttlætingin er sú að verið sé að búa til vistvænt íblöndunarefni í sement og þegar þetta er skrifað er alls ekki víst að það gangi upp. Getum við ekki kallað þetta fögur orð um ófagurt. Höfundur er bæjarfulltrúi O-listans og frambjóðandi Íbúalistans í 10. sæti.
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Enginn á að vera hryggur um jólin Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun
Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Enginn á að vera hryggur um jólin Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun